Fleiri fréttir Hvít kanína Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands æfir nú sýninguna Hvít kanína sem samin er af leikhópnum og aðstandendum hans. Þetta er fyrsta verkefni vetrarins og er frumsýning í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. 22.9.2006 19:07 Þær bestu áfram Iceland Film Festival-kvikmyndahátíðinni lauk formlega í gær en nokkrar vinsælustu myndirnar á hátíðinni halda áfram á almennum sýningum. The Proposition, sem gerð er eftir handriti tónlistarmannsins Nick Cave, var lokamynd hátíðarinnar en þeir sem komust ekki á þær fjórar sýningar sem boðið var upp á á hátíðinni þurfa ekki að örvænta þar sem almennar sýningar á henni hefjast í dag. 22.9.2006 18:00 Þurfti nýtt blóð Bob Rock, fyrrverandi upptökustjóri Metallica, líður eins og hann sé tuttugu árum yngri eftir að hann sagði skilið við sveitina fyrr á þessu ári. Líf mitt snýst núna um eiginkonu mína og börnin og upptökur fyrir aðrar hljómsveitir, sagði Rock, sem fyrst vann fyrir Metallica á samnefndri plötu árið 1991. 22.9.2006 17:00 Tók upp millinafnið Náttmörður Ég þurfti að berjast við skrifræðið í heilt ár áður en ég fékk þetta samþykkt, segir hinn 21 árs gamli Benjamín Náttmörður Árnason, sem fékk hinu sérstaka millinafni bætt við nafn sitt í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í gær. 22.9.2006 16:30 Sykurmolar undrandi á erlendum áhuga Endurkoma Sykurmolanna hefur vakið mikla athygli en eins og Fréttablaði greindi frá í gær hefur fjöldi erlendra fjölmiðla verið með fréttir af tónleikunum á vefsíðum sínum. Einar Örn Benediktsson, söngvari sveitarinnar, var upp með sér yfir þessum mikla áhuga en viðurkenndi að þetta kæmi sér spánskt fyrir sjónir. 22.9.2006 16:00 Stýrir samkomum um hlutverk trúar Samkomur undir yfirskriftinni Ein trú, tveir heimar hófust í Dómkirkjunni í gær og halda áfram í dag. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur leiðir samkomurnar, en markmið þeirra er að hvetja kristið fólk til að virkja og þroska trú sína. Jakob segir samkomurnar höfða til þeirra sem eigi trú. Þær eiga að vekja fólk til umhugsunar um hvaða gagn það gerir sér af trú sinni og hvort það geti ekki virkjað hana betur í lífinu, segir hann. 22.9.2006 15:30 Meira geggjað gleðipopp Ein af þeim plötum sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu á árinu 2006 er önnur plata New York-sveitarinnar Scissor Sisters, Ta-Dah, sem kom út í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson athugaði hvernig sveitinni hefði tekist að fylgja eftir fyrri plötunni, sem kom út fyrir tveimur árum. 22.9.2006 15:00 Nylon í efsta sætið í Bretlandi Nylon-flokkurinn hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi en lagið Sweet Dreams er komið í efsta sætið á breska popp-danslistanum sem kynntur verður næstkomandi sunnudagskvöld. Þessu verða síðan gerð góð skil í tónlistartímaritinu Music Week, biblíu tónlistariðnaðarins í Bretlandi, sem kemur út á mánudaginn í næstu viku. Þetta eru frábærar fréttir enda eru stelpurnar og allt fólkið í kringum þær búnar að leggja mikið á sig, segir Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar hér heima. Við vorum bara að fá þetta í hendurnar, bætir hann við. 22.9.2006 14:00 Lífstílsbúð opnar í miðbænum Mér fannst vera gat á markaðnum fyrir svona búð hérlendis. Eitthvað blandar saman afþreyingu og verslunarmennsku, segir Guðlaug Halldórsdóttir annar eigandi nýrrar lífstílsbúðar sem ber nafnið 3 Hæðir og opnar á Laugavegi 60 í dag. Helga Valfells er meðeigandi Guðlaugar, sem löngum hefur verið kennd við búðina Má Mí Mó þar sem hún hefur selt allskyns hönnunarvöru. 22.9.2006 14:00 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík í þriðja sinn Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í þriðja sinn. Áttatíu kvikmyndir verða sýndar þá ellefu daga sem kvikmyndahátíðin stendur yfir. Aðstandendur hátíðarinnar vonast til þess að hún fái fastan samastað þar sem kvikmyndaunnendur geti sótt reglulega viðburði allan ársins hring. 22.9.2006 13:37 Týr fagnar eins árs afmæli Því verður fagnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun að nautið Týr er eins árs. Eins og flestum er kunnugt um þá er Týr 25. afkvæmi merkisnautsins Guttorms og arftaki hans í garðinum. 22.9.2006 13:35 Íslendingar allt í öllu í nýju myndbandi hjá Placebo Breska rokksveitin Placebo tók upp nýtt myndband fyrir skemmstu. Íslendingar voru afar áberandi við gerð myndbandsins. 22.9.2006 13:30 Gjafmildir leikarar Brad Pitt og Angelina Jolie eru augljóslega ekki á flæðiskeri stödd því parið gaf nýverið tvær milljónir Bandaríkjadala, sem samsvara tæplega 150 milljónum íslenskra króna, til Global Action for Children og samtakanna Lækna án landamæra en þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni skötuhjúanna. Í yfirlýsingu sem Trevor Neilson, ráðgjafi Pitt-Jolie sjóðsins, las upp fyrir fjölmiðla kemur fram að Jolie hafi lengi fylgst með læknum og hjúkrunarfólki vinna starf við ótrúlegar aðstæður. „Og ég dáist að framtaki þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. 22.9.2006 13:00 Fyrsta plata Ívars Tónlistarmaðurinn og fyrrverandi knattspyrnukappinn Ívar Bjarklind gefur í byrjun nóvember út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist Blóm eru smá. Ívar var áður í hljómsveitinni Mír, sem gaf á sínum tíma út eina plötu og tvö lög. Að sögn Ívars er hans eigin tónlist lágstemmdari og meiri popptónlist en Mír var að gera og meiri áhersla er lögð á melódíur. Upptökustjóri plötunnar er Skagamaðurinn Orri Harðarson, sem gaf einmitt út eigin sólóplötu á síðasta ári. Um trommuleik sér hinn margreyndi Birgir Baldursson. 22.9.2006 12:30 Cliff Richard spilar í Höllinni Söngvarinn og goðsögnin Sir Cliff Richard heldur tónleika í Laugardalshöll hinn 28. mars á næsta ári. 22.9.2006 12:00 Stórtónleikar á Nasa Cod Music og Forma, samtök átröskunarsjúklinga ætla að efna til stórtónleika á Nasa laugardaginn 23. september næstkomandi. Tónleikarnir verða endapunkturinn á gríðarlega mikilli dagskrá dagsins Ímynd 2006 sem Forma stendur fyrir í Borgarleikhúsinu og á Nasa. 22.9.2006 11:55 Frumlegur unghönnuður Hönnuðurinn Una Mist Óðinsdóttir fékk afhentan smíðagrip, sérlegt prinsessuhálsmen, frá gullsmiðnum Sif Ægisdóttur á dögunum. Una Mist tók þátt í teiknisamkeppni sem gullsmíðastofan og galleríið Hún og hún á Skólavörðustíg stóð fyrir á Menningarnótt og varð hlutskörpust að þessu sinni. 22.9.2006 11:30 Eitthvað pólskt fyrir alla Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi og tvær hugsjónakonur ákváðu að tími væri kominn til þess að kynna menningu Póllands betur hér á landi. 22.9.2006 11:00 Börn reyna við Óskarinn Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason og Vesturportshópinn er fulltrúi Íslands í forvali til tilnefninga um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina 2007. 22.9.2006 10:00 Diaz kærir ljósmyndara Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú kæru sem leikkonan Cameron Diaz lagði fram gegn ljósmyndara en þar sakar hún hann um að hafa ógnað lífi sínu og limum. Atvkið átti sér stað fyrir utan hús vinar Diaz og unnustu hennar Justin Timberlake og segir Diaz að þegar parið hafi verið að fara heim hafi ljósmyndari komið aðvífandi og viljað taka myndir af skötuhjúunum en fékk ekki. 22.9.2006 10:00 Afhending Sjónlistarorðunnar Sjónlistarorðan 2006 verður afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri. Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Markmið verkefnisins er að veita verðlaun á sviði sjónlista og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistamanna á Íslandi. 22.9.2006 09:00 Leikrit og mynd í smíðum „Ég var í endurhæfingu á þeim stórkostlega stað Reykjalundi, svo það er búið að gefa manni start,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Hann er nú óðum að braggast eftir erfið veikindi og með ýmis járn í eldinum; bæði er hann með leikrit í bígerð auk þess sem til stendur að kvikmynda bók eftir hann. 22.9.2006 08:00 Sumarið er búið Markmið fyrstu tónlistarhátíðar Gagnaugans er að bjóða upp á háklassa tónlist með íslenskum og erlendum flytjendum en unnendur harðkjarnamúsíkur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Helli Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar úti á Hólmaslóð í kvöld. 21.9.2006 17:30 Skilinn við Eddu Já, það er rétt, ég hætti hér í næsta mánuði, segir Kristján Bjarki Jónasson, þróunarstjóri Eddu, sem er á förum frá forlaginu. Hann er hins vegar ófáanlegur til að gefa nokkuð upp um ástæður brotthvarfs síns. Það eru alltaf ástæður fyrir öllu en ekkert sem ég vil ræða opinberlega við fjölmiðla. Kristján, sem er bókmenntafræðingur að mennt, kveður forlagið eftir margra ára starf, þau síðustu sem þróunarstjóri fyrirtækisins. 21.9.2006 16:45 Nýir straumar á stórtónleikum Hljómsveitirnar Ske, Langi Seli og Skuggarnir og Jeff Who? munu troða upp á stórtónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. 21.9.2006 16:15 Myndgerðar náttúrulifanir Myndlistarkonan Steinunn Marteinsdóttir er með mörg járn í eldinum. Þessa dagana standa yfir sýningar á verkum hennar í Listasafni Reykjanesbæjar og og um helgina verður önnur opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. 21.9.2006 15:45 Minnst sem hetju Rúmlega fimm þúsund manns voru viðstaddir minningarathöfn um ástralska „krókódílafangarann“ Steve Irwin, sem lést fyrir tveimur vikum. Athöfnin var haldin í heimaríki hans, Queensland, og var sjónvarpað um alla Ástralíu. 21.9.2006 15:30 Kvikmynd Dags Kára frestað Mikil eftirvænting ríkir í kringum nýjustu mynd Dags Kára Péturssonar, Good Heart. Þegar hefur verið tilkynnt að bandaríski tónlistamaðurinn Tom Waits leiki eitt af aðalhlutverkunum en á móti honum verður Ryan Gosling. Dagur Kári og félagarnir hjá kvikmyndafyrirtækinu Zik Zak sem framleiða myndina virðast hafa veðjað á réttan hest því stjarna þess síðarnefnda verður skærari með hverjum deginum sem líður í Hollywood. 21.9.2006 15:00 J-Lo í tæknifrjóvgun Jennifer Lopez hefur ákveðið að fara í tæknifrjóvgun til að draumur hennar um að eignast börn geti ræst. Söng- og leikkonan kunna er gift söngvaranum Marc Anthony og hafa þau sett stefnuna á að eignast tvö börn saman. J-Lo hefur heimsótt heilsugæslustöð í Los Angeles sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum og rætt við starfsfólk og sjúklinga þar. 21.9.2006 14:00 Íslendingar á Nordisk Panorama Stutt- og heimildarmyndahátíðin Nordisk Panorama verður að þessu sinni haldin í Árósum í Danmörku dagana 22.-27. september en á hátíðinni koma saman kvikmyndagerðarmenn frá Norðurlöndunum og sýna þar það nýjasta í stutt- og heimildarmyndagerð. 21.9.2006 13:30 Vill ekkieiturlyf Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er hættur að nota eiturlyf. Segir hann að þau séu of veik fyrir sinn smekk. 21.9.2006 13:15 Islam spilar fyrir stjörnurnar Það styttist í sögulega endurkomu Yusuf Islam, betur þekkts sem Cat Stevens, en lagahöfundurinn heldur sína fyrstu tónleika í Fortune Forum Club í London. Samkvæmt fréttavefnum contactmusic.com ætla fjölmargar stjörnur að heiðra Islam með nærveru sinni og nægir þar að nefna fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, og leikarahjónin Michael Douglas og Catherine Zeta Jones auk milljarðamæringsins Richards Branson. Staðurinn er þekktur fyrir að safna fé sem notað er í baráttunni gegn fátækt og hefur fræga fólkið lagt sitt á vogarskálarnar í því brýna verkefni. 21.9.2006 13:00 Gekk bölvanlega að semja lag fyrir KF Nörd Raunveruleikaþátturinn KF Nörd hóf göngu sína á Sýn fyrir ekki margt löngu og hefur hlotið ágætis viðtökur sjónvarpsáhorfenda. Í þætti kvöldsins reyna strákarnir fyrir sér á nýjum vettvangi en eins og öllum frægum liðum sæmir verður KF Nörd að hafa sitt einkennislag. 21.9.2006 12:45 Frumlegur og flottur fararskjóti Loga Bergmanns Logi Bergmann sjónvarpsmaður vakti mikla athygli þegar hann kom á dögunum, flottari en nokkru sinni, brunandi til vinnu á vægast sagt frumlegum fararskjóta. Þetta er einhvers konar millistig reiðhjóls og mótorhjóls reiðhjól með mótor MoPed. 21.9.2006 12:15 Endurkoma Molanna vekur athygli Endurkoma Sykurmolanna hefur vakið mikla athygli hér heima og nú hafa erlendir fjölmiðlar komist á snoðir um þessa fyrstu tónleika sveitarinnar í fjórtán ár. Vefútgáfa danska blaðsins Politiken greinir frá tónleikunum á forsíðu sinni og vísar til opinberrar vefsíðu Bjarkar, bjork.com. „Það er með stolti að við kynnum tónleika í tilefni af 20 ára afmæli smáskífunnar Birthday í Reykjavík hinn 17. nóvember,“ skrifar Politiken og hleypur á hundavaði yfir feril sveitarinnar og þá fjallar vefur norska dagblaðsins Dagbladet einnig um endurkomuna. 21.9.2006 12:00 Blóðbönd gera það gott í Kanada Leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson er nýkominn heim frá kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hann sýndi kvikmynd sína Blóðbönd sem hefur hlotið enska titilinn Thicker Than Water. Myndin var sýnd fjórum sinnum, þrisvar fyrir almenning og einu sinni fyrir blaðamenn og fagfólk. „Þetta gekk mjög vel og fólk virtist ná tengslum við söguna,“ segir Árni Ólafur en vissi þó ekki hvernig gengið hefði að selja myndina. 21.9.2006 11:30 Ávanabindandi hrukkubani Þær eru margar aðferðirnar sem finna má til að líta betur út en það sem hefur vakið mesta athygli og er mest notað af konum nú til dags er hrukkubaninn botox. Nú telja vísindamenn að efnið sé ávanabindandi. Botox virkar aðeins í ákveðinn tíma, eða fjóra til sex mánuði, og því nauðsynlegt fyrir konur sem vilja halda andliti sínu lausu við hrukkur að endurtaka botox-meðferðina. 21.9.2006 11:00 Alþjóðleg hátíð í örum vexti Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku en nærri áttatíu myndir verða sýndar þá ellefu daga sem hátíðin stendur. Fjöldi erlendra gesta er væntanlegur á hátíðina sem hefur vakið athygli utan landsteinanna. 21.9.2006 10:00 Alveg ekta "Liederabend" Félagarnir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Á dagskrá eru ljóðasöngvar eftir Franz Schubert og Richard Strauss. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð þeirra um landið en þeir hafa áður gert víðreist saman enda starfað saman í tvo áratugi. 21.9.2006 09:00 Aldrei verið jafn lifandi Bryndís Björgvinsdóttir og Orri Jökulsson lögðu upp í mikla ævintýraferð í sumar þegar þau héldu til austurstrandar Gvatemala og unnu á vafasömu munaðaraleysingjahæli. 21.9.2006 08:00 Tekur við af Cruise Leikarinn Brad Pitt er hugsanlega að fara að taka hlutverk Tom Cruise í framhaldsmyndinni Mission Impossible en verið er að undirbúa tökur á fjórðu myndinni. 20.9.2006 18:00 Sonur dregur föður að landi Tilkynnt var um útgáfu á ófullgerðri sögu rithöfundarins J.R.R. Tolkien fyrr í vikunni. Sagan ber heitið The Children of Hurin og mun hún koma út hjá Houghton Mifflin útgáfunni í Bandaríkunum og HarperCollins í Bretlandi. Fréttavefur dagblaðsins The Guardian greinir frá því að yngsti sonur Tolkiens, Christopher Tolkien, sem hefur helgað sig verkum föður síns síðustu þrjátíu árin, hafi fullgert söguna og að hún muni koma út næsta vor. 20.9.2006 17:00 Saman á Hawaii 20.9.2006 16:00 Fagnaður á svið á ný Leikritið Fagnaður eftir breska leikskáldið og Nóbelsverðlaunahafann Harold Pinter fer aftur á svið Þjóðleikhússins og verður fyrsta sýningin næstkomandi sunnudag. 20.9.2006 16:00 Safnhaugur í heilastað Flæmski rithöfundurinn Sylvía Vanden Heeden líkir höfuðinu á sér við safnhaug. Þar sé allt fullt af handahófskenndum upplifunum en í óreiðunni verða samt til frjósamar afurðir og ein þeirra er sagan um Rebba og Héru. 20.9.2006 15:15 Sjá næstu 50 fréttir
Hvít kanína Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands æfir nú sýninguna Hvít kanína sem samin er af leikhópnum og aðstandendum hans. Þetta er fyrsta verkefni vetrarins og er frumsýning í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. 22.9.2006 19:07
Þær bestu áfram Iceland Film Festival-kvikmyndahátíðinni lauk formlega í gær en nokkrar vinsælustu myndirnar á hátíðinni halda áfram á almennum sýningum. The Proposition, sem gerð er eftir handriti tónlistarmannsins Nick Cave, var lokamynd hátíðarinnar en þeir sem komust ekki á þær fjórar sýningar sem boðið var upp á á hátíðinni þurfa ekki að örvænta þar sem almennar sýningar á henni hefjast í dag. 22.9.2006 18:00
Þurfti nýtt blóð Bob Rock, fyrrverandi upptökustjóri Metallica, líður eins og hann sé tuttugu árum yngri eftir að hann sagði skilið við sveitina fyrr á þessu ári. Líf mitt snýst núna um eiginkonu mína og börnin og upptökur fyrir aðrar hljómsveitir, sagði Rock, sem fyrst vann fyrir Metallica á samnefndri plötu árið 1991. 22.9.2006 17:00
Tók upp millinafnið Náttmörður Ég þurfti að berjast við skrifræðið í heilt ár áður en ég fékk þetta samþykkt, segir hinn 21 árs gamli Benjamín Náttmörður Árnason, sem fékk hinu sérstaka millinafni bætt við nafn sitt í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í gær. 22.9.2006 16:30
Sykurmolar undrandi á erlendum áhuga Endurkoma Sykurmolanna hefur vakið mikla athygli en eins og Fréttablaði greindi frá í gær hefur fjöldi erlendra fjölmiðla verið með fréttir af tónleikunum á vefsíðum sínum. Einar Örn Benediktsson, söngvari sveitarinnar, var upp með sér yfir þessum mikla áhuga en viðurkenndi að þetta kæmi sér spánskt fyrir sjónir. 22.9.2006 16:00
Stýrir samkomum um hlutverk trúar Samkomur undir yfirskriftinni Ein trú, tveir heimar hófust í Dómkirkjunni í gær og halda áfram í dag. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur leiðir samkomurnar, en markmið þeirra er að hvetja kristið fólk til að virkja og þroska trú sína. Jakob segir samkomurnar höfða til þeirra sem eigi trú. Þær eiga að vekja fólk til umhugsunar um hvaða gagn það gerir sér af trú sinni og hvort það geti ekki virkjað hana betur í lífinu, segir hann. 22.9.2006 15:30
Meira geggjað gleðipopp Ein af þeim plötum sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu á árinu 2006 er önnur plata New York-sveitarinnar Scissor Sisters, Ta-Dah, sem kom út í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson athugaði hvernig sveitinni hefði tekist að fylgja eftir fyrri plötunni, sem kom út fyrir tveimur árum. 22.9.2006 15:00
Nylon í efsta sætið í Bretlandi Nylon-flokkurinn hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi en lagið Sweet Dreams er komið í efsta sætið á breska popp-danslistanum sem kynntur verður næstkomandi sunnudagskvöld. Þessu verða síðan gerð góð skil í tónlistartímaritinu Music Week, biblíu tónlistariðnaðarins í Bretlandi, sem kemur út á mánudaginn í næstu viku. Þetta eru frábærar fréttir enda eru stelpurnar og allt fólkið í kringum þær búnar að leggja mikið á sig, segir Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar hér heima. Við vorum bara að fá þetta í hendurnar, bætir hann við. 22.9.2006 14:00
Lífstílsbúð opnar í miðbænum Mér fannst vera gat á markaðnum fyrir svona búð hérlendis. Eitthvað blandar saman afþreyingu og verslunarmennsku, segir Guðlaug Halldórsdóttir annar eigandi nýrrar lífstílsbúðar sem ber nafnið 3 Hæðir og opnar á Laugavegi 60 í dag. Helga Valfells er meðeigandi Guðlaugar, sem löngum hefur verið kennd við búðina Má Mí Mó þar sem hún hefur selt allskyns hönnunarvöru. 22.9.2006 14:00
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík í þriðja sinn Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í þriðja sinn. Áttatíu kvikmyndir verða sýndar þá ellefu daga sem kvikmyndahátíðin stendur yfir. Aðstandendur hátíðarinnar vonast til þess að hún fái fastan samastað þar sem kvikmyndaunnendur geti sótt reglulega viðburði allan ársins hring. 22.9.2006 13:37
Týr fagnar eins árs afmæli Því verður fagnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun að nautið Týr er eins árs. Eins og flestum er kunnugt um þá er Týr 25. afkvæmi merkisnautsins Guttorms og arftaki hans í garðinum. 22.9.2006 13:35
Íslendingar allt í öllu í nýju myndbandi hjá Placebo Breska rokksveitin Placebo tók upp nýtt myndband fyrir skemmstu. Íslendingar voru afar áberandi við gerð myndbandsins. 22.9.2006 13:30
Gjafmildir leikarar Brad Pitt og Angelina Jolie eru augljóslega ekki á flæðiskeri stödd því parið gaf nýverið tvær milljónir Bandaríkjadala, sem samsvara tæplega 150 milljónum íslenskra króna, til Global Action for Children og samtakanna Lækna án landamæra en þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni skötuhjúanna. Í yfirlýsingu sem Trevor Neilson, ráðgjafi Pitt-Jolie sjóðsins, las upp fyrir fjölmiðla kemur fram að Jolie hafi lengi fylgst með læknum og hjúkrunarfólki vinna starf við ótrúlegar aðstæður. „Og ég dáist að framtaki þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. 22.9.2006 13:00
Fyrsta plata Ívars Tónlistarmaðurinn og fyrrverandi knattspyrnukappinn Ívar Bjarklind gefur í byrjun nóvember út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist Blóm eru smá. Ívar var áður í hljómsveitinni Mír, sem gaf á sínum tíma út eina plötu og tvö lög. Að sögn Ívars er hans eigin tónlist lágstemmdari og meiri popptónlist en Mír var að gera og meiri áhersla er lögð á melódíur. Upptökustjóri plötunnar er Skagamaðurinn Orri Harðarson, sem gaf einmitt út eigin sólóplötu á síðasta ári. Um trommuleik sér hinn margreyndi Birgir Baldursson. 22.9.2006 12:30
Cliff Richard spilar í Höllinni Söngvarinn og goðsögnin Sir Cliff Richard heldur tónleika í Laugardalshöll hinn 28. mars á næsta ári. 22.9.2006 12:00
Stórtónleikar á Nasa Cod Music og Forma, samtök átröskunarsjúklinga ætla að efna til stórtónleika á Nasa laugardaginn 23. september næstkomandi. Tónleikarnir verða endapunkturinn á gríðarlega mikilli dagskrá dagsins Ímynd 2006 sem Forma stendur fyrir í Borgarleikhúsinu og á Nasa. 22.9.2006 11:55
Frumlegur unghönnuður Hönnuðurinn Una Mist Óðinsdóttir fékk afhentan smíðagrip, sérlegt prinsessuhálsmen, frá gullsmiðnum Sif Ægisdóttur á dögunum. Una Mist tók þátt í teiknisamkeppni sem gullsmíðastofan og galleríið Hún og hún á Skólavörðustíg stóð fyrir á Menningarnótt og varð hlutskörpust að þessu sinni. 22.9.2006 11:30
Eitthvað pólskt fyrir alla Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi og tvær hugsjónakonur ákváðu að tími væri kominn til þess að kynna menningu Póllands betur hér á landi. 22.9.2006 11:00
Börn reyna við Óskarinn Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason og Vesturportshópinn er fulltrúi Íslands í forvali til tilnefninga um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina 2007. 22.9.2006 10:00
Diaz kærir ljósmyndara Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú kæru sem leikkonan Cameron Diaz lagði fram gegn ljósmyndara en þar sakar hún hann um að hafa ógnað lífi sínu og limum. Atvkið átti sér stað fyrir utan hús vinar Diaz og unnustu hennar Justin Timberlake og segir Diaz að þegar parið hafi verið að fara heim hafi ljósmyndari komið aðvífandi og viljað taka myndir af skötuhjúunum en fékk ekki. 22.9.2006 10:00
Afhending Sjónlistarorðunnar Sjónlistarorðan 2006 verður afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri. Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Markmið verkefnisins er að veita verðlaun á sviði sjónlista og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistamanna á Íslandi. 22.9.2006 09:00
Leikrit og mynd í smíðum „Ég var í endurhæfingu á þeim stórkostlega stað Reykjalundi, svo það er búið að gefa manni start,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Hann er nú óðum að braggast eftir erfið veikindi og með ýmis járn í eldinum; bæði er hann með leikrit í bígerð auk þess sem til stendur að kvikmynda bók eftir hann. 22.9.2006 08:00
Sumarið er búið Markmið fyrstu tónlistarhátíðar Gagnaugans er að bjóða upp á háklassa tónlist með íslenskum og erlendum flytjendum en unnendur harðkjarnamúsíkur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Helli Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar úti á Hólmaslóð í kvöld. 21.9.2006 17:30
Skilinn við Eddu Já, það er rétt, ég hætti hér í næsta mánuði, segir Kristján Bjarki Jónasson, þróunarstjóri Eddu, sem er á förum frá forlaginu. Hann er hins vegar ófáanlegur til að gefa nokkuð upp um ástæður brotthvarfs síns. Það eru alltaf ástæður fyrir öllu en ekkert sem ég vil ræða opinberlega við fjölmiðla. Kristján, sem er bókmenntafræðingur að mennt, kveður forlagið eftir margra ára starf, þau síðustu sem þróunarstjóri fyrirtækisins. 21.9.2006 16:45
Nýir straumar á stórtónleikum Hljómsveitirnar Ske, Langi Seli og Skuggarnir og Jeff Who? munu troða upp á stórtónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. 21.9.2006 16:15
Myndgerðar náttúrulifanir Myndlistarkonan Steinunn Marteinsdóttir er með mörg járn í eldinum. Þessa dagana standa yfir sýningar á verkum hennar í Listasafni Reykjanesbæjar og og um helgina verður önnur opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. 21.9.2006 15:45
Minnst sem hetju Rúmlega fimm þúsund manns voru viðstaddir minningarathöfn um ástralska „krókódílafangarann“ Steve Irwin, sem lést fyrir tveimur vikum. Athöfnin var haldin í heimaríki hans, Queensland, og var sjónvarpað um alla Ástralíu. 21.9.2006 15:30
Kvikmynd Dags Kára frestað Mikil eftirvænting ríkir í kringum nýjustu mynd Dags Kára Péturssonar, Good Heart. Þegar hefur verið tilkynnt að bandaríski tónlistamaðurinn Tom Waits leiki eitt af aðalhlutverkunum en á móti honum verður Ryan Gosling. Dagur Kári og félagarnir hjá kvikmyndafyrirtækinu Zik Zak sem framleiða myndina virðast hafa veðjað á réttan hest því stjarna þess síðarnefnda verður skærari með hverjum deginum sem líður í Hollywood. 21.9.2006 15:00
J-Lo í tæknifrjóvgun Jennifer Lopez hefur ákveðið að fara í tæknifrjóvgun til að draumur hennar um að eignast börn geti ræst. Söng- og leikkonan kunna er gift söngvaranum Marc Anthony og hafa þau sett stefnuna á að eignast tvö börn saman. J-Lo hefur heimsótt heilsugæslustöð í Los Angeles sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum og rætt við starfsfólk og sjúklinga þar. 21.9.2006 14:00
Íslendingar á Nordisk Panorama Stutt- og heimildarmyndahátíðin Nordisk Panorama verður að þessu sinni haldin í Árósum í Danmörku dagana 22.-27. september en á hátíðinni koma saman kvikmyndagerðarmenn frá Norðurlöndunum og sýna þar það nýjasta í stutt- og heimildarmyndagerð. 21.9.2006 13:30
Vill ekkieiturlyf Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er hættur að nota eiturlyf. Segir hann að þau séu of veik fyrir sinn smekk. 21.9.2006 13:15
Islam spilar fyrir stjörnurnar Það styttist í sögulega endurkomu Yusuf Islam, betur þekkts sem Cat Stevens, en lagahöfundurinn heldur sína fyrstu tónleika í Fortune Forum Club í London. Samkvæmt fréttavefnum contactmusic.com ætla fjölmargar stjörnur að heiðra Islam með nærveru sinni og nægir þar að nefna fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, og leikarahjónin Michael Douglas og Catherine Zeta Jones auk milljarðamæringsins Richards Branson. Staðurinn er þekktur fyrir að safna fé sem notað er í baráttunni gegn fátækt og hefur fræga fólkið lagt sitt á vogarskálarnar í því brýna verkefni. 21.9.2006 13:00
Gekk bölvanlega að semja lag fyrir KF Nörd Raunveruleikaþátturinn KF Nörd hóf göngu sína á Sýn fyrir ekki margt löngu og hefur hlotið ágætis viðtökur sjónvarpsáhorfenda. Í þætti kvöldsins reyna strákarnir fyrir sér á nýjum vettvangi en eins og öllum frægum liðum sæmir verður KF Nörd að hafa sitt einkennislag. 21.9.2006 12:45
Frumlegur og flottur fararskjóti Loga Bergmanns Logi Bergmann sjónvarpsmaður vakti mikla athygli þegar hann kom á dögunum, flottari en nokkru sinni, brunandi til vinnu á vægast sagt frumlegum fararskjóta. Þetta er einhvers konar millistig reiðhjóls og mótorhjóls reiðhjól með mótor MoPed. 21.9.2006 12:15
Endurkoma Molanna vekur athygli Endurkoma Sykurmolanna hefur vakið mikla athygli hér heima og nú hafa erlendir fjölmiðlar komist á snoðir um þessa fyrstu tónleika sveitarinnar í fjórtán ár. Vefútgáfa danska blaðsins Politiken greinir frá tónleikunum á forsíðu sinni og vísar til opinberrar vefsíðu Bjarkar, bjork.com. „Það er með stolti að við kynnum tónleika í tilefni af 20 ára afmæli smáskífunnar Birthday í Reykjavík hinn 17. nóvember,“ skrifar Politiken og hleypur á hundavaði yfir feril sveitarinnar og þá fjallar vefur norska dagblaðsins Dagbladet einnig um endurkomuna. 21.9.2006 12:00
Blóðbönd gera það gott í Kanada Leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson er nýkominn heim frá kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hann sýndi kvikmynd sína Blóðbönd sem hefur hlotið enska titilinn Thicker Than Water. Myndin var sýnd fjórum sinnum, þrisvar fyrir almenning og einu sinni fyrir blaðamenn og fagfólk. „Þetta gekk mjög vel og fólk virtist ná tengslum við söguna,“ segir Árni Ólafur en vissi þó ekki hvernig gengið hefði að selja myndina. 21.9.2006 11:30
Ávanabindandi hrukkubani Þær eru margar aðferðirnar sem finna má til að líta betur út en það sem hefur vakið mesta athygli og er mest notað af konum nú til dags er hrukkubaninn botox. Nú telja vísindamenn að efnið sé ávanabindandi. Botox virkar aðeins í ákveðinn tíma, eða fjóra til sex mánuði, og því nauðsynlegt fyrir konur sem vilja halda andliti sínu lausu við hrukkur að endurtaka botox-meðferðina. 21.9.2006 11:00
Alþjóðleg hátíð í örum vexti Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku en nærri áttatíu myndir verða sýndar þá ellefu daga sem hátíðin stendur. Fjöldi erlendra gesta er væntanlegur á hátíðina sem hefur vakið athygli utan landsteinanna. 21.9.2006 10:00
Alveg ekta "Liederabend" Félagarnir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Á dagskrá eru ljóðasöngvar eftir Franz Schubert og Richard Strauss. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð þeirra um landið en þeir hafa áður gert víðreist saman enda starfað saman í tvo áratugi. 21.9.2006 09:00
Aldrei verið jafn lifandi Bryndís Björgvinsdóttir og Orri Jökulsson lögðu upp í mikla ævintýraferð í sumar þegar þau héldu til austurstrandar Gvatemala og unnu á vafasömu munaðaraleysingjahæli. 21.9.2006 08:00
Tekur við af Cruise Leikarinn Brad Pitt er hugsanlega að fara að taka hlutverk Tom Cruise í framhaldsmyndinni Mission Impossible en verið er að undirbúa tökur á fjórðu myndinni. 20.9.2006 18:00
Sonur dregur föður að landi Tilkynnt var um útgáfu á ófullgerðri sögu rithöfundarins J.R.R. Tolkien fyrr í vikunni. Sagan ber heitið The Children of Hurin og mun hún koma út hjá Houghton Mifflin útgáfunni í Bandaríkunum og HarperCollins í Bretlandi. Fréttavefur dagblaðsins The Guardian greinir frá því að yngsti sonur Tolkiens, Christopher Tolkien, sem hefur helgað sig verkum föður síns síðustu þrjátíu árin, hafi fullgert söguna og að hún muni koma út næsta vor. 20.9.2006 17:00
Fagnaður á svið á ný Leikritið Fagnaður eftir breska leikskáldið og Nóbelsverðlaunahafann Harold Pinter fer aftur á svið Þjóðleikhússins og verður fyrsta sýningin næstkomandi sunnudag. 20.9.2006 16:00
Safnhaugur í heilastað Flæmski rithöfundurinn Sylvía Vanden Heeden líkir höfuðinu á sér við safnhaug. Þar sé allt fullt af handahófskenndum upplifunum en í óreiðunni verða samt til frjósamar afurðir og ein þeirra er sagan um Rebba og Héru. 20.9.2006 15:15