Lífið

Húðflúrshátíð um helgina

Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Þorsteinsdóttir hjá Sódómu Reykjavík og Reykjavík Ink skipuleggja hátíðina. fréttablaðið/arnþór
Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Þorsteinsdóttir hjá Sódómu Reykjavík og Reykjavík Ink skipuleggja hátíðina. fréttablaðið/arnþór
Húðflúrshátíðin The Icelandic Tattoo Festival verður haldin í sjötta sinn á Sódómu Reykjavík 3. til 5. júní. Átta bandarískir húðflúrarar taka þátt í hátíðinni í ár og þrír íslenskir, þeir Fjölnir og Sindri frá Íslensku húðflúrstofunni og Siggi Palli frá Mótorsmiðjunni. Blaðamaður frá Ítalíu ætlar að skrifa um hátíðina fyrir þrjú erlend húðflúrstímarit: Prick Magazine, Tattoo Life og Tattoo Energy.

„Þetta verður um sjómannadagshelgina og það verður rosalega mikið af túristum í bænum,“ segir skipuleggjandinn Linda Mjöll Þorsteinsdóttir. „Á síðustu fimm hátíðum hefur verið mikið af útlendingum en ótrúlega mikið af Íslendingum líka,“ segir hún en um þrjú þúsund manns litu við í fyrra.

Tónleikar verða haldnir meðfram hátíðinni. Á meðal sveita sem troða upp verða Endless Dark, Hoffman, Legend, The 59‘s og Texas Muffin. Aðgangseyrir á hátíðina er 700 krónur en einnig er hægt að kaupa helgarpassa.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.