Lífið

Hjónaband Amy í molum

Hjónin meðan allt lék í lyndi.
Hjónin meðan allt lék í lyndi.

Hjónaband Amy Winehouse og Blake Fielder-Civils hangir á bláþræði eftir að hún hefur ítrekað sleppt heimsóknum til hans í fangelsið. Samkvæmt heimildum Sun tók steininn úr þegar poppdrottningin mætti ekki í heimsókn á 26 ára afmælisdag eiginmannsins.

Blaðið hefur eftir vinum hennar að hún lifi og líti á sig sem einhleypa, en kunni ekki við að skilja við manninn svona rétt meðan hann situr í fangelsi. Hún geri hinsvegar hvað sem er til að koma sér hjá því að heimsækja hann, og sé farin að hitta aðra menn. Blake er sagður vera með böggum hildar vegna málsins, og hafa tekið upp á því að skera sig til að lina sálarþjáningarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.