Lífið

Símkerfi 365 rauðglóandi vegna Blaðberans

Töskunum var dreift niður í bæ í gær.
Töskunum var dreift niður í bæ í gær.

Viðtökur við endurvinnsluátaki Fréttablaðsins sem hófst í gær hafa verið framan vonum. Í gær hófst dreifing á Blaðaberanum sem er sérstaklega hönnuð taska sem auðveldar söfnun dagblaða og er hentug til að grípa með sér að næsta endurvinnslugámi.

Símkerfi 365 miðla hefur verið rauðglóandi síðan dreifing á Blaðberanum hófst og berast símtöl alls staðar af landinu frá fólki sem vill verða sér útum töskuna góðu.

Ritstjórar og annað starfsfólk Fréttablaðsins er ákaflega þakklátt fyrir þessu góðu viðbrögð og stolt af því hversu hrifinn almenningur virðist vera af töskunni. Þetta sýnir enn og aftur hversu gefandi það getur verið að axla samfélagslega ábyrgð eins og Fréttablaðið gerir nú með því að stuðla að frekari endurvinnslu.

Mjög margir hafa hringt af landsbyggðinni og spurt hvar þeir geti nálgast töskurnar. Nú þegar hefur verið brugðist við og er unnið að því að koma af stað dreifingu á töskunum á Akureyri um aðra helgi, en staðsetningin verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Dreifing á vegum 365 verður í Kringlunni, Smáralind, Bónus Fiskislóð, Bónus Holtagörðum og Hagkaup Eiðistorgi frá klukkan 16:30 -19:00 í dag föstudag og frá klukkan 11-18 á morgun laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.