Lífið

Busey borgar ekki leigu

Gary Busey
Gary Busey

Svo gæti farið að leikarinn Gary Busey yrði fljótt heimilislaus. Samkvæmt slúðurkónginum í Hollywood, Perez Hilton, borgar leikarinn ekki leigu og hefur verið hent útaf heimili sínu í Malibu í Kaliforníu.

Sagan segir að hann skuldi einungis um 50.000 dollara í leigu en hann neitar að greiða það þar sem skítugt loftræstikerfi íbúðarinna er að ganga fram af honum.

Útburðartilkynning var hengd utan á hurðina hans í gær og nú er hann sagður ætla að fara með þessa baráttu sínu við leigusalan í fjölmiðla. Hann mun víst birtast með sögu sína í þættinum Access Hollywood fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.