Fleiri fréttir

Barði telur í tvenna tónleika um helgina

Barði Jóhannsson telur í tvenna tónleika með Bang Gang um helgina. Í kvöld kemur sveitin fram á Græna hattinum á Akureyri og á morgun á Nasa við Austurvöll.

Karlar sem hata konur stiklan komin á netið

Stikla úr kvikmyndinni Karlar sem hata konur, sem byggð er á samnefndri bók eftir Stieg Larsson, er komin á netið. Myndinni er leikstýrt af David Fincher en með hlutverk Mikaels Blomkvist og Lisbeth Salander fara þau Daniel Craig og Rooney Mara. Fincher hefur augljóslega viljað koma "norrænni" stemningu til skila í stiklunni því hann notar frægan slagara Led Zeppelin, Immigrant Song, í útgáfu Trents Reznor úr Nine Inch Nails.

Þráir ekki frægðina

Zöe Kravitz, leikkona og dóttir söngvarans Lenny Kravitz, fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni X-Men: First Class. Stúlkan er þó ekki á höttunum eftir frægð og frama ef marka má orð hennar.

Vestfirskt flæði og grúv

Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast.

Finnst gaman að vera kvæntur

Kevin Bacon hefur verið með leikkonunni Kyru Sedgwick í rúma tvo áratugi og segist afskaplega hamingjusamlega kvæntur.

Þetta er þá bara blekking eftir allt saman

Sænska fyrirsætan Caroline Louise Forsling, 35 ára, hefur lagt fram kæru gegn snyrtivöruframleiðandanum Estée Lauder þar sem andlit hennar er notað í auglýsingu fyrir hrukkukrem en auglýsinguna má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Caroline fer fram á 2 milljónir Bandaríkjadala fyrir að myndin af henni var notuð í leyfisleysi og að nú sé búið að rústa ferli hennar en í auglýsingunni er því haldið fram að varan hafi verið prófuð á konum á aldrinum 45 - 60 ára. Myndin af henni var tekin sem prufutaka en þar sem hún var ómáluð í andliti en umrætt Estée Lauder krem var aldrei sett á andlit fyrirsætunnar.

Vandræði í paradís

Scarlett Johansson, 26 ára, og Sean Penn, 50 ára eru ekki lengur kærustupar. Scarlett, skildi við leikarann Ryan Reynolds í desember á síðasta ári en það var síðan í febrúar 2011 sem hún og Sean sáust fyrst saman á veitingahúsi í Los Angeles. Þá sáust Sean og Scarlett síðast láta vel að hvort öðru í Cabo San Lucas í Mexíkó en annars hafa þau reynt að halda sambandinu fyrir utan fjölmiðla.

Pink eignaðist stelpu

Söngkonan Pink, 31 árs, og Carey Hart, 35 ára, eignuðust stúlku í gær sem þau hafa nú þegar nefnt Willow Sage Hart. Pink skrifaði á Twitter síðuna sína að stúlkan væri heilbrigð og falleg eins og pabbi hennar, Carey. Hér má sjá myndir sem teknar voru af Pink fyrr í vikunni.

Ertu ekki pottþétt hætt hjá þessum lýtalækni?

"Já ég hef farið í brjóstaaðgerð. Þá hafið þið það. Ég vil bara koma hreint fram og koma í veg fyrir allan misskilning um líkama minn. Ég hef farið í lýtaaðgerðir eins og önnur hver kona í Hollywood hefur gert," sagði Tori.

Heyrðu góði minn... þetta er ekki Demi er það?

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ashton Kutcher og ónefndri ljósku yfirgefa Roosevelt hótelið í Los Angeles 1. júní síðastliðinn. Eins og sjá má er ljóskan langt frá því að vera eiginkona leikarans, Demi Moore, nema lýtalæknirinn hennar hafi gjörsamlega farið fram úr sér á skurðarborðinu en Demi hefur náð að halda í æskuljómann með aðstoð lækna eins og heimurinn hefur orðið vitni af.

Ástfangnir leikarar

Enn og aftur hefur sést til leikaranna Leonardo DiCaprio og Blake Lively eyða kvöldstund saman. Parið sást leiðast um götur Monte Carlo í byrjun vikunnar og þykir það vera staðfesting á sambandi þeirra.

Lesendur Q ósáttir við mokkasínur Árna

Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines, og félagar hans í sveitinni fá á baukinn í nýju hefti tónlistarblaðsins Q. Ekki er það þó tónlist hinnar vinsælu hljómsveitar sem er gagnrýnd heldur fatasmekkur liðsmanna hennar. Lesandinn Max Haining sendir Q bréf þar sem hann gagnrýnir útlitið á bandinu og falla skrif hans svo vel í kramið hjá ritstjórn blaðsins að þau eru valin Bréf mánaðarins.

Gellurnar mættu á sumarhátíð Bleikt.is

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is í gær á sumarhátíð vefsins Bleikt.is sem fram fór á Grand hótel og í miðbæ Reykjavíkur þegar leið á kvöldið.

Talar ekki við Britney

Justin Timberlake talaði meðal annars um æskuástina sína, söngkonuna Britney Spears, í nýju viðtali við Vanity Fair. Hann segir samband þeirra ekki geta talist eðlilegt, enda voru þau ung og forrík.

Stökkbreyttur forleikur og stórbeinótt Kung Fu Panda

Stan Lee og Jack Kirby er mennirnir á bak við stökkbreyttu ofurhetjurnar í X-Men. Ásamt Steven Ditko og Bob Kane eru þeir sennilega stóra ástæðan fyrir því að myndasöguhetjur eru fastagestir í kvikmyndahúsum.

Styttist í Hobbitann

Tilkynnt hafa verið nöfn og útgáfudagar tveggja kvikmynda byggðra á bók JRR Tolkien, Hobbitanum.

Vill heita karlmenn

Söngkonan Rihanna prýðir forsíðu júlíútgáfu tímaritsins Cosmopolitan. Þar ræðir hún meðal annars um ástina og hvað heillar hana mest í fari karlmanna. Rihanna segist helst vilja kærasta sína heita og karlmannlega en að hún sætti sig þó einnig við ljúfmenni.

Segir mittið ekki minnkað með myndvinnslubrögðum

„Það eru jafn miklar líkur á því að Þykki sé fótósjoppaður á símaskránni og að Stallone hafi verið fótósjoppaður framan á plakatinu fyrir Rambo 3,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Egill Einarsson.

Skuldug Lady Gaga

Poppsöngkonan Lady Gaga kom heim með 350 milljóna króna reikning eftir tónleikaferð sína á síðasta ári. Söngkonan segist ekki hafa gert sér grein fyrir peningaeyðslunni og viðurkennir að leggja ekki mikið upp úr peningum.

Eins og að róa til fiskjar

Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig.

Tónlistarrásin tekin í gegn

„Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt, mér finnst það vanta,“ segir Ómar Eyþórsson, útvarpsmaður í morgunþættinum Ómar á Xinu og tónlistarstjóri sjónvarpsstöðvarinnar NovaTV.

Muse tekur upp án söngvarans

Chris Wolstenholme, bassaleikari Muse, segir hljómsveitina ætla að hefja vinnu að nýrri plötu án söngvarans Matt Bellamy.

Skrifa dramatíska gamanþætti

„Við erum á fullu að skrifa. Ef það gengur vel fer verkefnið á næsta stig,“ segir leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson, sem vinnur nú ásamt Önnu Svövu Knútsdóttur og Gunnari Helgasyni að handriti nýrra sjónvarpsþátta sem verða sýndir á RÚV. „Þátturinn heitir Þorpið,“ segir Gunnar. „Þetta er svona gríndrama. Þættirnir fjalla um leikara sem er rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna áfengisneyslu og fer út á land að leikstýra áhugaleikhópi.“ Eru þættirnir byggðir á raunverulegum atburðum?

Engin smá breyting á minni

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson, 30 ára, faldi sig á bak við sólgleraugu og hatt á LAX flugvellinum í Los Angeles eins og sjá má á myndunum sem teknar voru í fyrradag. Þá má einnig sjá breytinguna sem orðið hefur á söngkonunni útlitslega séð þegar eldri mynd af henni eru borin saman við nýja.

Listamenn berjast í golfi

„Ég ætla að vinna þetta mót, alveg hundrað prósent. Ég hef aldrei tapað fyrir Arnari Jónssyni og ætla ekki að byrja á því í dag. Þetta eru stór orð en ég verð þá bara að kyngja þeim," segir Gunnar Hansson leikari.

Vildi eiga pabba í jakkafötum

Sænski leikarinn og sjarmörinn Alexander Skarsgård var ekki par sáttur við föður sinn, leikarann Stellan Skarsgård, þegar hann var lítill drengur. „Ég öfundaði alltaf vini mína sem áttu pabba sem gengu í jakkafötum með skjalatösku og keyrðu fína bíla,“ segir Alexander Skarsgård og viðurkennir að pabbi hans hafi ekki verið besti fjölskyldumaðurinn. „Hann var mest heima að drekka rauðvín með listaspírum og vinna lengi fram eftir á kvöldin,“ segir Skarsgård yngri í viðtali við tímaritið Henne, en hann hefur ekki áður viljað tala um samband sitt við föður sinn.

Aðgengilegra hjá Arctic

Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara.

Húðflúrshátíð um helgina

Húðflúrshátíðin The Icelandic Tattoo Festival verður haldin í sjötta sinn á Sódómu Reykjavík 3. til 5. júní.

