Lífið

Valin best í Rússlandi

Kristbjörg Kjeld var valin besta leikkonan á Polar Lights-hátíðinni.
Kristbjörg Kjeld var valin besta leikkonan á Polar Lights-hátíðinni.
Kristbjörg Kjeld var valin besta leikkonan í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Polar Lights í Rússlandi fyrir hlutverk sitt í Mömmu Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Tíu kvikmyndir frá Bandaríkjunum og Norður-Evrópu tóku þátt í keppninni, þar á meðal Hævnen sem vann Óskarsverðlaunin fyrr á árinu. Í dómnefnd voru Joel Chapron, sem situr í valnefnd fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes, rússneski kvikmyndaleikstjórinn Boris Klebnikov og kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Sebastian Alarcon frá Síle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.