Listamenn berjast í golfi 2. júní 2011 08:00 Arnar Jónsson og Gunnar Hansson eru báðir liðtækir kylfingar og ætla sér að berjast um sigurinn í golfmóti listamanna sem fram fer á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. „Ég ætla að vinna þetta mót, alveg hundrað prósent. Ég hef aldrei tapað fyrir Arnari Jónssyni og ætla ekki að byrja á því í dag. Þetta eru stór orð en ég verð þá bara að kyngja þeim," segir Gunnar Hansson leikari. Gunnar er meðal þeirra tæplegu fjörutíu kylfinga sem berjast um titilinn „besti kylfingur listamanna" í annað sinn, en mótið er haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal í dag. Gunnar er, miðað við skráða forgjöf, meðal bestu kylfinga mótsins en hann er með 4,1. „Ég fékk náttúrlega þetta draumadjobb, að sjá um golf-magasínþátt fyrir RÚV, en það hefur þær afleiðingar að ég get lítið spilað sjálfur," segir Gunnar. Arnar Jónsson leikari gefur lítið fyrir orð Gunnars og segist ætla að vinna mótið í ár; hann hafi líka verið fremur lélegur á síðasta móti og vilji bæta fyrir það. „Ég hef því miður ekki verið nægilega duglegur að spila, hef verið svo mikið erlendis, en ég tók aðeins forskot á sæluna og var viku á Spáni," segir Arnar, sem er með 9,6 í forgjöf. Meðal annarra þjóðþekktra listamanna sem taka þátt í mótinu má nefna leikarana Kjartan Guðjónsson og Jóhann G. Jóhannsson, en sé tekið mið af forgjöfinni eru þeir hálfgerðir byrjendur, Kjartan er með 36 og Jóhann G. með 35 í forgjöf. Spaugstofufélagarnir fyrrverandi Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson verða einnig meðal keppenda, sem og kvikmyndagerðarmennirnir Björn Brynjúlfur Björnsson og Lárus Ýmir Óskarsson, en Lárus þykir nokkuð liðtækur og er með 9,1 í forgjöf. - fgg Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
„Ég ætla að vinna þetta mót, alveg hundrað prósent. Ég hef aldrei tapað fyrir Arnari Jónssyni og ætla ekki að byrja á því í dag. Þetta eru stór orð en ég verð þá bara að kyngja þeim," segir Gunnar Hansson leikari. Gunnar er meðal þeirra tæplegu fjörutíu kylfinga sem berjast um titilinn „besti kylfingur listamanna" í annað sinn, en mótið er haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal í dag. Gunnar er, miðað við skráða forgjöf, meðal bestu kylfinga mótsins en hann er með 4,1. „Ég fékk náttúrlega þetta draumadjobb, að sjá um golf-magasínþátt fyrir RÚV, en það hefur þær afleiðingar að ég get lítið spilað sjálfur," segir Gunnar. Arnar Jónsson leikari gefur lítið fyrir orð Gunnars og segist ætla að vinna mótið í ár; hann hafi líka verið fremur lélegur á síðasta móti og vilji bæta fyrir það. „Ég hef því miður ekki verið nægilega duglegur að spila, hef verið svo mikið erlendis, en ég tók aðeins forskot á sæluna og var viku á Spáni," segir Arnar, sem er með 9,6 í forgjöf. Meðal annarra þjóðþekktra listamanna sem taka þátt í mótinu má nefna leikarana Kjartan Guðjónsson og Jóhann G. Jóhannsson, en sé tekið mið af forgjöfinni eru þeir hálfgerðir byrjendur, Kjartan er með 36 og Jóhann G. með 35 í forgjöf. Spaugstofufélagarnir fyrrverandi Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson verða einnig meðal keppenda, sem og kvikmyndagerðarmennirnir Björn Brynjúlfur Björnsson og Lárus Ýmir Óskarsson, en Lárus þykir nokkuð liðtækur og er með 9,1 í forgjöf. - fgg
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira