Fleiri fréttir

Bylgjan með rauða nefið...

Föstudagurinn 1. desember er Dagur rauða nefsins. Þá mun UNICEF efna til landssöfnunar til handa börnum sem eiga um sárt að binda í Afríku. Útvarpsstöðin Bylgjan mun einnig leggja sitt af mörkum. Föstudagurinn á Bylgjunni verður helgaður Degi rauða nefsins í einu og öllu.

Barokk í Neskirkju

Rinascente hópurinn heldur tónleika annað kvöld á vegum tónlistarhátíðarinnar „Tónað inn í aðventu.“ Hópinn skipa þau Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón og Steingrímur Þórhallsson organisti og listrænn stjórnandi hópsins.

Enn leitað að jólunum

Leikritið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egilssonar naut mikilla vinsælda á fjölum Þjóðleikhússins í fyrra en verkið hefur nú verið tekið til sýninga á ný. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins í fyrra.

Heimildamynd um Slavoj Zizek

Í kvöld verður tekin til sýninga í ReykjavíkurAkademíunni heimildamyndin ZIZEK! En hún fjallar um heimspekinginn Slavoj Zizek sem er af mörgum talinn eins konar poppstjarna í heimi pólitískrar sálgreiningar.

Bókarbrot í Borgarleikhúsi

Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson og Sigurjón Magnússon munu lesa úr verkum sínum á upplestrarkvöldinu „Brot af því besta“ í anddyri Borgarleikhússins í kvöld.

Borat ástæða skilnaðarins

Nú hafa Pamela Anderson og Kid Rock ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir aðeins fjögurra mánaða hjónaband. Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra í Hollywood að ástæða skilnaðarins hafi verið hlutverk Pamelu í kvikmyndinni um sjónvarpsmanninn Borat sem nýtur mikilla vinsælda meðal áhorfenda.

Björt framtíð í Suður-Afríku

David Finlayson, stjórnandi Glen Carlou-víngerðarinnar, var á leiðinni á Decanter-vínsýninguna í London þegar hann hafði viðkomu hér á Íslandi fyrir skemmstu. Einar Logi Vignisson ræddi við hann.

Allt í öllu á BBC 6

Söngkonan Courtney Love ætlar að taka yfir útvarpsstöðina BBC 6 í einn dag, hinn 11. desember næstkomandi.

ABBA-safn í Svíþjóð

Safn tileinkað sænsku hljómsveitinni ABBA verður opnað í miðborg Stokkhólms árið 2008. Þar verða til sýnis föt og hljóðfæri sem sveitin notaði á farsælum ferli sínum, auk verðlauna, handskrifaðra laga og texta. Einnig verður þar hljóðver þar sem gestir geta tekið upp sín eigin ABBA-lög.

Sigur Rós í Svasílandi

Unicef stendur fyrir óvenjulegri uppákomu í versluninni Liborius við Mýrargötu. Þar verða til sýnis og sölu ljósmyndir félaganna í Sigur Rós sem þeir tóku á ferð sinni um Svasíland en þangað fór hljómsveitin til að kynna sér ástand meðal fólks sem smitað er af HIV-veirunni.

Persónulegar kenndir

Nú eru síðustu forvöð að upplifa myndbands-sviðsetningu Kristínar Helgu Káradóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin nefnist „Þráðlaus tenging“ og er í svokallaðri Gryfju listasafnsins. Listakonan kemur sjálf fram í stuttum myndskeiðum sem er varpað upp í Gryfjunni. Myndskeiðin eru á mörkum þess að vera málverk, ljósmynd og kvikmynd.

25 ára afmæli Gestgjafans

Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið.

Aldrei eins mikið stress

Gítarleikarinn Friðrik Karlsson sendir frá sér tvær plötur fyrir þessi jól. Annars vegar slökunarplötuna Móðir og barn og hins vegar Álfa og fjöll með Þórunni Lárusdóttur.

Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF

Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi.

Ástin er vinna

Stórleikarinn Daniel Craig hefur nú gefið upp hver er lykillinn að góðu sambandi. Leikarinn sem hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem njósnari hennar hátignar í nýjustu James Bond-myndinni er í sambandi með bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Satsuki Mitchell.

Ein af þeim svölustu í heimi

Tískuvöruverslunin Liborius hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera aðeins rétt mánaðargömul. Nú hefur vefsíðan Coolhunting.com sett Liborius á lista meðal svölustu hluta í heiminum í dag.

Metsöluljóð! Ljóðabók Ingunnar Snædal uppseld

Ljóðabókin Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal er uppseld hjá forlaginu. Ekki ein einasta bók á lager. Bókin er búin. Einhver eintök eru enn til í bókabúðum, en þau eru ekki mörg og fara líklega fljótt.

Einstakir tónleikar

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tvenna útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Magni æfði með Húsbandinu

Það má búast við alvöru rokkstemmningu í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar Magni Ásgeirsson treður þar upp ásamt þremur af félögum sínum úr raunveruleikaþættinum Rock Star Supernova á sérstökum afmælistónleikum Magna.

Foringinn í frystihúsinu

Margrét Frímannsdóttir hefur frá upphafi verið með áhugaverðari karakterum á Alþingi. Það var einhvern veginn ljóst að hún haslaði sér völl í pólitíkinni þrátt fyrir karlana í flokki sínum. Eða það grunaði mann.

Jólakort Geðhjálpar 2006

Hið árlega jólakort Geðhjálpar er komið út. Myndin á kortunum í ár er vatnslitamynd eftir Kristinn Jóhannesson sem hefur verið nemandi í samstarfsverkefni Geðhjálpar og Fjölmenntar um menntun- og starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir, frá upphafi.

Fortíðin er núna

Auðug og frumleg skáldsaga eftir efnilegan höfund sem líður þó fyrir óbeislaðan orðavaðal.

SILVER með Védísi Hervöru og Seth Sharp

Silver er amerísk/íslenskur tónleikakabarett með Védísi Hervöru og Seth Sharp í fararbroddi. Silver sem er í anda "Aint Misbehavin" og "Smokey Joe´s Cafe" samanstendur af bæði íslenskum og amerískum dægur- og þjóðlagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást og forvitni.

Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF

Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi.

Ný Ungfrúarbók eftir Roger Hargreaves

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér glænýja Ungfrúarbók, Ungfrú Jóla, eftir Roger Hargreaves. Fyrir ein jólin ákveður ungfrú Jóla að hún þurfi að komast í frí. Hún á enn eftir að pakka inn heilmörgum jólagjöfum og biður Jólasveininn og herra Jóla að sjá um það. En verða þeir búnir nógu snemma?

Útgáfutónleikar hjá Stebba og Eyfa

Útgáfutónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar verða annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Borgarleikhúsinu. Um tvenna tónleika verður að ræða og enn eru lausir miðar á seinni tónleikana, sem hefjast kl. 22:00.

Hápunktur Airwaves

Heimasíðan Drowned in Sound gefur síðustu Iceland Airwaves-hátíð góða dóma. Frammistaða Jakobínarínu var að mati blaðamanns einn af hápunktum hátíðarinnar. „Á bak við allan hávaðann og glamrandi gítarana er sál og ungæðisleg spilagleði sem á sér fáa líka,“ sagði hann.

Hræðist líflátshótanir

Fyrirsætan Heather Mills sem gengur nú í gegnum erfiðan skilnað við Paul McCartney, hefur fengið fjöldan allan af líflátshótunum frá aðdáendum bítilsins. Mills er nú orðin hrædd við að fara út úr húsi og lætur systur sína fara í gegnum allan póstinn sinn áður en hún skoðar hann. Einnig verður hún fyrir áreiti úta á götu þar sem fólk ikar ekki við að hrópa að Mills ókvæðisorðum.

Matarmenning og ferðamennska

Félagið Matur-saga-menning gengst fyrir fyrirlestraröð um íslenskan mat og matarhefðir að Grandagarði 8 í Reykjavík. Umfjöllunarefni næsta fundar verður matur og ferðamennska, en yfirskrift fundarins er „Að éta skóna sína… íslenskur matur á borðum erlendra ferðamanna fyrr og síð“.

Meiri háttar Majones-jól

Stórsveit Reykjavíkur heldur útgáfu- og jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir til að fagna útgáfu nýs geisladisks hljómsveitarinnar og stórsöngvarans Bogomils Font „Majones jól“, en hann er væntanlegur í hillur verslana. Á diskinum eru tólf íslensk og erlend jólalög í gamansömum útsetningum eftir Samúel J. Samúelsson sem jafnframt stýrir sveitinni og Daniel Nolgård.

Nicole ólétt

Samkvæmt bresku slúðurpressunni er óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman ófrísk. Kidman er sögð vera orðin stærri og stærri um magann og leit út fyrir að vera ófrísk á frumsýningu í Lundúnum sem hún var viðstödd nýlega.

Höfundur Herra Kolberts á leið til landsins

Þjóðverjinn David Gieselmann, höfundur leikritsins Herra Kolberts, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir er væntanlegur til Íslands þar sem mun sjá uppfærslu LA.

Nýkomnir frá Havana

Latínsveit Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu í kvöld. Tómas R. og félagar eru nýkomnir frá Havana þar sem haldnir voru seinni útgáfutónleikar plötunnar Romm tomm tomm í sögufrægu húsi, Casa de la Amistad í Vedadohverfinu í Havana. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22 og er aðgangseyrir 1000 krónur.

Ólafur í góðum félagsskap í New York

Listaverk Ólafs Elíassonar, „Eye see you" og „You see me" voru afhjúpuð í verslun Louis Vuitton í New York fyrir skemmstu. Annað verkanna kemur til með að hanga til frambúðar í versluninni á meðan hitt fær aðeins að hanga yfir hátíðarnar.

Da Vinci tvö að koma

Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að framahald af kvikmyndinni The DA Vinci Code sé væntanlegt. Búið er að greiða handritshöfunduinum Akiva Goldman næstum fjóra milljón dollara fyrir að skrifa handritið að framhaldsmynd, en að öllum líkindum verður bókin Englar og djöflar sem verður fyrirmyndin.

Skopmyndasamkeppni um Eggert Magnússon

„Ég missi ekki svefn yfir þessu og tek þessu mjög létt,“ segir Eggert Magnússon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, en hann hefur fengið að upplifa svartan húmor bresku pressunnar af eigin raun.

Tekur sér ársfrí eftir erfiðan bakuppskurð

„Því miður verð ég ekki með hópnum í ár, er að kljást við afleiðingar af bakuppskurði og verð alveg frá í heilt ár. Menn þurfa að vera við hestaheilsu og gott betur en það til að standa í þessu," segir Jónatan Garðarsson sem hefur verið viðloðandi Evróvisjón-keppnina fyrir hönd Ríkissjónvarpsins síðan 2001.

Incubus til Íslands

Hr. Örlygi er sönn ánægja að tilkynna um komu Incubus til Íslands og tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll 3. mars 2007. Miðasala fyrir tónleikana hefst þriðjudaginn 12. desember.

Skelfileg fjölskylda

Gamanþættirnir Married With Children komu fyrst fyrir sjónir bandarískra sjónvarpsáhorfenda árið 1987, náðu umtalsverðum vinsældum og gengu í tíu ár til ársins 1997.

Skemmtilega klikkuð

Helmus und Dalli er samstarfsverkefni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara með meiru og Helga Svavars Helgasonar trommuleikara. Þeir eru sennilega þekktastir sem meðlimir tríósins Flís, en hafa komið víða við, eru m.a. í Stórsveit Benna Hemm Hemm. Auk þeirra eru margir gestir á plötunni, t.d. President Bongo og Earth úr Gusgus og DJ Magic.

Skilin eftir fjóra mánuði

Pamela Anderson hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Kid Rock en hjónabandið stóð aðeins í fjóra mánuði. Pamela sótti um skilnað frá Kid Rock á mánudagsmorgun og lýsti því síðan yfir á heimasíðu sinni að hjónabandinu væri lokið.

Salka í Kjallaranum

Höfundar, þýðendur og aðrir Sölku-liðar fagna skemmtilegu og gjöfulu útgáfuári í Þjóðleikhús-kjallaranum í kvöld kl. 20.

Stallone í kynlífsbann

Leikarinn Sylvester Stallone stundaði ekkert kynlíf á meðan upptökur kvikmyndarinnar Rocky 6 stóðu yfir. Stallone sem er orðinn sextugur, varð að neita sér um kynlífið til þess að ná betri árangri í tækjasalnum, en æfingarnar fyrir myndina voru hroðalegar.

Stones tekjuhæstir

Tónleikaferð bresku rokkaranna í The Rolling Stones, A Bigger Bang, er tekjuhæsta tónleikaferð sögunnar að sögn bandaríska tímaritsins Billboard.

Stríðsöxin grafin

Einn hatrammasti skilnaður í Hollywood var án efa skilnaður leikaraparsins Kim Basinger og Alec Baldwin. Skötuhjúin fyrrverandi eru enn þá óvinir í dag en þau skildu árið 2000. Á dögunum kom Alec Baldwin hins vegar fram í spjallþætti Larry King þar sem hann í fyrsta sinn talaði vel um konu sína fyrrverandi King til mikillar undrunar.

Sjá næstu 50 fréttir