Lífið

Vildi eiga pabba í jakkafötum

Leikarinn Stellan Skarsgård og Alexander sonur hans leika saman í Melancholia.
Nordicphotos/getty
Leikarinn Stellan Skarsgård og Alexander sonur hans leika saman í Melancholia. Nordicphotos/getty
Fetar í fótspor Þó að Alexander Skarsgård sé núánægður með föður sinn og kollega Stellan Skarsgård var hann ekki sáttur sem barn. Nordicphotos/getty
Sænski leikarinn og sjarmörinn Alexander Skarsgård var ekki par sáttur við föður sinn, leikarann Stellan Skarsgård, þegar hann var lítill drengur. „Ég öfundaði alltaf vini mína sem áttu pabba sem gengu í jakkafötum með skjalatösku og keyrðu fína bíla,“ segir Alexander Skarsgård og viðurkennir að pabbi hans hafi ekki verið besti fjölskyldumaðurinn. „Hann var mest heima að drekka rauðvín með listaspírum og vinna lengi fram eftir á kvöldin,“ segir Skarsgård yngri í viðtali við tímaritið Henne, en hann hefur ekki áður viljað tala um samband sitt við föður sinn.

Feðgarnir eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn í kvikmyndabransanum í Hollywood og þakkar hann föður sínum fyrir að hafa kennt sér listina að leika. Stellan og Alexander Skarsgård sjást nú saman á hvíta tjaldinu í mynd Lars von Trier, Melancholia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.