Lífið

Douglas sáttur með sitt

Douglas kveðst vera ánægður með sitt líf; baráttan við krabbameinið hafi kennt honum að meta hlutina upp á nýtt.nordicphotos/Getty
Douglas kveðst vera ánægður með sitt líf; baráttan við krabbameinið hafi kennt honum að meta hlutina upp á nýtt.nordicphotos/Getty
Michael Douglas er smám saman að komast aftur á ról eftir að hafa greinst með krabbamein í hálsi. „Mér líður ansi vel. Eftir afar erfiða meðferð finnst mér eins og ég sé að vakna aftur til sjálfs míns,“ segir Douglas í samtali við breska OK!.

 

„Krabbameinið er farið og það hefur ekki látið á sér kræla aftur. Fyrsta árið verð ég að fara í skoðun í hverjum mánuði en mér finnst læknarnir vera mjög bjartsýnir.“

 

Douglas bætti því við að þessi reynsla hefði kennt honum að meta allt í kringum sig upp á nýtt. „Ég er ákaflega þakklátur fyrir það líf sem ég hef lifað og þann árangur sem ég hef náð. Ég er ótrúlega heppinn að hafa hitt Catherine Zetu-Jones og hafa hafið nýtt fjölskyldulíf með henni. Þessi barátta hefur fært mig nær fjölskyldunni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.