Heimildarmynd um RAX 16. mars 2009 04:30 Ragnar Axelsson og 25 ára ferðalag hans til Grænlands verða í aðalhlutverki heimildarmyndar sem nú er unnið að. „Mér líst bara ágætlega á að vera í mynd, ætli ég verði samt ekki að fara í extreme makeover áður en tökur hefjast,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari. Í undirbúningi eru heimildarmynd um ljósmyndarann og ferðir hans til Grænlands en á þessu ári er væntanleg bók frá Grænlandsferðum hans undanfarin 25 ár. Ragnar segist ekki hafa haft hugmynd um þegar hann byrjaði á því að fara til Grænlands hvað verkefnið myndi skila honum. En þegar umræðan um hlýnun jarðar fór sífellt að verða háværari varð Ragnari ljóst að hann hafði nokkuð magnaðan vitnisburð um þessa mál á mynd; allar þær breytingar sem hafa orðið á Grænlandi á aðeins aldarfjórðungi. Að sögn Ragnars mun bókin sýna hvernig landslagið á Grænlandi hefur gjörbreyst á tiltölulega skömmum tíma, íshellan hefur þynnst og heilu veiðimannasamfélögin eru smám saman að þurrkast út. „Þegar ég fór fyrst og hitti veiðimenn í einu þorpi voru þeir sextíu. Í dag eru átján eftir,“ útskýrir Ragnar sem leggur lokahöndina á bókina með því að taka nokkrar loftmyndir af Grænlandi í lok apríl eða byrjun maí. Þá er jafnframt reiknað með því að tökur á heimildarmyndinni byrji. „Það mun margt breytast á næstu árum því þessi þróun er svo hröð. Dýralífið á til að mynda eftir að taka stakkaskiptum, þau eiga eftir að leita meira inní byggðirnar,“ útskýrir Ragnar. Margrét Jónasdóttir er einn framleiðandi heimildarmyndarinnar um RAX og ferðir hans til Grænlands. Hún segir mikinn áhuga fyrir þessu verkefni enda sé mikil og heit umræða um þessi málefni. Þannig ætlar norska ríkissjónvarpið að koma að framleiðslu myndarinnar og þá hefur aðstandendum hennar verið boðið til Kanada á mikla heimildarmyndahátíð; Hot Docks. „Þar sitja allar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna og Kanada auk rjómans frá þeim evrópsku og vonandi gengur okkur bara vel að selja þeim þessa hugmynd,“ segir Margrét. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Mér líst bara ágætlega á að vera í mynd, ætli ég verði samt ekki að fara í extreme makeover áður en tökur hefjast,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari. Í undirbúningi eru heimildarmynd um ljósmyndarann og ferðir hans til Grænlands en á þessu ári er væntanleg bók frá Grænlandsferðum hans undanfarin 25 ár. Ragnar segist ekki hafa haft hugmynd um þegar hann byrjaði á því að fara til Grænlands hvað verkefnið myndi skila honum. En þegar umræðan um hlýnun jarðar fór sífellt að verða háværari varð Ragnari ljóst að hann hafði nokkuð magnaðan vitnisburð um þessa mál á mynd; allar þær breytingar sem hafa orðið á Grænlandi á aðeins aldarfjórðungi. Að sögn Ragnars mun bókin sýna hvernig landslagið á Grænlandi hefur gjörbreyst á tiltölulega skömmum tíma, íshellan hefur þynnst og heilu veiðimannasamfélögin eru smám saman að þurrkast út. „Þegar ég fór fyrst og hitti veiðimenn í einu þorpi voru þeir sextíu. Í dag eru átján eftir,“ útskýrir Ragnar sem leggur lokahöndina á bókina með því að taka nokkrar loftmyndir af Grænlandi í lok apríl eða byrjun maí. Þá er jafnframt reiknað með því að tökur á heimildarmyndinni byrji. „Það mun margt breytast á næstu árum því þessi þróun er svo hröð. Dýralífið á til að mynda eftir að taka stakkaskiptum, þau eiga eftir að leita meira inní byggðirnar,“ útskýrir Ragnar. Margrét Jónasdóttir er einn framleiðandi heimildarmyndarinnar um RAX og ferðir hans til Grænlands. Hún segir mikinn áhuga fyrir þessu verkefni enda sé mikil og heit umræða um þessi málefni. Þannig ætlar norska ríkissjónvarpið að koma að framleiðslu myndarinnar og þá hefur aðstandendum hennar verið boðið til Kanada á mikla heimildarmyndahátíð; Hot Docks. „Þar sitja allar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna og Kanada auk rjómans frá þeim evrópsku og vonandi gengur okkur bara vel að selja þeim þessa hugmynd,“ segir Margrét. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira