Damien Rice bætist á tónleikadagskrá sumarsins 18. apríl 2008 14:42 Damien Rice spilað á Náttúrutónleikunum svokölluðu hér á landi fyrir skömmu. „Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystri verður haldin helgina 25. - 27. júlí í sumar. Þetta verður í fjórða sinn sem hátíðin verður haldin en undanfarin ár hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir, Lay Low, Aldís og Jónas Sigurðsson," þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Bræðslan hefur vakið mikla lukku þau 3 ár sem hún hefur verið haldin og hafa um 1.000 manns sótt hana að jafnaði. Íbúafjöldi Borgarfjarðar Eystri telur um 140 manns og því hefur verið um töluverða margföldun að ræða þessa helgi í þorpinu. Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndum síldarskúr þar sem tónleikar hátíðarinnar fara fram í ansi skemmtilegri umgjörð. Það er Bræðslunni mikill heiður að uppljóstra um dagskrána í sumar því hún er ekki af verri endanum. Írska söngvaskáldið Damien Rice hefur boðað komu sína en Damien ætti að vera allnokkrum íslendingum að góðu kunnur enda komið hingað þrisvar til tónleikahalds. Tvisvar hefur Damien spilað fyrir troðfullu húsi á NASA og svo tók hann þátt í náttúrutónleikunum í Laugardalshöll á sínum tíma. Damien hefur gefið út tvær plötur á ferlinum sem selst hafa í miljónum eintaka og því um mikin hvalreka að ræða fyrir Bræðsluna. Damien hefur verið beðinn um að koma fram á þrennum tónleikum Leonard Cohen á Írlandi í sumar enda Damien mikill aðdáandi Cohen og öfugt. Emilíana Torrini ætlar að koma fram á Bræðslunni í sumar. Emilíana er að hluta til ábyrg fyrir því að Bræðslan fór af stað á sínum tíma því hún kom fram fyrsta árið sem hún var haldin og svo einnig árið eftir og þá dró hún Belle & Sebastian með sér. Emilíana tók sér frí í fyrra en mætir nú aftur í Bræðsluna galvösk. Emilíana er búin að helga tíma sínum undanfarið við upptökur á nýrri plötu sem væntanleg er á þessu ári. Magni kemur einnig fram í Bræðslunni í sumar. Magni er íslendingum að sjálfsögðu vel kunnur sem forsprakki Á móti sól og ekki síst fyrir þáttöku sína í Rockstar Supernova. Magni er ættaður úr Borgarfirði Eystri og hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar með Áskeli Heiðari bróður sínum frá byrjun. Magni mun að öllum líkindum koma fram einn síns liðs í Bræðslunni í sumar. Fyrirkomulag forsölu á Bræðsluna verður kynnt von bráðar en dagskráin og helgin er ljós þannig að fólk getur farið að taka helgina frá," segir í tilkynningunni. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystri verður haldin helgina 25. - 27. júlí í sumar. Þetta verður í fjórða sinn sem hátíðin verður haldin en undanfarin ár hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir, Lay Low, Aldís og Jónas Sigurðsson," þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Bræðslan hefur vakið mikla lukku þau 3 ár sem hún hefur verið haldin og hafa um 1.000 manns sótt hana að jafnaði. Íbúafjöldi Borgarfjarðar Eystri telur um 140 manns og því hefur verið um töluverða margföldun að ræða þessa helgi í þorpinu. Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndum síldarskúr þar sem tónleikar hátíðarinnar fara fram í ansi skemmtilegri umgjörð. Það er Bræðslunni mikill heiður að uppljóstra um dagskrána í sumar því hún er ekki af verri endanum. Írska söngvaskáldið Damien Rice hefur boðað komu sína en Damien ætti að vera allnokkrum íslendingum að góðu kunnur enda komið hingað þrisvar til tónleikahalds. Tvisvar hefur Damien spilað fyrir troðfullu húsi á NASA og svo tók hann þátt í náttúrutónleikunum í Laugardalshöll á sínum tíma. Damien hefur gefið út tvær plötur á ferlinum sem selst hafa í miljónum eintaka og því um mikin hvalreka að ræða fyrir Bræðsluna. Damien hefur verið beðinn um að koma fram á þrennum tónleikum Leonard Cohen á Írlandi í sumar enda Damien mikill aðdáandi Cohen og öfugt. Emilíana Torrini ætlar að koma fram á Bræðslunni í sumar. Emilíana er að hluta til ábyrg fyrir því að Bræðslan fór af stað á sínum tíma því hún kom fram fyrsta árið sem hún var haldin og svo einnig árið eftir og þá dró hún Belle & Sebastian með sér. Emilíana tók sér frí í fyrra en mætir nú aftur í Bræðsluna galvösk. Emilíana er búin að helga tíma sínum undanfarið við upptökur á nýrri plötu sem væntanleg er á þessu ári. Magni kemur einnig fram í Bræðslunni í sumar. Magni er íslendingum að sjálfsögðu vel kunnur sem forsprakki Á móti sól og ekki síst fyrir þáttöku sína í Rockstar Supernova. Magni er ættaður úr Borgarfirði Eystri og hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar með Áskeli Heiðari bróður sínum frá byrjun. Magni mun að öllum líkindum koma fram einn síns liðs í Bræðslunni í sumar. Fyrirkomulag forsölu á Bræðsluna verður kynnt von bráðar en dagskráin og helgin er ljós þannig að fólk getur farið að taka helgina frá," segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira