Lífið

Clinton stolt af því vera skyld Angelinu

Forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton er í skýjunum yfir þeim fregnum að hún sé mögulega fjarskyldur ættingi Angelinu Jolie og Madonnu, eins og ættfræðingar vestanhafs reiknuðu út á dögunum.

„Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er satt, en þær eru báðar sterkar og sjálfstæðar konur," sagði Hillary í viðtali við Access Hollywood um helgina. Hún sagði að þær styddu báðar duglega við bakið á góðgerðarsamtökum og berðust fyrir mannúðarmálum. „Það væri heiður að vera skyld þeim," bætti hún við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.