Alþjóðleg hátíð í örum vexti 21. september 2006 10:00 Dimitri eipides Sá um valið á myndunumsem keppa til verðlauna í flokknum Vitranir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku en nærri áttatíu myndir verða sýndar þá ellefu daga sem hátíðin stendur. Fjöldi erlendra gesta er væntanlegur á hátíðina sem hefur vakið athygli utan landsteinanna. „Sérstaða hátíðarinnar er fólgin í breiddinni en við leggjum okkur fram um að sýna myndir úr ólíkum áttum þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Myndirnar koma frá hinum ýmsu löndum og við sýnum gamanmyndir, spennumyndir, hrylling, barnamyndir og stutt- og heimildarmyndir.“Vitranir ungs fólksHrönn Marínósdóttir Er ásamt sínu fólki með allar klær úti þegar kemur að því að finna myndir á hátíðina. Þau hafa sótt aðrar hátíðir, til dæmis í Cannes, og kynningarstarfið hefur skilað því að fólk sækist í auknum mæli eftir því að koma myndum sínum að í dagskránni.Dagskrá hátíðarinnar er skipt upp í nokkra flokka og þar ber einna hæst keppnisflokkinn Vitranir en þar eru einungis sýndar myndir eftir unga og upprennandi leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd í fullri lengd. Dimitri Eipides, dagskrárstjóri hátíðarinnar, hafði veg og vanda af vali mynda í flokkinn þar sem fjórtán myndir keppa um titilinn „uppgötvun ársins“. Myndin Fjórar mínútur, eftir Chris Kraus, er ein þessara mynda en hún verður Evrópufrumsýnd á hátíðinni.Hátíðarmyndirnar verða sýndar í Háskólabíói, Iðnó og Tjarnarbíói, sem verður framvegis varnarþing hátíðarinnar. „Andrúmsloftið í Tjarnarbíói er hlýlegra en maður á að venjast í öðrum bíósölum landsins og það stendur til að taka húsið í gegn í samvinnu við sjálfstæðu leikhúsin á næsta ári og við erum því að fá sjálfstætt bíóhús í miðborginni sem gerir okkur kleift að standa fyrir smærri viðburðum á öðrum árstímum,“ segir Hrönn og segir sýningar í Tjarnarbíói á hátíðinni hafa vakið mikla lukku.Fjöldi erlendra gesta„Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ætlar sér að breyta viðmiðum um kvikmyndahátíðir á Íslandi og við höfum sett okkur það markmið að gera hana að menningarviðburði sem eftir verður tekið hér á landi sem erlendis,“ segir Hrönn, sem á von á rúmlega hundrað boðsgestum að utan. Þar af er rúmlega helmingurinn fagfólk í kvikmyndabransanum því skipulagðir eru sérstakir viðburðir fyrir það. „Erlendir fjölmiðlar, blaðamenn og sjónvarpsfólk sem hingað koma nálgast nú þriðja tuginn. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir að nokkrir tugir manna til viðbótar sæki hátíðina á eigin vegum en Icelandair býður sérstakar tilboðsferðir til landsins í tilefni hátíðarinnar. Ég veit til dæmis um stóran bandarískan kvikmyndaklúbb sem ætlar að mæta, þannig að stemningin í kringum hátíðina er góð.“Hátíðin var kynnt fyrir heimspressunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og Hrönn segir ljóst að sú kynning hafi skilað góðum árangri. „Dagskráin er það sérstök að hún sker sig úr á heimsvísu þannig að fólk sér fulla ástæðu til að gera sér ferð til landsins.“ Um 13.000 manns komu í bíó þá ellefu daga sem hátíðin stóð yfir í fyrra, sem gerir hana að best sóttu hátíð á Íslandi sé miðað við dagafjölda og Hrönn á von á því að fjöldinn verði enn meiri í ár. „Við vildum auka umfangið aðeins og hátíðin hefur því aldrei verið stærri. Úrvalið er mikið og við sýnum hverja mynd tvisvar til þrisvar sinnum þannig að það er um að gera að kynna sér dagskrána vel og skipuleggja sig svo fólk missi ekki af neinu. Öll miðasala verður á filmfest.is og midi.is.