Fleiri fréttir

Er toppurinn málið?

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, var glæsileg þegar hún stillti sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Total Recall sem haldin var í Lundúnum í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var leikkonan klædd í hvítt pils með fjaðrabelti um sig miðja og bleika Christian Louboutin skó sem toppuðu útlitið heldur betur. En spurningin er hvort stuttur toppurinn fari Jessicu eins vel og þegar hún var með skipt í miðju. Hvað finnst þér?

Karitas fær lofsamlega dóma

Gagnrýnendur í Noregi fara lofsamlegum orðum um skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án titils, sem kom út í norskri þýðingu fyrir skömmu.

Jimi Tenor í Norræna húsinu

Finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor stendur fyrir tveimur mismunandi viðburðum í Norræna húsinu um helgina.

Úr bransanum í listina

Einar Bárðarson, athafna- og umboðsmaður, opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á Höfðatorgi í dag. Myndirnar sem verða til sýnis voru teknar í sumar þegar Einar var á ferðalagi um landið.

Aniston og leitin að ástinni

Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt.

Biblía Presley boðin upp

Biblía sem var í eigu rokkkóngsins Elvis Presley verður boðin upp í Manchester í næsta mánuði. Talið er að hún fari á hátt í fjórar milljónir króna. Presley fékk hana að gjöf frá frænda sínum Vester og frænku sinni Clettes þegar hann hélt jólin hátíðleg í fyrsta sinn á heimili sínu, Graceland, árið 1957. Um eitt hundrað hlutir úr eigu Presley verða boðnir upp. Nú eru 35 ár liðin síðan kóngurinn lést, 42 ára að aldri.

Tónleikaferðalag um Tyrkland

Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi.

Hræddur um soninn

Faðir leikarans Macaulays Culkin er viss um að sonur sinn sé alvarlega veikur. Feðgarnir hafa ekki talað saman í fimmtán ár en þegar Kit Culkin sá nýlegar myndir af syni sínum í fjölmiðlum brá honum mikið.

Fjórar nýjar stafrænar

Stafræna útgáfan Ching Ching Bling Bling hefur gefið út fjórar plötur sem fást allar ókeypis til niðurhals á heimasíðu fyrirtækisins.

Vinsælt skart

Breska söngkonan Beth Orton bar hálsmen frá Kríu er hún kom fram í sjónvarpsþætti Davids Letterman nú í vikunni.

Eftirhermur verða fleiri

Tíska Hönnuðir og tískuhús glíma í auknum mæli við að hönnun þeirra sé stolið og ódýrar eftirlíkingar seldar í verslunum.

Kynt undir ástareldinum

Sæl og takk fyrir þína frábæru pistla í Fréttablaðinu. Ég er í svolítið skrítinni aðstöðu og langaði að leita ráða hjá þér.

Betri en flest

Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann.

Smyrjið geirvörturnar vel

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun í 29. sinn. Alls hafa 10.387 þátttakendur þegar skráð sig til leiks og þátttökumet hefur verið slegið í mörgum vegalengdum.

Rómantík, Dramatík og Erótík

Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Þar munu þeir flytja falleg lög í betri stofunni að Smáragötu 7 í Reykjavík.

Það þarf kjark í svona breytingu

Fyrrverandi ofurfyrirsætan Yasmin Le Bon nálgast bráðum fimmtugt. Eins og sjá má á myndinni er hún búin að láta klippa á sig drengjakoll sem fer henni vel. Sumir segja hana of djarfa en Lífið segir hana líta stórkostlega út. Yasmin sem eiginkona Duran Duran söngvarans Simon LeBon er 47 ára gömul er djörf þegar kemur að því að breyta til.

Kynþokkafyllstar á rauða dreglinum

Vinsælt er af pressunni vestan hafs að kjósa um eitt og annað þegar það kemur að fræga fólkinu; ríkustu pörin, heitustu piparsveinana og svo framvegis.

Sóðaleg með nýja klippingu

Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur verið dugleg að setja inn myndir af sér með nýju klippinguna á Twitter. Klippingin fer stúlkunni mjög vel og hún hefur vakið athygli fyrir flotta útlitsbreytingu en hún gleymdi hinsvegar að taka til...

Látið hana í friði

Leikkonan Jodie Foster er búin að fá sig fullsadda af allri neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um vinkonu sína Kristen Stewart sem hélt við manninn sem leikstýrði kvikmyndinni Snow White And The Huntsman. Jodie hefur nú stigið fram og biður fjölmiðla að láta leikkonuna sem er aðeins 22 ára í friði. Hyllið þessi ungmenni frekar en að brjóta þau niður. Þau eru nákvæmlega eins og þið. Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Ef ég væri ung að hefja leikferilinn í dag myndi ég hætta áður en ég byrjaði, segir Jodie og blótar fjölmiðlunum sem fylgja leikurunum hvert spor þannig að þau eru ekki fær um að anda án þess að fjallað sé um það. Ég vann með Kristen árið 2011 í fimm heila mánuði þegar við unnum við tökur á kvikmyndinni Panic Room. Tökustaðurinn var á við skáp þannig að við urðum mjög nánar enda töluðum við mikið saman og hlógum svo klukkutímum skipti og ég fór að elska þessa stúlku, sagði Jodie þegar hún lýsti vináttu þeirra og hvernig hún hófst. Þá ræðir Jodie einnig um móður Kristen sem hún fékk að kynnast við tökurnar og að hún hafi reynt að sannfæra mömmuna um að láta stelpuna finna sér annað starf en móðir Kristen sagðist hafa reynt það en ekki gengið sem skyldi því dóttir hennar elskar að leika og hefur alltaf ætlað sér að verða leikkona.

Samkeppni um titil á bók J. K. Rowling

Bókaforlagið Bjartur fer óvenjulega leið við að snara titli nýjustu skáldsögu J. K. Rowling yfir á íslensku. Bókin nefnist The Casual Vacancy á ensku og kemur út í Bretlandi 27.

Rómantík, dramatík og erótík

Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags.

Fleiri listamenn á Airwaves

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa tilkynnt fleiri tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni í ár.

Ballett, brass og skáld á Berjadögum

Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði verður haldin í sautjánda sinn nú um helgina. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Brass, ballett og skáldkonur.

Stórstjörnur leiða saman hesta sína

Þó Expendables 2 verði ekki frumsýnd fyrr en í næstu viku ættu aðdáendur spennumynda að bíða spenntir eftir þriðju myndinni því framleiðandinn Avi Lerner hefur gefið út að hún verði prýdd allsvakalegum stjörnum.

Komin á bannlista

Lindsay Lohan þurfti að hætta við frí sem hún hafði ákveðið að eyða í Mexíkó því leikkonan er komin á bannlista hjá tveimur af betri hótelunum í Cabo.

Sækir um skilnað

Saxófónleikarinn hárprúði, Kenny G, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni eftir tuttugu ára hjónaband. Kenny, sem heitir réttu nafni Kenny Gorelick, sótti um skilnaðinn í Los Angeles og sagði hann ástæðuna vera óásættanlegan ágreining.

Kvikmynd um ævi Gertrude Bell í bígerð

Leikstjórinn Werner Herzog hyggst leikstýra mynd um ævi Gertrude Bell. Naomi Watts hefur tekið að sér að leika Bell og líklegt er að Robert Pattinson fari með hlutverk T. E. Lawrence í kvikmyndinni.

Geiri Sæm tekur Froðuna aftur

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt.

Ekki klár í lokaathöfn

Orðrómur er uppi um að David Bowie, Kate Bush og hljómsveitirnar Sex Pistols og The Rolling Stones hafi ekki viljað spila á lokaathöfn Ólympíuleikanna á sunnudaginn. Samkvæmt blaðinu The Guardian var rætt við alla þessa flytjendur um að stíga á svið en enginn var klár í slaginn.

Ferskur og flottur Frank

Nýstárleg og fersk plata frá einum af hæfileikaríkustu nýliðum poppsins. Hinn 24 ára gamli Frank Ocean er sjóðheitur þessa dagana. Channel Orange er fyrsta platan hans sem fær hefðbundna útgáfu, en í fyrra dreifði hann 14 laga plötunni Nostalgia Ultra ókeypis á vefsíðunni sinni.

The Charlies hittu Jónsa

Hljómsveitin Sigur Rós lauk ferðalagi sínu um Bandaríkin með tónleikum í Hollywood á sunnudagskvöld.

Mila Kunis kann að klæða sig

Úkraínska fegurðardísin og leikkonan Mila Kunis hefur heldur betur stimplað sig inn í Hollywood að undanförnu svo ekki sé meira sagt.

Vangaveltur um brúðarkjól Aniston

Tískubloggarar og fjölmiðlar vestanhafs fara nú hafmförum eftir að stórstjarnan Jennifer Aniston og unnusti hennar Justin Theroux tilkynntu um um trúlofun sína í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir