Lífið

Skilnaður hjá Minogue

Dannii Minogue og Kris Smith ætla að prófa reynsluskilnað.
Dannii Minogue og Kris Smith ætla að prófa reynsluskilnað.
Söngkonan Dannii Minogue og eiginmaður hennar, ruðningskappinn fyrrverandi Kris Smith, hafa ákveðið að prófa reynsluskilnað. „Við erum komin aftur heim til Melbourne sem ein fjölskylda. Samband okkar og Ethans mun ávallt halda áfram,“ sögðu þau í yfirlýsingu sinni, en Ethan er eins árs sonur þeirra.

 

Minogue, sem er systir söngkonunnar Kylie, kynntist Smith fyrir þremur árum á Ibiza. Þau hafa gefið til kynna að þau ættu í vandræðum með hjónabandið á Twitter-síðunni og kemur skilnaðurinn því fáum á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.