Fleiri fréttir

Hlaut verðlaun

Björk Bjarkadóttir myndlistarkona hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugardag.

Vegleg opnun á Domo

Nýjasta viðbótin í skemmtanaflóru landsins var opnuð með pomp og pragt á laugardagskvöld. Það er skemmtistaðurinn Domo sem er í Þingholtsstræti en áður var þar til húsa Sportkaffi.

Umræðukvöld með Auði

Auður Jónsdóttir rithöfundur er komin til landsins og í kvöld mætir hún í Alþjóðahúsið til umræðna um nýja skáldsögu sína, Tryggðarpant, og stöðu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu.

Take That í efsta sæti

Strákahljómsveitin Take That fór beint í efsta sæti breska smáskífulistans með lag sitt Patience. Þetta er níunda topplag sveitarinnar og sú fyrsta í yfir áratug.

Sælir með söngkonuleysi

„Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við.

Sirrý og Heimir sýna jólaandann í verki

„Við viljum minna á það að desember er tími samhjálpar,“ segir Sigríður Arnardóttir, Sirrý, annar umsjónarmanna Íslands í bítið, sem ásamt Litaveri stendur fyrir jólaleik í anda þáttanna Extreme Makeover: Home Edition, sem sýndur er á Stöð tvö.

Safnað fyrir Indland

Árlegir styrktartónleikar á vegum Vina Indlands verða haldnir í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs annað kvöld. Margir af ástsælasta tónlistarfólki landsins stígur þar á stokk og ljær góðu málefni lið en má þar nefna söngkonurnar Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur og Signý Sæmundsdóttur, sellóleikarann Gunnar Kvaran, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gerrit Schuil píanóleikara og Kammerkór Langholtskirkju sem syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar.

Monica Groop á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju

Finnska mezzósópransöngkonan Monica Groop syngur á árlegum jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju 3. og 4. desember nk. Einsöngvarar hafa jafnan sungið með kórnum á þessum tónleikum og að þessu sinni er kórinn svo lánsamur að fá til liðs við sig eina fremstu mezzósópransöngkonu heims um þessar mundir.

Örfáir miðar eftir á útgáfutónleika Lay Low

Tónlisarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir betur þekkt sem Lay Low heldur útgáfutónleika í kringum frumraun sína "Please Don´t Hate Me" í Fríkirkjunni miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k.

Ræðir þýðingu öndvegisverka

Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um skáldverkið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á morgun.

Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk

Að kvöldi fimmtudagsins 30. nóvember verður enn efnt til mikillar glæpaveislu á efri hæð Grand Rokks en þá munu höfundar fimm nýútkominna glæpasagna stíga á svið og lesa úr verkum sínum við undirleik dauðakántrísveitarinnar Sviðin Jörð.

Óska eftir tíu milljónum

Stjórn Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, sem hefur hýst fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum, hefur óskað eftir tíu milljónum frá Reykjavíkurborg til að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Fái hún ekki stuðning verður starfseminni að Hólmaslóð 2 að öllum líkindum hætt í janúar.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ og er skilafrestur til 15. desember. Þriggja manna dómnefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast og að venju eru veitt vegleg verðlaun fyrir hlutskarpasta ljóðið og fær skáldið einnig til varðveislu göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess í eitt ár.

Desyn Masiello á Nasa

Flex Music slær upp heljarinnar dansveislu á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þann fyrsta desember. Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið!!

Kemur til greina að endurskoða Edduverðlaunin

Rýr hlutur kvenna á nýafstaðinni Eddu-verðlaunahátíð vakti mikla athygli og hefur nú leitt til þess að konur innan kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sitja á rökstólum og íhuga sinn hlut.

Jazztónleikar í Hafnarborg

Jazzhljómsveitin Smáaurarnir heldur jazztónleika í Hafnarborg Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 30. nóvember n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru eigin lög Smáauranna ásamt perlum úr jazztónlistarsögunni.

Jólagleði hjá bókafólki

JPV útgáfa hélt sína árlegu jólagleði á föstudaginn og fagnaði útgáfu þessarar vertíðar. Fjöldi fólks lét sjá sig í gleðskapnum og sem fyrr fór mikið fyrir rithöfundum, bókarýnum og starfsfólki bókaverslana.

Íslendingahátíð í London

Íslendingafélagid í London heldur fullveldisdaginn hátíðlegan með samkomu í Sendirádi Íslands, laugardaginn 2. desember. Dagskrá hefst klukkan 16:00 með ávarpi, Sverris Hauks Gunnlaugssonar, Sendiherra Íslands á Bretlandseyjum.

Útvarp Akranes i 18. sinn

Skemmtileg hefð hefur skapast á Akranesi fyrstu helgina í desember ár hvert. Þá er starfrækt í bænum Útvarp Akranes FM95,0 til styrktar hinu öfluga starfi Sundfélags Akraness.

Hátíðarhöld við Háskólann á Akureyri

Föstudaginn 1. desember kl. 17.00 verður Íslandsklukkunni, listaverki Kristins E. Hrafnssonar, við Háskólann á Akureyri hringt sex sinnum, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000.

Íslensk tónlist fær góðan stuðning

Samningur um rekstur útflutningsskrifstofu fyrir tónlist var undirritaður á dögunum. Felur hann í sér loforð um aukin fjárframlög til íslenskrar tónlistar.

Jeppinn fundinn

Jeppi fótboltamannsins Davids Beckham er loksins kominn í leitirnar, en honum var stolið í Madríd á haustmánuðum. Bíllinn fannst í Makedóníu og segir lögregla þar í landi að tveir búlgarskir glæpamenn hafi verið handteknir á bílnum. Lögreglan tók sérstaklega fram að ef Beckham vitji ekki bílsins muni hann verða seldur á uppboði eftir áramót.

Hirðgítarleikari X-Factor

Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi.

Hinn fullkomni glæpur og aðrar sögur

Á síðustu plötu The Decemberists var magnað átta mínútna langt lag sem heitir The Mariner"s Revenge Song. Þar nær Colin Meloy að vefja með ævintýralegum hætti tóna utan um frábæra sögu um sjómann sem hefnir sín á öðrum sjóara en sá hafði átt þátt í að móðir þess fyrrnefnda framdi sjálfsmorð nokkrum árum áður.

Frelsi til að skipta ekki um skoðun

Leikandi og skemmtileg saga sem varpar skemmtilegu og skýru ljósi á íslenska þjóðfélagsgerð. Lofsverðan brodd má finna í bókinni sem þó líður fyrir hæverskugrobb höfundar.

Fettuchini og framhjáhald

Ítalir hafa oftar unnið óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefndir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leikstjóranum Pupi Avati.

Byrjuð að reykja

Fegurðardísin og leikkonan Scarlett Johansson er byrjuð að reykja sígarettur eins og strompur eftir að hún fékk fregnir af framhjáhaldi kærasta síns Josh Hartnett. Slúðurblöðin vestanhafs hafa verið full af fréttum af sambandi Harnett við dularfulla dökkhærða konu á meðan hann er við tökur í Ástralíu.

Á þrjár konur

Senegalski rapparinn Akon hefur viðurkennt fjölkvæni og kveðst eiga hvorki meira né minna en þrjár eiginkonur. Rapparinn játaði þetta í beinni útsendingu í viðtali á útvarpsstöð í New York en útgáfufyrirtæki hans hefur meinað honum að segja nokkuð meira um einkalíf sitt.

Málþing í minningu Jörundar Hilmarssonar

Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands gangast fyrir málþingi um orðsifjafræði og söguleg málvísindi í minningu dr. Jörundar Hilmarssonar, málfræðings og heiðursræðismanns Litháens á Íslandi, á morgun í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Nítjánda öldin komin út

Í gær kom út hjá forlaginu JPV útgáfu stórbókin Ísland í aldanna rás 1800­–1899 en á árunum 2000–2002 gaf forlagið út sögu 20. aldarinnar í sama bókaflokki og naut hún fádæma vinsælda meðal almennings og seldist í þúsundum eintaka, fyrst í þremur bindum og loks í einu.

Eiríkur afhendir heiðursverðlaun Gullkindar

Í kvöld verður Gullkindin, skammarverðlaunahátíð skemmtanaiðnaðarins, haldin á Klassík Rokk. Mikil spenna er í tengslum við hver hreppir hvaða verðlaun, ekki síst heiðursverðlaunin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru nokkrir sem koma til greina og má þar nefna þá Árna Johnsen, Runólf Ágústsson, fyrrv. rektor, Einar Ágúst söngvara og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra.

Fíasól á flandri

Hjá Máli og menningu er komin út Fíasól á flandri eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson.

Óður til Mozarts á afmælisári hans

Í tengslum við sýningu Borgarleikhússins á Amadeusi, sem fjallar um samskipti tónskaldanna Antonio Salieri og Wolfgang Amadeus Mozart, eru haldnir stórtónleikar með verkum Mozarts, í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Tóleikarnir verða sunnudaginn 26.nóvember klukkan 15:00.

Laxdæla

Hjá Máli og menningu er komin út Laxdæla í endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreytingum Margrétar E. Laxness.

Diskókvöld Klúbbsins

Næstkomandi laugardagskvöld verður spariútgáfa af Diskó-kvöldi Klúbbsins við Gullinbrú. Dúettinn DJ Boy and The George mun hrista eðal diskó fram úr skálmum sínum. Sérstakir gestir eru Love Guru Allstars, Daníel Óliver, Skjöldur Eyfjörð, Capone (uppistand) og fleiri.

Úti að aka

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér ferðasöguna Úti að aka - á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku eftir Ólaf Gunnarsson og Einar Kárason.

Spennusagnasíðdegi

Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15.

Endursköpun Bítlanna

Ný og endurhljóðblönduð plata Bítlanna, Love, kom út fyrir stuttu, fjölmörgum aðdáendum þeirra til mikillar ánægju. George Martin, sem var upptökustjóri sveitarinnar, og sonur hans Giles þykja hafa unnið stórvirki með útgáfunni.

Brot af því besta

Sýningin Brot af því besta verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 25. nóvember kl. 15. Á sýningunni má sjá úrval verka sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og gaman sem starfræktar voru sumrin 1988-2004.

Þetta vilja börnin sjá!

Hin árlega sýning Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 25. nóvember kl. 15. Við opnunina verða Íslensku myndskreytiverðlaunin, sem kennd eru við Dimmalimm, veitt fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2006.

Wagner í Háskólabíói

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói fimmtudaginn 23. nóvember óperutónlist eftir Richard Wagner ásamt fjórum einsöngvurum og kór. Á efnisskránni eru forleikurinnn að Tristan og Isolde og 3. þáttur óperunnar Parsifal, hins margslungna verks sem var aldarfjórðung í smíðum hjá höfundi.

Wuthering Heights

Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë.

Mannakorn með jóladisk

Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500.

Ég verð heima um jólin

Geisladiskurinn Ég verð heima um jólin með Kvartett Kristjönu Stefáns er kominn út í nýrri útgáfu, en hann kom fyrst út fyrir áratug og seldist þá fljótlega upp.

Barnsföður Kate Moss ekki hleypt inn á Rex

"Þetta var bara leiður misskilningur," segir Sverrir Rafnsson, eigandi Rex, þegar hann er spurður hvort stjörnuritstjóranum Jefferson Hack og kærustu hans, ofurfyrirsætunni Anouk, hafi ekki verið hleypt inní eftirpartí hjá Sykurmolunum eftir velheppnaða endurkomu þeirra á föstudagskvöldinu.

Sjá næstu 50 fréttir