Lífið

55 þúsund manns kusu í Bandinu hans Bubba

Eyþór Ingi bar sigur úr býtum í baráttunni gegn Arnari Má Friðrikssyni.
Eyþór Ingi bar sigur úr býtum í baráttunni gegn Arnari Má Friðrikssyni. MYND/ARNÞÓR

Alls kusu um 55 þúsund manns í símakosningu í úrslitaþættinum á Bandinu hans Bubba í gærkvöld að sögn Pálma Guðmundssonar, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2.

Pálmi sagði í samtali við Vísi að menn þar á bæ væru afar sáttir við þann fjölda sem hefði hringt inn. "Þetta er mjög gott," segir Pálmi.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson, 18 ára Dalvíkingur, fór með sigur af hólmi og hlaut að launum þrjár milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.