Leikrit og mynd í smíðum 22. september 2006 08:00 Þorvaldur Þorsteinsson Er allur að koma saman eftir að hafa fengið heilablóðfall og gengist undir skurðaðgerð á hjarta í vor. MYND/Valli „Ég var í endurhæfingu á þeim stórkostlega stað Reykjalundi, svo það er búið að gefa manni start,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Hann er nú óðum að braggast eftir erfið veikindi og með ýmis járn í eldinum; bæði er hann með leikrit í bígerð auk þess sem til stendur að kvikmynda bók eftir hann. Þorvaldur var lagður inn á spítala í vor eftir að hafa fengið vægt heilablóðfall. „Þegar betur var að gáð kom í ljós að það var líka eitthvað að hjartanu í mér svo ég þurfti að gangast undir hnífinn.“ Við tók ströng endurhæfing og þurfti Þorvaldur að draga sig í hlé frá störfum, bæði sem listamaður og sem formaður Bandalags íslenskra listamanna. Hann er nú allur að koma saman og vill byrja að vinna aftur sem fyrst. „Mér er sagt að ég megi byrja aftur í nóvember. Núna er ég að setja mig inn í þetta aftur en um leið gæta þess að halda mig á mottunni,“ segir hann. Þorvaldur er með í smíðum handrit að leikriti fyrir Leikfélag Akureyrar og Nemendaleikhúsið, sem heitir „Lífið - notkunarreglur“ og verður frumsýnt í vor. „Þetta verk er gamall draumur, eins konar framhald af And Björk of course; að minnsta hin hliðin á þeim peningi. Þá var hugsunin sú að strjúka köttinn andhæris, ef svo má að orði komast, en núna hef ég hugsað mér að strjúka honum í rétta átt. Ég vona að hann eigi eftir að mala,“ segir Þorvaldur og hlær. Þá vinnur kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson að kvikmyndahandriti upp úr bókinni Við fótskör meistarans eftir Þorvald. „Ég þykist vera að hjálpa honum með þetta en hann er búinn að móta handritið eftir sínu höfði og mér líst vel á það. Mér er ekki vel við að hver sem er vinni eitthvað úr verkum mínum, en ég hef unnið með Ólafi áður, átt við hann gott samstarf og treysti honum vel.“ Rétt eins og skriftirnar þurfti myndlistin að sitja á hakanum á meðan á endurhæfingu stóð en Þorvaldur vonar að það standi til bóta. „Ég er að minnsta kosti búinn að leigja vinnustofu hjá SÍM og get því vonandi farið að taka upp úr þeim kössum innan tíðar.“ Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
„Ég var í endurhæfingu á þeim stórkostlega stað Reykjalundi, svo það er búið að gefa manni start,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Hann er nú óðum að braggast eftir erfið veikindi og með ýmis járn í eldinum; bæði er hann með leikrit í bígerð auk þess sem til stendur að kvikmynda bók eftir hann. Þorvaldur var lagður inn á spítala í vor eftir að hafa fengið vægt heilablóðfall. „Þegar betur var að gáð kom í ljós að það var líka eitthvað að hjartanu í mér svo ég þurfti að gangast undir hnífinn.“ Við tók ströng endurhæfing og þurfti Þorvaldur að draga sig í hlé frá störfum, bæði sem listamaður og sem formaður Bandalags íslenskra listamanna. Hann er nú allur að koma saman og vill byrja að vinna aftur sem fyrst. „Mér er sagt að ég megi byrja aftur í nóvember. Núna er ég að setja mig inn í þetta aftur en um leið gæta þess að halda mig á mottunni,“ segir hann. Þorvaldur er með í smíðum handrit að leikriti fyrir Leikfélag Akureyrar og Nemendaleikhúsið, sem heitir „Lífið - notkunarreglur“ og verður frumsýnt í vor. „Þetta verk er gamall draumur, eins konar framhald af And Björk of course; að minnsta hin hliðin á þeim peningi. Þá var hugsunin sú að strjúka köttinn andhæris, ef svo má að orði komast, en núna hef ég hugsað mér að strjúka honum í rétta átt. Ég vona að hann eigi eftir að mala,“ segir Þorvaldur og hlær. Þá vinnur kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson að kvikmyndahandriti upp úr bókinni Við fótskör meistarans eftir Þorvald. „Ég þykist vera að hjálpa honum með þetta en hann er búinn að móta handritið eftir sínu höfði og mér líst vel á það. Mér er ekki vel við að hver sem er vinni eitthvað úr verkum mínum, en ég hef unnið með Ólafi áður, átt við hann gott samstarf og treysti honum vel.“ Rétt eins og skriftirnar þurfti myndlistin að sitja á hakanum á meðan á endurhæfingu stóð en Þorvaldur vonar að það standi til bóta. „Ég er að minnsta kosti búinn að leigja vinnustofu hjá SÍM og get því vonandi farið að taka upp úr þeim kössum innan tíðar.“
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira