Fleiri fréttir

Klæðist gúmmíi í rúminu

Það er ekki óvenjulegt að leikarar í Hollywood fái að halda einhverjum leikmunum eða búningum eftir þegar á tökum á myndum er lokið.

Hótar vinkonu lífláti

Breska söngkonan Kerry Katona, fyrrverandi eiginkona Westlife-söngvarans Brians McFadden, hefur hótað áður bestu vinkonu sinni Michelle Hunter lífláti. Hunter hefur ekki verið vinsæl hjá Katona eftir að hún sagði frá eiturlyfjanotkun söngkonunnar.

Harry prins hættir að reykja

Stórrreykingamaðurinn Harry Bretaprins hefur ákveðið að hætta að reykja nú um áramótin. Harry, sem er 22 ára, er þekktur fyrir að reykja um það bil pakka af sígarettum á hverju kvöldi. Þessi ákvörðun hans er talin munu gleðja Karl föður hans mikið, en Karl hefur ætíð verið mikið á móti reykingum sonar síns.

Hlotnast heiður

Njörður P. Njarðvík prófessor hlaut á dögunum menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins. Sjóður þessi var stofnaður árið 1995 í kjölfar gjafar sænsku ríkisstjórnarinnar til Íslendinga á fimmtíu ára lýðveldisári.

Gera stuttmynd um miðaldra mann sem fær sér kúrekastígvél

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, nemi í kvikmyndaleikstjórn og handritsgerð við Columbia University í New York, er að vinna að spennandi verkefni um þessar mundir. Nú í janúar hefjast tökur á stuttmynd í leikstjórn Hafsteins en höfundur handrits er Huldar Breiðfjörð sem einnig er við kvikmyndanám í New York.

Fæddist 20 mínútur yfir tólf

Jóhanna Þorbjargardóttir var fyrsta barn ársins 1977 og átti því þrítugsafmæli laust eftir miðnætti í gær.

Fræg og full við stýrið í Hollywood

Nokkrum dögum fyrir jól var kvikmyndaleikstjórinn Gus Van Sant handtekinn fyrir ölvunarakstur. Gus bætist í stóran hóp frægðarmenna sem tekin hafa verið fyrir ölvunarakstur. Fréttablaðið rifjaði upp sögur af frægum stútum við stýrið.

Átthagafræði samkvæmt bók KK

Önnur sýning Söguloftsins í Landnámssetrinu í Borgarnesi leit dagsins ljós á föstudag. Önnur sýning var á laugardagskvöld: Einar Kárason og KK flytja þar Menn eru svona sem byggir að miklu leyti á minningum KK sem Einar skráði eftir honum sjálfum og fleirum og gaf út á bók 2002 og svo söngvum KK, bæði frumsömdum og sóttum í sjóði söngvaskáldsins. Þetta er dagskrá sem teygir sig í tvo klukkutíma, þægileg áheyrnar og skemmtileg kvöldstund sem líður hratt.

Talaði loks um skilnaðinn

Í nýlegu viðtali við Parade Magazine talaði Ethan Hawke loks um skilnaðinn frá Umu Thurman. Hawke og Thurman skildu fyrir tæpum tveimur árum, en hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig um ástæður þess.

Finnst gaman að striplast

Leikkonan Kate Beckinsale segist hreinlega elska að sýna líkama sinn. Nýlega var hún með annað brjóstið úti í viðtali við japanskan blaðamann og nú viðurkennir hún fúslega að það hafi ekki verið í fyrsta skiptið. „Ég held reyndar að ég hafi skelft þennan blaðamann full mikið,“ segir Beckinsale og hlær að uppátækjunum í sjálfri sér.

Bægir frá sér biðlum

Jennifer Aniston fær gylliboð á eftir gylliboði þessa dagana. Þau berast þó ekki úr herbúðum kvikmyndaframleiðenda, heldur frá piparsveinum sem vilja ólmir bjóða leikkonunni á stefnumót.

Betra ár í ástamálunum

Renée Zellweger hefur strengt það nýársheit að hafa betri stjórn á ástarlífinu þetta árið. Zellweger var á lausu allt síðasta ár eftir hörmulegt ár þar á undan. Þá giftist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney en það hjónaband entist einungis í fjóra mánuði. Nú ætlar leikkonan að taka sig á. „Einkalífið verður í betri skorðum í ár. Svo ætla ég að elda mikið og hugsa vel um köttinn minn.“

Slátur í Fríkirkjunni

Miðvikudaginn 3. janúar mun tónsmíðafélagið S.L.Á.T.U.R. halda lúðratónleika í Fríkirkjunni klukkan 20. Saman er kominn hópur frumkvöðla í ný-sensjúalískum tónsmíðum.

Hallgrímskirkja reffilegt reðurtákn

Vefútgáfa menningartímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um bygginar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögðunum.

Vill senda Nicole í steininn

Lionel Richie er orðinn þreyttur á hegðun dóttur sinnar, smávöxnu stjörnunnar Nicole Richie. Lionel hefur stutt rækilega við bakið á ættleiddri dóttur sinni en jafnframt haft þungar áhyggjur af henni.

Jóhann í 6. sæti árslista

Plata tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User’s Manual, er í 6. sæti á lista heimasíðunnar Almost Cool yfir bestu plötur ársins 2006. Í dómi um plötuna á síðunni segir að tónlist Jóhanns sé „gullfalleg nýklassík og enn eitt stórkostlegt afrek þessa unga tónskálds.“

Svanasöngur Gauksins

Jet Black Joe tróð upp við góðar undirtektir á Gauki á stöng fyrir viku síðan. Það féll þar með í skaut Páls Rósinkrans að syngja svanasöng þessa rómaða skemmtistaðar, því föstudagskvöldið var síðasta kvöld Gauksins eins og gestir þekkja hann.

Tyson handtekinn fullur og með kókaín

Hnefaleikakappinn Mike Tyson var handtekinn á föstudaginn, fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Tyson var að yfirgefa næturklúbb í Scottsdale, Arizona og fóru lögreglumenn að elta hann þegar hann var næstum því búinn að keyra utan í lögreglubifreið.

Frábærir tónleikar

Landslið tónlistarmanna kom fram á tónleikunum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna sem fram fóru í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þetta var í áttunda skiptið sem tónleikarnir eru haldnir og söfnuðust heilar 2,4 milljónir króna.

The Sweet Escape - ein stjarna

Ég er kannski full kröfuharður, en þegar kemur að poppplötum eru viss lykilatriði sem plata þarf að uppfylla til þess að ég geti mælt með henni. Framar öllu þarf hún að innihalda grípandi lög. Útsetningar þurfa að vera upplífgandi og helst leita inn á ókunnugar slóðir.

Saknar stelpnanna

Beyoncé Knowles saknar vinkvenna sinna úr hljómsveitinni Destiny‘s Child. Hljómsveitin hætti í fyrra og síðan hefur Beyoncé gert tónlist upp á eigin spítur. „Ég elskaði þetta systrabandalag,“ segir Beyoncé sem segist hafa orðið þunglynd þegar bandið hætti. „Ég borðaði ekki og fór ekkert út. Þetta var hræðilegt.“

Stríðið stendur enn yfir

Óveðrinu virðist ekki vera að slota hjá Heather Mills og Paul McCartney þrátt fyrir að þau séu sögð hafa náð samkomulagi.

Finnst Paris vera ömurleg

Breska söngkonan Lily Allen hefur ekki mikið álit á Paris Hilton. Í nýlegu viðtali segir Lily að hún skilji ekki hvernig fólk geti keypt plötuna hennar og að það eigi að drepa hvern þann sem fjárfesti í eintaki. „Fyrir fimm árum síðan var kannski í lagi að gefa þetta út, en þá var ekki hægt að nálgast almennilega tónlist á netinu.

Þarf að minna eigendurna á eign sína

Glöggir sjónvarpsáhorfendur ráku margir hverjir upp stór augu þegar ný auglýsing frá Rás 1 rann yfir skjái landsmanna á fimmtudagskvöldinu. Hingað til hefur ekki mikið verið lagt í að auglýsa útvarpstðð allra landsmanna og má því segja að með þessari auglýsingu hafi kveðið við nýjan tón upp í Efstaleyti.

Peter, Bjorn og John á Nasa í lok janúar

Sænska tríóið Peter, Bjorn og John kemur til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum Nasa laugardagskvöldið 27. janúar. Plata hljómsveitarinnar Writer‘s Block hefur vakið mikla athygli undanfarið og lagið Young Folks náð á vinsældarlista víða um Evrópu. Tímaritið NME valdi lagið næstbesta lag ársins 2006.

Fékk bónorð aftur

Parið Tori Spelling og Dean McDermott tekur kærleiksboðskap jólahátíðarinnar greinilega til sín. Mcdermott bað Spelling að giftast sér á jóladag í fyrra, og endurtók svo leikinn ári síðar.

Paris og Britney ekki lengur vinkonur

Slitnað hefur upp úr skyndivinskap þeirra Britney Spears og Paris Hilton. Fréttir herma að Britney hafi sagt Paris að hún gæti ekki lengur sést með hótelprinsessunni, orðspors síns vegna. Britney hafi ákveðið að vinskapurinn væri hreinlega ekki þess virði eftir þá slæmu útreið sem hún hefur hlotið í fjölmiðlum síðan hún fór að verja öllum sínum stundum í félagsskap fröken Hilton.

Eldsvoði á hóteli Gyllenhaal-systkina

Gyllenhaal-systkinin vinsælu, Jake og Maggie, komust í hann krappann í vikunni þegar þau lentu í eldsvoða á hóteli sem þau dvöldust á í Kaliforníu. Hótelið, Manka’s Inverness Lodge, stendur við San Franciscoflóa og nýtur töluverðra vinsælda hjá fræga fólkinu sem flykkist þangað til að slaka á.

Julia Roberts aftur ólétt

Julia Roberts er ólétt á ný, ef marka má New York Post. Óléttan kemur nokkuð á óvart, þar sem Roberts og eiginmaður hennar, Danny Moder, áttu í töluverðum erfiðleikum með barneignir áður en að tvíburarnir Phinnaeus og Hazel komu í heiminn fyrir tveimur árum. Roberts var þá rúmföst í nokkra mánuði eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús á meðgöngunni.

Craig sigurvegari ársins

Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum.

Árituð plata seld

Áritað umslag Bítlaplötunnar Meet The Beatles seldist á dögunum á uppboði fyrir 60.000 pund, eða tæplega 8,4 milljónir íslenskra króna. Umslagið var áritað af öllum fjórum Bítlunum og hafði verið gefið Louise, systur gítarleikarans George Harrison.

Sólsetur á gamlársdag

Síðasta dag ársins efnir Listvinafélag Hallgrímskirkju að venju til tónleika skömmu eftir sólarlag þar sem árið er kvatt með söng og lúðrahljómi af Trompeteria-hópnum, Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni trompetleikurum ásamt Herði Áskelssyni orgelleikara, en áralöng hefð er fyrir þessum áramótatónleikum fyrir fullu húsi.

Sagan af Ágirnd frá 1952

Í dag kl. 14.40 verður Viðar Eggertsson leikstjóri með fléttuþátt á Gufunni um stuttmyndina Ágirnd frá 1952 og höfunda hennar, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og Svölu Hannesdóttur leikkonu.

Rás 2 á Café Victor

Rás 2 sendir út áramótaþáttinn Á síðustu stundu frá Café Victor milli 13 og 16 á gamlársdag. Þau Ásgeir Eyþórsson, Þórhildur Ólafsdóttir og Ævar Örn Jósepsson munu fara yfir mál líðandi árs, rifja upp menningar- og listviðburði og íþróttaafrek Íslendinga.

Mílanó bannar mjónur

Nú hefur ein stærsta tískuborgin í heiminum, Mílanó, slegist í hópinn í baráttunni gegn átröskun og útlitsdýrkun. Stjórnendur tískuvikunnar Camera Nazionale Della Moda Italiana, hafa ákveðið að banna öllum fyrirsætum sem eru undir kjörþyngd á hinum svokallaða BMI-skala að taka þátt í sýningunum og tískuvikunni í heild sinni.

Leitin að Maríu og öðrum stjörnum

Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh.

Klæðir sig kvenlega

Söngkonan sívinsæla Beyonce Knowles er vel þekkt í tónlistarheiminum sem og tískuheiminum enda keppast allir hönnuðir um að fá hana til að ganga í fötum úr tískuhúsum þeirra. Beyonce er þekkt fyrir kvenlegan vöxt sinn en sá vöxtur er annar en þekkist á tískupöllunum þar sem fatnaðurinn hangir á fyrirsætunum.

Heimir Jónasson hættur á Stöð 2

„Nei, þetta er nú ekki eitthvað sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Heimir Jónasson aðspurður hvort uppsögn hans sem forstöðumaður Stöðvar 2 hefði átt sér langan aðdraganda. Heimir lætur af störfum hjá fyrirtækinu nú um áramótin. Tilkynnt hefur verið að Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, taki við starfinu en hann verður titlaður sjónvarpstjóri Stöðvar 2.

Fólkið sem gerði 2006 ógleymanlegt

Árið 2006 var um margt eftirminnilegt. Örfá atvik og gjörðir landans standa þó upp úr. Fréttablaðið tók saman lista yfir fólkið sem gerði árið ógleymanlegt.

Eins árs aðdáandi

Rapparinn Snoop Dogg á aðdáendur um allan heim, en nú getur hann stært sig af því að eiga eflaust yngsta aðdáanda í heimi. Snoop var staddur á bensínstöð um daginn, þegar ung móðir gaf sig á tal við hann og sagði honum að sonur sinn væri hans helsti aðdáandi.

Sæll að vera skrýtinn

Leikarinn Johnny Depp er hæstánægður með að vera álitinn skrýtinn. Leikarinn hefur tekið að sér hlutverk nokkurra sérvitringa á undanförnum árum, og meðal annars farið á kostum sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean og Willy Wonka í Kalla og sælgætisgerðinni.

Vesturportsprinsessa fædd

Vesturportsparinu Gísla Erni Garðarssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur fæddist lítil stelpa á fimmtudaginn, en hún er fyrsta barn þeirra hjóna. Prinsessan hefur hlotið nafnið Rakel María, og heitir þar með í höfuðið á föðursystur sinni, Rakel Garðarsdóttur sem er framkvæmdastjóri Vesturports.

Trilljón dala kærumál

RIAA, samtök tónlistariðnaðarins í Bandaríkjunum, hafa kært rússneska niðurhalssíðu, www.AllOfMp3.com, og krefjast einnar trilljónar bandaríkjadala, eða liðlega 71 þúsund milljarða íslenskra króna.

Köld slóð - Tvær stjörnur

Í Kaldri slóð segir frá blaðamanninum Baldri sem vinnur á hinu refjalausa Síðdegisblaði. Þegar fréttir berast af dauða öryggisvarðar í virkjun úti á landi trúir móðir Baldurs honum fyrir því að hinn látni er faðir hans. Þrátt fyrir sviplegan dauðdaga öryggisvarðarins sér lögreglan ekki ástæðu til að aðhafast frekar og Baldur ákveður því að rannsaka málið upp á eigin spýtur og ræður sig í vinnu í virkjuninni.

Sjá næstu 50 fréttir