Lífið

Kvikmynd Dags Kára frestað

Þórir Snær Tökum á myndinni Good Heart frestast um nokkra mánuði vegna anna hjá einum af aðalleikara myndarinnar, Ryan Gosling
Þórir Snær Tökum á myndinni Good Heart frestast um nokkra mánuði vegna anna hjá einum af aðalleikara myndarinnar, Ryan Gosling

Mikil eftirvænting ríkir í kringum nýjustu mynd Dags Kára Péturssonar, Good Heart. Þegar hefur verið tilkynnt að bandaríski tónlistamaðurinn Tom Waits leiki eitt af aðalhlutverkunum en á móti honum verður Ryan Gosling. Dagur Kári og félagarnir hjá kvikmyndafyrirtækinu Zik Zak sem framleiða myndina virðast hafa veðjað á réttan hest því stjarna þess síðarnefnda verður skærari með hverjum deginum sem líður í Hollywood.

Það verðu einhver smá bið á tökum, útskýrir Þórir Snær en upphaflega var gert ráð fyrir því að Good Heart færi í tökur í nóvember en því hefur nú verið frestað fram í byrjun næsta árs.

Gosling er að leika í annarri mynd og þurfti síðan að fara í endurtökur á kvikmyndinni Fracture þar sem hann leikur á móti Anthony Hopkins og David Strathairn, segir Þórir en var þó pollrólegur yfir þessu öllu saman. Við þurfum bara að samræma vinnuplönin hjá þeim Waits og Goslin, bætir hann við.

Good Heart verður tekin uppá Íslandi og í San Fransisco en ekki hefur verið ráðið í nein önnur hlutverk. Að sögn Þóris er nú verið að vinna í þeim hlutum og má reikna með einhverjir íslenskir leikarar fái lítil hlutverk í myndinni en ekki hafa farið fram neinar prufur fyrir þau. Við eigum síðan eftir að ráða í aðalkvenhlutverkið og erum bara að skoða þau mál, bætir hann við en gat ekki gefið upp hvaða leikkonur kæmu þar til greina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.