Lífið

Engin líkamsáras, bíllinn heill, en hljóðkerfið ekki

Dalton eru með óheppnari mönnum.
Dalton eru með óheppnari mönnum.
Öllum að óvörum lifðu allir meðlimir Dalton, óheppnustu hljómsveitar landsins, af eins árs afmælistónleika sveitarinnar á Players á föstudaginn. „Við komumst uppeftir, og bíllinn bilaði ekki," segir Böðvar Rafn Reynisson söngvari sveitarinnar, en bætir við að gamanið hafi kárnað þegar á staðinn var komið. „Í fyrsta laginu sló öllu hljóðkerfinu út," segir Böðvar. Korter tók að finna út hvað hefði klikkað, en það reyndist vera bilað fjöltengi. Því var kippt í lag, en þá datt mónitorkerfið líka út.

Á því ári sem hljómsveitin hefur starfað hefur ekki liðið heil helgi án stórslysa. Sveitin hefur skipt ellefu sinnum um bíl og græjur eyðilagst í gríð og erg. Botninum var svo náð um páskana, þegar söngvarinn var skorinn á háls og kviknaði í Gyltunni, hljómsveitarrútu Dalton.

„Við erum hættir að skipta um bíla. Gyltan verður endurbyggð eins oft og þörf krefur," segir Böðvar og spáir því að búið verði að endurnýja hverja einustu skrúfu í bílnum innan árs.

Spurður hvort ekki sé orðið dýrt fyrir sveitina að tryggja sig segir Böðvar að þeir hafi hingað til borið kostnaðinn af óförunum sjálfir. Við höfum eiginlega aldrei lent í neinu sem tryggingarnar hafa bætt. Tryggingarfélögin eru því nokkuð safe, en það er áskorunarefni fyrir bílaumboðin að bjóða upp á nógu sterkan bíl fyrir hljómsveitina." segir Böðvar. „Ef Caterpillar, eða NASA, gætu framleitt bíl og hljóðkerfi fyrir okkur værum við í góðum málum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.