Valin best í Rússlandi

Kristbjörg Kjeld var valin besta leikkonan í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Polar Lights í Rússlandi fyrir hlutverk sitt í Mömmu Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Tíu kvikmyndir frá Bandaríkjunum og Norður-Evrópu tóku þátt í keppninni, þar á meðal Hævnen sem vann Óskarsverðlaunin fyrr á árinu. Í dómnefnd voru Joel Chapron, sem situr í valnefnd fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes, rússneski kvikmyndaleikstjórinn Boris Klebnikov og kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Sebastian Alarcon frá Síle.

Í selskap með nöktum konum

Sænska þjóðin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga gagnvart konungi sínum, Karli Gústaf, og meintum brotum hans. Kröfur um afsögn eru orðnar háværar og spá margir því að konungurinn falli á svipuðum tíma og laufin af trjánum enda vill þjóðin ekki hafa konung sem stundar strippklúbba.

Eiga nóg af lögum á lager

Hinn ávallt unglegi Billy Joe Armstrong, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinar Green Day, lýsti yfir á Twitter-síðu sinni á dögunum að hann og hljómsveitarfélagar hans væru duglegir við að semja lög þessa dagana.

Sólkross kemur út á spænsku og þýsku

Óttar M. Norðfjörð gerir viðreist þessi dægrin. Óttar var staddur á einni stærstu bókahátíð Spánar um helgina, Fería del Libro, í Madríd. Tilefnið var útgáfa bókarinnar Sólkross, sem kom út þar í landi á dögunum undir heitinu La Cruz Solar.

Coldplay sendir frá sér nýtt lag

Coldplay hefur tilkynnt að nýtt lag sé væntanlegt frá hljómsveitinni laugardaginn 4. júní. Lagið heitir Every Teardrop Is a Waterfall.

Douglas sáttur með sitt

Michael Douglas er smám saman að komast aftur á ról eftir að hafa greinst með krabbamein í hálsi. „Mér líður ansi vel. Eftir afar erfiða meðferð finnst mér eins og ég sé að vakna aftur til sjálfs míns,“ segir Douglas í samtali við breska OK!.

Sumardagskrá Stöðvar 2 kynnt

Það var margt um manninn og mikið fjör þegar Stöð 2 kynnti sumardagskrá sína í glæsilegum húskynnum KEX hostel við Skúlagötu í dag. Boðið var upp á léttar veitingar og sýndar svipmyndir úr spennandi og skemmtilegri sumardagskrá Stöðvar 2. Undanfarin ár hefur Stöð 2 lagt mikla áherslu á öfluga sumardagskrá og á afmælisárinu verður dagskráin glæsilegri en nokkru sinni fyrr.

Skilnaður hjá Minogue

Söngkonan Dannii Minogue og eiginmaður hennar, ruðningskappinn fyrrverandi Kris Smith, hafa ákveðið að prófa reynsluskilnað. „Við erum komin aftur heim til Melbourne sem ein fjölskylda. Samband okkar og Ethans mun ávallt halda áfram,“ sögðu þau í yfirlýsingu sinni, en Ethan er eins árs sonur þeirra.

Tilnefndir fyrir kossa

Catherine Hardwicke, leikstjóri Twilight-myndanna, er ánægð með að leikararnir Robert Pattinson og Taylor Lautner hafi verið tilnefndir fyrir besta kossinn á MTV-kvikmyndaverðlaununum. Um er að ræða kossa þeirra og leikkonunnar Kristen Stewart á hvíta tjaldinu.

Sódóma til sölu fyrir 30 milljónir

Skemmtistaðurinn Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu hefur verið auglýstur til sölu. „Það hafa nokkrir hringt en það er ekkert í hendi,“ segir fasteignasalinn Ástþór Reynir Guðmundsson hjá Remax, sem vildi annars ekkert tjá sig um málið.

Leyfið Pippu að horfa á tennis í friði maður

Pippa Middleton, yngri systir hertogaynjunnar af Cambridge, fær ekki frið frá ljósmyndurum sama hvar hún er stödd í heiminum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna brosir Pippa, sem er stödd á opna tennismótinu í Frakklandi, blítt þegar ljósmyndararnir elta hana á röndum og kalla nafn hennar í von um að ná góðri mynd af henni.

Solla Soulful með sumarplötu

Tónlistarkonan Sólveig Þórðardóttir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window.

Risavaxnir Eagles-tónleikar

Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð.

Í gömlum húsbíl með hundi

„Þetta verður „spontant“, ferskt og skemmtilegt,“ segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson.

Þú ert ýkt sæt svona kasólétt

Söngkonan Pink, 31 árs, sem er barnshafandi eins og sjá má á myndunum, var klædd í hvítan kjól með hatt á höfði á laugardaginn var þegar hún, ásamt unnusta sínum Carey Hart og vinum, fékk sér hádegisverð í Malibu í Kaliforníu. „Oh, glatað. Ég er ekki á listanum yfir heitustu gellurnar árið 2011. Hahahahahahahahaaaaaa," skrifaði Pink á Twitter síðuna sína í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir