Fleiri fréttir

Deila forræði yfir sonum sínum

Britney Spears og Kevin Federline hafa komist að samkomulagi um að deila forræði yfir sonum sínum, Jayden James og Sean Preston, út janúarmánuð. Britney hefur fallist á að leyfa Kevin að eyða tíma með sonunum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Ekkert dekrað við börn Donalds Trump

Börn milljarðamæringsins Donalds Trump, þau Donald Trump yngri og Ivanka, vörðu föður sinn í deilu hans við sjónvarpskonuna Rosie O'Donnel, í spjallþætti á dögunum. O'Donnel réðst harkalega á föður þeirra, í þætti sínum, fyrir að reka ekki fegurðardísina Töru Conner, eftir að upp komst um óhóflegt líferni hennar.

Býr til klakastyttur í bílskúrnum

Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“

Bridget verður frú Potter

Reneé Zellweger leikur breska konu í kvikmyndinni Miss Potter sem er væntanleg í bíó. Zellweger lék einnig breska konu í Bridget Jones"s Diary og virðist vera orðin sérfræðingur í þess háttar hlutverkum.

Dóttir Bacharahcs svipti sig lífi

Dóttir tónlistarmannsins Burts Bacharach og leikkonunnar Angie Dickinson, svipti sig lífi í síðustu viku. Nikki Bacharach var fjörutíu ára gömul.

Barist fyrir framtíð TÞM

Næstkomandi laugardag verða haldnir baráttutónleikar fyrir framtíð Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er með starfsemi að Hólmaslóð 2 í Reykjavík.

Alnæmispróf í boði

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur boðið nemendum nýja stúlknaskólans síns í Suður- Afríku að gangast undir ókeypis alnæmispróf og í meðferð í framhaldinu ef þess þarf.

Stranger than Fiction - fjórar stjörnur

Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans.

Í mál við Móses

Nágrannar leikarans Charltons Heston hafa höfðað mál á hendur honum vegna aurskriðu sem rann niður hæðina frá húsi hans í miklum rigningum fyrir tveim árum. Nágrannarnir segja að skriðan hafi skemmt eign þeirra og rýrt endursöluverð hennar. Þeir vilja fá áttatíu milljónir króna í bætur.

Umhyggjusöm eiginkona

Eiginkona bandarísks lögreglumanns hefur viðurkennt að hafa blandað hassi út í kjötbollur sem hún gaf honum að borða, í þeirri von að hann félli á lyfjaprófi, og yrði rekinn úr starfi.

Þreyttur á uppsagnarbréfum

„Þetta er alveg óþolandi. Ég er búinn að fá nóg af þessum uppsagnarbréfum. Ég get svo svarið það. Þriðja skiptið á einu ári,” segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður en hann hefur verið annar umsjónarmaður Capone útvarpsþáttarins á X-Fm sem vakið hefur nokkra athygli á undanförnum árum og mánuðum.

Ætar að láta mála sig nakta

Britney Spears er nú óðum að komast í fyrra form eftir að hafa alið tvö börn. Hún er orðin svo hreykin af vexti sínum að hún hefur í hyggju að gera nakinn líkama sinn ódauðlegan í málverki.

Vill fréttir af syninum

Yoyhane Bonda, faðir malavíska drengsins sem Madonna ættleiddi á dögunum, vill fá að spyrja söngkonuna hvernig syni hans reiðir af en veit ekki hvernig hann getur haft samband við hana. „Ég er ekki með símanúmerið hennar eða heimilisfang.

Varði vekur athygli

Tónlistarmaðurinn Hallvarður Ásgeirsson, eða Varði eins og hann er kallaður, hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Lífsblómið. Á plötunni blandar Varði saman sígildri tónlist og svokölluðu „doom metali“ eða myrkrametali.

Urban aftur í meðferð

Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er farinn aftur í meðferð eftir að hafa verið með fjölskyldunni í Ástralíu yfir jólin. Urban skráði sig í áfengismeðferð hjá Betty Ford-stofnuninni í Kaliforníu í október í fyrra en fékk að verja jólunum með fjölskyldunni en til Sydney hafði hann ekki komið síðan hann og Kidman gengu í það heilaga þar á síðasta ári.

Tilfinningarík tónlist

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun. Yfirskrift tónleikanna er „Ljúflingslög“ en að sögn Antoníu verður leitast við að hafa andrúmsloftið rólegt og afslappandi og munu þau flytja íslensk sönglög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar tónskálds ásamt lögum eftir Vivaldi og Mozart.

Hringvegurinn er hið endanlega vegaferðalag

Íslenski hringvegurinn er hið endanlega vegaferðalag að mati Mark Sundeen greinarhöfundar hjá The New York Times. Grein hans var níunda mest senda ferðagreinin með tölvupósti frá heimasíðu blaðsins fyrir árið 2006.

Söngleikurinn Um miðja nótt

Á gamlárskvöld var frumsýndur nýr danskur söngleikur, Midt om natten. Midt om natten var hljómplata sem kom út þann 24. nóvember 1983 og er mest selda plata í sögu Danmerkur. Talið er að hún finnist enn á meira en tíunda hverju heimili í Danmörku.

Spears að brotna saman

Britney Spears var sögð hafa fallið í yfirlið á nýárssamkomu sökum of mikillar drykkju en hún var borin út af skemmtistað í Las Vegas að sögn sjónarvotta.

Snow Patrol söluhæst

Hljómsveitin Snow Patrol átti mest seldu plötu síðasta árs í Bretlandi. Platan, sem nefnist Eyes Open og er fjórða plata sveitarinnar, seldist í 1,2 milljónum eintaka.

Gavin Portland heldur útgáfutónleika

Á morgun, fimmtudaginn 4. janúar, heldur rokksveitin Gavin Portland útgáfutónleika sína á Grand Rokk. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Queen besta breska hljómsveitin

Ofurhljómsveitin Queen er besta breska hljómsveitin að mati hlustenda BBC Radio 2. Alls bárust tuttugu þúsund atkvæði og skutu Freddie Mercury og félagar hljómsveitum á borð við Rolling Stones, Bítlana, Take That og Oasis ref fyrir rass. Hlustendur voru beðnir um að gefa hljómsveitum einkunn fyrir mikilvæga þætti og nægir þar að nefna texta- og lagasmíðar, framkomu á tónleikum og útgeislun.

Petty ekki á leiðinni að hætta

Hinn virti rokkari Tom Petty ætlar alls ekki að setjast í helgan stein, þrátt fyrir að fréttir þess efnis hafi víða birst á síðasta ári. Tímaritið Rolling Stone fullyrti til að mynda í júlí að Petty ætlaði að gefa rokkið upp á bátinn, en hann þvertekur fyrir það.

Óperan blómstrar á Dokkeyju

Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið.

Opnar skóla

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur opnað stúlknaskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Winfrey gaf fyrrum forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, loforð fyrir sex árum um að opna skóla og nú er hann orðinn að veruleika.

Logi leitar að nýjum Meistaraefnum

„Það er kominn fiðringur,” segir Logi Bergmann Eiðsson, stjórnandi spurningaþáttarins Meistarinn, en þátturinn fer í loftið í lok janúar. Á laugardaginn geta Íslendingar þreytt inntökuprófið fyrir þáttinn á fjórum stöðum á landinu; í Reykjavík og á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum.

Kylie ákaft fagnað

Hin smávaxna ástralska söngkona Kylie Minogue gat ekki hafið söng fyrir fagnaðarlátum áhorfenda sem ætlaði aldrei að linna þegar hún söng nýja árið í garð á Wembley Arena. Alls mættu tólf þúsund aðdáendur söngkonunnar og stóð Kylie klökk á sviðinu þegar þeir tóku á móti henni með þessum hætti.

Kate og Pete sögð hafa gift sig á Taílandi

Samkvæmt fréttum bresku slúðurpressunnar eru ofurfyrirsætan Kate Moss og Pete Doherty nú gift en talið er að þau hafi látið pússa sig saman á eyjunni Phuket sem tilheyrir Taílandi á gamlárskvöld. Bresku blöðin hafa lengi fylgst með þessum ólíkindatólum og samlífi þeirra, enda er Doherty nú á skilorði fyrir ólöglega vörslu fíkniefna en Moss nýkomin úr meðferð frá Bandaríkjunum.

Jón fékk pening

Árleg úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins var á gamlársdag og fékk Jón Kalman Stefánsson hana að þessu sinni. Jón hlaut sem kunnugt er íslensku bókmenntaverðlaunin fyrr á árinu enda er hann margra verðlauna maklegur: Jón hóf feril sinn sem ljóðskáld en hefur um langt árabil stundað sagnabúskap og sent frá sér fjölda eftirminnilegra sagna.

Ísland skotspónn rússneskra grínara?

„Rússneskir auðjöfrar hafa fengið Mariu Carey, Justin Timberlake og Whitney Houston til að skemmta sér um borð í flugvélinni Flying Titanic. Um 125 manns munu borða og skemmta sér á glæsilegum veitingastað inni í flugvélinni en förinni mun vera heitið til Íslands þar sem þeirra bíður íshöll.

Fékk rúman milljarð fyrir giggið

Breski söngvarinn George Michael fékk einn komma einn milljarð króna fyrir að fljúga til Rússlands um áramótin og syngja í nýársfagnaði ónefnds rússnesks milljarðamærings. Send var einkaþota eftir söngvaranum sem flutti hann á búgarð Rússans, ásamt tuttugu manna hljómsveit.

Hatturinn passar ennþá

Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári.

Fannst látin í bíl

Kona sem braust inn á heimili bítilsins George Harrison á Hawaii árið 1999, fannst látin í blóði drifnum bíl í Kaliforníu, rétt fyrir jólin. Innbrotið var einni viku áður en ráðist var á Harrison á heimili hans í Lundúnum, og hann stunginn í brjóstið.

Oprah opnar stúlknaskóla í Afríku

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey opnaði í gær stúlknaskóla í Suður-Afríku og uppfyllti þarmeð loforð sem hún gaf Nelson Mandela fyrir sex árum. Fjölmargar Hollywood stjörnur voru viðstaddar opnunina, ásamt Mandela og eiginkonu hans.

Fólk syngur með í hjartanu

Frumraun Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu með Sinfóníuhljómsveit Íslands var á Vínartónleikum þeirra fyrir tólf árum. Hún endurtekur nú leikinn og stígur á svið á fernum tónleikum því ekki má minna vera - svo vinsæll er þessi menningarviðburður.

Cleese ódýrari en Orkuveituauglýsingin

Auglýsing Kaupþings með breska stórleikaranum John Cleese vakti mikla athygli á gamlárskvöld enda frumsýnd á eftirsóttasta tímanum í íslensku sjónvarpi, var síðasta auglýsingin fyrir Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins.

Bað fatafellur afsökunar

Ungstirnið Lindsay Lohan hefur beðið allar fatafellur heimsins afsökunar eftir að upp komst að hún kallaði þær hórur í tölvupósti sem lak til fjölmiðla. Bréfið skrifaði Lohan í desember eftir að hafa sótt námskeið í súludansi í þeim tilgangi að æfa sig fyrir hlutverk nektardansmeyjar.

Á að mæta í réttarsal

Söngvarinn George Michael á að mæta fyrir dómara hinn 11. janúar fyrir umferðarlagabrot. Söngvarinn var handtekinn í október eftir að hann leið ofurölvi út af í bifreið sinni og hindraði umferð á gatnamótum í London. Honum var sleppt úr haldi gegn tryggingu. Lögreglan hafði áður veitt söngvaranum viðvörun fyrir að hafa kannabisefni í fórum sínum fyrir tæpu ári. Í apríl síðastliðnum ók hann á þrjá kyrrstæða bíla á bílastæði.

Óttaðist að meiða Judi

Cate Blanchett óttaðist að hún myndi vinna Judi Dench mein í slagsmálaatriði í myndinni Notes on a Scandal. Í atriðinu skellir Blanchett hinni 72 ára gömlu Dench upp við vegg.

Vill meira kúldur, knús, partí og pjús á Alþingi

„Pjúsari nýtur unaðssemda hins tænivædda heims,“ segir Lára Stefánsdóttir kennari, sem skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor og er jafnframt æviráðinn forseti íðilstjórnar Pjúsarafélags Íslands.

Vill bíl í afmælisgjöf

„Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“

Vandmál með Wii

Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg.

Skilnaðurinn frágenginn

Jessica Simpson og fyrrverandi eiginmaður hennar Nick Lachey hafa loksins gengið frá skiptingu eigna sinna. Þar með er skilnaður þeirra loks frágenginn. Simpson, sem er 26 ára, og Lachey, 33 ára, gengu í hjónaband árið 2002 og komu fram í MTV-raunveruleikaþættinum Newlyweds sem sýndur hefur verið hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir