Heimildarmynd um RAX 16. mars 2009 04:30 Ragnar Axelsson og 25 ára ferðalag hans til Grænlands verða í aðalhlutverki heimildarmyndar sem nú er unnið að. „Mér líst bara ágætlega á að vera í mynd, ætli ég verði samt ekki að fara í extreme makeover áður en tökur hefjast,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari. Í undirbúningi eru heimildarmynd um ljósmyndarann og ferðir hans til Grænlands en á þessu ári er væntanleg bók frá Grænlandsferðum hans undanfarin 25 ár. Ragnar segist ekki hafa haft hugmynd um þegar hann byrjaði á því að fara til Grænlands hvað verkefnið myndi skila honum. En þegar umræðan um hlýnun jarðar fór sífellt að verða háværari varð Ragnari ljóst að hann hafði nokkuð magnaðan vitnisburð um þessa mál á mynd; allar þær breytingar sem hafa orðið á Grænlandi á aðeins aldarfjórðungi. Að sögn Ragnars mun bókin sýna hvernig landslagið á Grænlandi hefur gjörbreyst á tiltölulega skömmum tíma, íshellan hefur þynnst og heilu veiðimannasamfélögin eru smám saman að þurrkast út. „Þegar ég fór fyrst og hitti veiðimenn í einu þorpi voru þeir sextíu. Í dag eru átján eftir,“ útskýrir Ragnar sem leggur lokahöndina á bókina með því að taka nokkrar loftmyndir af Grænlandi í lok apríl eða byrjun maí. Þá er jafnframt reiknað með því að tökur á heimildarmyndinni byrji. „Það mun margt breytast á næstu árum því þessi þróun er svo hröð. Dýralífið á til að mynda eftir að taka stakkaskiptum, þau eiga eftir að leita meira inní byggðirnar,“ útskýrir Ragnar. Margrét Jónasdóttir er einn framleiðandi heimildarmyndarinnar um RAX og ferðir hans til Grænlands. Hún segir mikinn áhuga fyrir þessu verkefni enda sé mikil og heit umræða um þessi málefni. Þannig ætlar norska ríkissjónvarpið að koma að framleiðslu myndarinnar og þá hefur aðstandendum hennar verið boðið til Kanada á mikla heimildarmyndahátíð; Hot Docks. „Þar sitja allar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna og Kanada auk rjómans frá þeim evrópsku og vonandi gengur okkur bara vel að selja þeim þessa hugmynd,“ segir Margrét. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
„Mér líst bara ágætlega á að vera í mynd, ætli ég verði samt ekki að fara í extreme makeover áður en tökur hefjast,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari. Í undirbúningi eru heimildarmynd um ljósmyndarann og ferðir hans til Grænlands en á þessu ári er væntanleg bók frá Grænlandsferðum hans undanfarin 25 ár. Ragnar segist ekki hafa haft hugmynd um þegar hann byrjaði á því að fara til Grænlands hvað verkefnið myndi skila honum. En þegar umræðan um hlýnun jarðar fór sífellt að verða háværari varð Ragnari ljóst að hann hafði nokkuð magnaðan vitnisburð um þessa mál á mynd; allar þær breytingar sem hafa orðið á Grænlandi á aðeins aldarfjórðungi. Að sögn Ragnars mun bókin sýna hvernig landslagið á Grænlandi hefur gjörbreyst á tiltölulega skömmum tíma, íshellan hefur þynnst og heilu veiðimannasamfélögin eru smám saman að þurrkast út. „Þegar ég fór fyrst og hitti veiðimenn í einu þorpi voru þeir sextíu. Í dag eru átján eftir,“ útskýrir Ragnar sem leggur lokahöndina á bókina með því að taka nokkrar loftmyndir af Grænlandi í lok apríl eða byrjun maí. Þá er jafnframt reiknað með því að tökur á heimildarmyndinni byrji. „Það mun margt breytast á næstu árum því þessi þróun er svo hröð. Dýralífið á til að mynda eftir að taka stakkaskiptum, þau eiga eftir að leita meira inní byggðirnar,“ útskýrir Ragnar. Margrét Jónasdóttir er einn framleiðandi heimildarmyndarinnar um RAX og ferðir hans til Grænlands. Hún segir mikinn áhuga fyrir þessu verkefni enda sé mikil og heit umræða um þessi málefni. Þannig ætlar norska ríkissjónvarpið að koma að framleiðslu myndarinnar og þá hefur aðstandendum hennar verið boðið til Kanada á mikla heimildarmyndahátíð; Hot Docks. „Þar sitja allar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna og Kanada auk rjómans frá þeim evrópsku og vonandi gengur okkur bara vel að selja þeim þessa hugmynd,“ segir Margrét. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning