Lífið

Skrifa dramatíska gamanþætti

Gunnar Björn Guðmundsson, Anna Svava Knútsdóttir og Gunnar Helgason vinna að handriti nýrra gamanþátta fyrir RÚV.
Gunnar Björn Guðmundsson, Anna Svava Knútsdóttir og Gunnar Helgason vinna að handriti nýrra gamanþátta fyrir RÚV.
F64010611 anna
„Við erum á fullu að skrifa. Ef það gengur vel fer verkefnið á næsta stig,“ segir leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson, sem vinnur nú ásamt Önnu Svövu Knútsdóttur og Gunnari Helgasyni að handriti nýrra sjónvarpsþátta sem verða sýndir á RÚV. „Þátturinn heitir Þorpið,“ segir Gunnar. „Þetta er svona gríndrama. Þættirnir fjalla um leikara sem er rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna áfengisneyslu og fer út á land að leikstýra áhugaleikhópi.“

Eru þættirnir byggðir á raunverulegum atburðum?

„Jaaa… þeir saumast inn í. Við erum öll með góða reynslu af leikstjórn úti á landi og leikhúsheiminum.“ Anna Svava flytur til útlanda í vikunni en Gunnar segir að hún muni ekki yfirgefa handritsteymið. „Við stefnum á ákveðinn stað. Svo verður tekið hlé þegar hún fer, þótt við verðum eitthvað að vinna í þessu á meðan hún er úti,“ segir hann.

Óvíst er hvenær tökur á þáttunum hefjast og því er eðli málsins samkvæmt óvíst hvenær þeir verða sýndir. Þá segir Gunnar óvíst hvaða leikarar fari með hlutverk í þáttunum. „Það þarf í fyrsta lagi að skrifa þættina. Svo hefst fjármögnun ef allt gengur vel. Þau eru allavega hrifin á RÚV,“ segir hann.- afb

Gunnar Helgason/ Leikstjóri og leikari/ Leitar að næstu Sollu Stirðu F27030210 GunniHea 08.jpg/Gunnar Helgason/útklippt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.