Vandmál með Wii 2. janúar 2007 15:00 Nintendo wii reynist sumum eigendum dýrkeypt. Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira