Norska innrásin 16. mars 2009 06:30 Norðmenn hafa stolið senunni þá fimm mánuði sem liðnir eru frá íslenska efnahagshruninu. Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, þykir lítið til norsku innrásarinnar koma. „Ég held að þetta sé norskt samsæri sem minnir mjög á Gamla sáttmála, Stoltenberg er Hákon konungur og Ingibjörg Sólrún Gissur Þorvaldsson. Allt ber þetta að sama brunni, að renna Íslandi inn í ESB en Stoltenberg er mikill Evrópusinni,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins. Guðni hefur sjálfur hrundið norskri innrás þegar hann kom í veg fyrir sem landbúnaðarráðherra að norskar kýr fengju að leggjast uppá þær íslensku í kynbótaskyni. „Þetta er heil vegferð sem hefur verið plönuð síðan í haust og hún er þaulhugsuð atrenna inn í ESB fyrir báða aðila,“ bætir Guðni við. En hverjar skyldu vera þessar norsku stórstjörnur sem stolið hafa senunni þetta tæpa hálfa ár? Fyrstan ber að nefna Björn Richard Johansen, norska hernaðarráðgjafann sem vakti mikla athygli á fyrstu dögum hrunsins. Upphaflega var talið að hann væri hérna fyrst og fremst til að aðstoða Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í stríðinu við erlenda blaðamenn. Seinna kom uppúr kafinu að Johansen ráðlagði gömlu ríkisstjórninni að vinna eftir sérstakri aðgerðaráætlun hernaðarbandalagsins Nato þegar upp koma ámóta krísur og kerfishrun. Næsti Norðmaður kom eins og riddarinn á hvíta hestinum og var víða fagnað. Þetta var Trond Sandven, norski bílasalinn frá Bergen, sem keypti nokkra tugi bíla af lánlausum Íslendingum. Sandven lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu að lúxusbílaeign landsmanna væri fáránleg og margir tóku honum fegins hendi enda hafði fall krónunnar sett myntkörfulánin í fimmta gír. Ekki má gleyma tveimur norskum fréttamönnum sem slógu í gegn. Annars vegar var að það norski sjónvarpsmaðurinn sem gerði Má Másson, upplýsingafulltrúa Glitnis, kjaftstopp og hins vegar Brennepunkt-maðurinn Peter Svaar, hann flaug frá Osló til Flórída og þaðan til Reykjavíkur. Þátturinn vakti það mikla athygli að RÚV sýndi hann textaðan eitt kvöldið. Og þegar norskættaði forsætisráðherrann fór frá völdum í byrjun árs reiknuðu margir með að Norðmannafarsanum væri lokið. Öðru nær. Davíð Oddsson var settur af sem seðlabankastjóri þegar Samfylkingin og Vinstri græn samþykktu nýtt seðlabankafrumvarp. Svein Harald Öygard kom útúr fylgsni sínu á hóteli í miðbæ Reykjavíkur og gekk inní Seðlabankann. Fyrsti gesturinn þar var áðurnefndur Stoltenberg. Og loks þekktist hinn norski saksóknari með franska ríkisfangið, Eva Joly, boð Háskólans í Reykjavík og flutti hálfgert uppistand um fámenni í starfsmannahaldi hins sérlega saksóknara efnahagshrunsins. Henni var að sjálfsögðu boðin ráðgjafastaða hjá ríkisstjórn Íslands og Íslendingar flykktust í bókabúðir og keyptu bókina hennar ef marka má metsölulista Eymundsson. freyrgigja@frettabladid.is Svein Harald Oygard (øygard) nýr seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands fundur Arnór Sighvatsson aðstoð Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins Kristján Kristjánsson, Björn Richard, fjölmiðlamenn í forsætisráðuneytinu Trond Sandven/Bílasali/Norðmaður/klippa út Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Norðmenn hafa stolið senunni þá fimm mánuði sem liðnir eru frá íslenska efnahagshruninu. Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, þykir lítið til norsku innrásarinnar koma. „Ég held að þetta sé norskt samsæri sem minnir mjög á Gamla sáttmála, Stoltenberg er Hákon konungur og Ingibjörg Sólrún Gissur Þorvaldsson. Allt ber þetta að sama brunni, að renna Íslandi inn í ESB en Stoltenberg er mikill Evrópusinni,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins. Guðni hefur sjálfur hrundið norskri innrás þegar hann kom í veg fyrir sem landbúnaðarráðherra að norskar kýr fengju að leggjast uppá þær íslensku í kynbótaskyni. „Þetta er heil vegferð sem hefur verið plönuð síðan í haust og hún er þaulhugsuð atrenna inn í ESB fyrir báða aðila,“ bætir Guðni við. En hverjar skyldu vera þessar norsku stórstjörnur sem stolið hafa senunni þetta tæpa hálfa ár? Fyrstan ber að nefna Björn Richard Johansen, norska hernaðarráðgjafann sem vakti mikla athygli á fyrstu dögum hrunsins. Upphaflega var talið að hann væri hérna fyrst og fremst til að aðstoða Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í stríðinu við erlenda blaðamenn. Seinna kom uppúr kafinu að Johansen ráðlagði gömlu ríkisstjórninni að vinna eftir sérstakri aðgerðaráætlun hernaðarbandalagsins Nato þegar upp koma ámóta krísur og kerfishrun. Næsti Norðmaður kom eins og riddarinn á hvíta hestinum og var víða fagnað. Þetta var Trond Sandven, norski bílasalinn frá Bergen, sem keypti nokkra tugi bíla af lánlausum Íslendingum. Sandven lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu að lúxusbílaeign landsmanna væri fáránleg og margir tóku honum fegins hendi enda hafði fall krónunnar sett myntkörfulánin í fimmta gír. Ekki má gleyma tveimur norskum fréttamönnum sem slógu í gegn. Annars vegar var að það norski sjónvarpsmaðurinn sem gerði Má Másson, upplýsingafulltrúa Glitnis, kjaftstopp og hins vegar Brennepunkt-maðurinn Peter Svaar, hann flaug frá Osló til Flórída og þaðan til Reykjavíkur. Þátturinn vakti það mikla athygli að RÚV sýndi hann textaðan eitt kvöldið. Og þegar norskættaði forsætisráðherrann fór frá völdum í byrjun árs reiknuðu margir með að Norðmannafarsanum væri lokið. Öðru nær. Davíð Oddsson var settur af sem seðlabankastjóri þegar Samfylkingin og Vinstri græn samþykktu nýtt seðlabankafrumvarp. Svein Harald Öygard kom útúr fylgsni sínu á hóteli í miðbæ Reykjavíkur og gekk inní Seðlabankann. Fyrsti gesturinn þar var áðurnefndur Stoltenberg. Og loks þekktist hinn norski saksóknari með franska ríkisfangið, Eva Joly, boð Háskólans í Reykjavík og flutti hálfgert uppistand um fámenni í starfsmannahaldi hins sérlega saksóknara efnahagshrunsins. Henni var að sjálfsögðu boðin ráðgjafastaða hjá ríkisstjórn Íslands og Íslendingar flykktust í bókabúðir og keyptu bókina hennar ef marka má metsölulista Eymundsson. freyrgigja@frettabladid.is Svein Harald Oygard (øygard) nýr seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands fundur Arnór Sighvatsson aðstoð Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins Kristján Kristjánsson, Björn Richard, fjölmiðlamenn í forsætisráðuneytinu Trond Sandven/Bílasali/Norðmaður/klippa út
Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning