Lífið

Lífstílsbúð opnar í miðbænum

Guðlaug Halldórsdóttir Opnar í dag nýja lífstílsbúð á Laugarveginum sem ber nafnið 3 Hæðir en þar kennir ýmissa grasa allt frá tónlist til matar.
Guðlaug Halldórsdóttir Opnar í dag nýja lífstílsbúð á Laugarveginum sem ber nafnið 3 Hæðir en þar kennir ýmissa grasa allt frá tónlist til matar. MYND/Anton

Mér fannst vera gat á markaðnum fyrir svona búð hérlendis. Eitthvað blandar saman afþreyingu og verslunarmennsku, segir Guðlaug Halldórsdóttir annar eigandi nýrrar lífstílsbúðar sem ber nafnið 3 Hæðir og opnar á Laugavegi 60 í dag. Helga Valfells er meðeigandi Guðlaugar, sem löngum hefur verið kennd við búðina Má Mí Mó þar sem hún hefur selt allskyns hönnunarvöru.

Ég ákvað að gera þetta fyrir ári síðan enda alltaf með löngun í að gera eitthvað nýtt og spennandi, segir Guðlaug en eins og nafnið gefur til kynna er búðin á þremur hæðum sem er skipt eftir viðfangsefnum.

Á fyrstu hæðinni er smávara; töskur, skartgripir, tæki á borð við Ipod og Mp3 spilara, bækur og tónlist. Fyrsta hæðin er eiginlega svona herradeild þótt að konur finni þar eitthvað við sitt hæfi líka. Önnur hæðin er tileinkuð fatnaði og eru þar merki á borð við Albertu Ferretti, Comme des Garcon og Dsquered ásamt fleiri frægum hönnuðum. Við verðum með fatnað fyrir bæði kynin í búðinni og skiptum út vörum á tveggja vikna fresti. Þannig að það verðum ávallt eitthvað nýtt að sjá í búðinni og viðskiptavinurinn verður að fylgjast vel með.

Verslunar-og framkvæmdarstjóri í búðinni er hönnuðurinn og stílistinn Hildur Hafstein sem ásamt Guðlaugu mun standa vaktina bak við afgreiðsluborðið.

Á efstu hæðinni verður svo veitingastaður sem aðeins verður opinn á búðartíma. Hann mun bjóða upp á allt frá mat upp í kökur fyrir þá sem vilja hvíla sig milli búða á miðbæjarröltinu en einnig er hægt að panta mat til að taka með, sem er hentugt fyrir þá sem vinna í nágrenninu.

Maturinn er allt frá Ítalíu til Japans og því fjölbreytt úrval af öllu hjá okkur. Fatnaði, smávöru og mat, segir Guðlaug að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.