Lífið

Foxy sleppt úr fangelsi

Rappdívunni Foxy Brown var sleppt úr fangelsi í gær eftir að hafa afplánað átta mánuði af eins árs dómi sínum fyrir að ráðast á tvo naglasnyrta vegna óánægju með þjónustu þeirra.

Hún hlaut árið 2006 þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir ódæðið. Hún hélt ekki skilorð, og ári síðar sendi dómari hana í fangelsi í eitt ár.

Brown gekk ekki betur að hemja skapið þar, og í október síðastliðnum var hún send í rúmlega tveggja mánaða einangrum fyrir að slást við annað fanga og neita að fara í lyfjapróf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.