“Málþing og ráðstefnurAuk kvikmyndasýninganna verður á hátíðinni efnt til málþinga, ráðstefna og námskeiða um hina ýmsu anga kvikmyndanna. Þar ber einna hæst málþing með þremur fyrrverandi föngum í hinum alræmdu Guantanamo-fangabúðum á Kúbu en málþingið er haldið í samstarfi við Amnesty International á Íslandi í tengslum við sýningu heimildarmyndarinnar The Road to Guantanamo. Þá verða möguleikar Reykjavíkur til að verða kvikmyndaiðnaðarborg norðursins ræddir á sérstöku málþingi á vegum Reykjavikurborgar.Af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á má nefna námskeið um kvikmyndahátíðir við Háskóla Íslands sem felur í sér nokkurs konar starfsþjálfun í kvikmyndahátíðahaldi og námskeið í kvikmyndalestri fyrir almenning. Það verður því í nógu að snúast hjá kvikmyndaáhugafólki á næstunni.„Þetta verður mikið fjör, gleði og gaman,“ segir Hrönn, sem er enn að hnýta lokahnútana á dagskrá hátíðarinnar sem byrjar eftir viku. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku en nærri áttatíu myndir verða sýndar þá ellefu daga sem hátíðin stendur. Fjöldi erlendra gesta er væntanlegur á hátíðina sem hefur vakið athygli utan landsteinanna. „Sérstaða hátíðarinnar er fólgin í breiddinni en við leggjum okkur fram um að sýna myndir úr ólíkum áttum þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Myndirnar koma frá hinum ýmsu löndum og við sýnum gamanmyndir, spennumyndir, hrylling, barnamyndir og stutt- og heimildarmyndir.“Vitranir ungs fólksHrönn Marínósdóttir Er ásamt sínu fólki með allar klær úti þegar kemur að því að finna myndir á hátíðina. Þau hafa sótt aðrar hátíðir, til dæmis í Cannes, og kynningarstarfið hefur skilað því að fólk sækist í auknum mæli eftir því að koma myndum sínum að í dagskránni.Dagskrá hátíðarinnar er skipt upp í nokkra flokka og þar ber einna hæst keppnisflokkinn Vitranir en þar eru einungis sýndar myndir eftir unga og upprennandi leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd í fullri lengd. Dimitri Eipides, dagskrárstjóri hátíðarinnar, hafði veg og vanda af vali mynda í flokkinn þar sem fjórtán myndir keppa um titilinn „uppgötvun ársins“. Myndin Fjórar mínútur, eftir Chris Kraus, er ein þessara mynda en hún verður Evrópufrumsýnd á hátíðinni.Hátíðarmyndirnar verða sýndar í Háskólabíói, Iðnó og Tjarnarbíói, sem verður framvegis varnarþing hátíðarinnar. „Andrúmsloftið í Tjarnarbíói er hlýlegra en maður á að venjast í öðrum bíósölum landsins og það stendur til að taka húsið í gegn í samvinnu við sjálfstæðu leikhúsin á næsta ári og við erum því að fá sjálfstætt bíóhús í miðborginni sem gerir okkur kleift að standa fyrir smærri viðburðum á öðrum árstímum,“ segir Hrönn og segir sýningar í Tjarnarbíói á hátíðinni hafa vakið mikla lukku.Fjöldi erlendra gesta„Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ætlar sér að breyta viðmiðum um kvikmyndahátíðir á Íslandi og við höfum sett okkur það markmið að gera hana að menningarviðburði sem eftir verður tekið hér á landi sem erlendis,“ segir Hrönn, sem á von á rúmlega hundrað boðsgestum að utan. Þar af er rúmlega helmingurinn fagfólk í kvikmyndabransanum því skipulagðir eru sérstakir viðburðir fyrir það. „Erlendir fjölmiðlar, blaðamenn og sjónvarpsfólk sem hingað koma nálgast nú þriðja tuginn. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir að nokkrir tugir manna til viðbótar sæki hátíðina á eigin vegum en Icelandair býður sérstakar tilboðsferðir til landsins í tilefni hátíðarinnar. Ég veit til dæmis um stóran bandarískan kvikmyndaklúbb sem ætlar að mæta, þannig að stemningin í kringum hátíðina er góð.“Hátíðin var kynnt fyrir heimspressunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og Hrönn segir ljóst að sú kynning hafi skilað góðum árangri. „Dagskráin er það sérstök að hún sker sig úr á heimsvísu þannig að fólk sér fulla ástæðu til að gera sér ferð til landsins.“ Um 13.000 manns komu í bíó þá ellefu daga sem hátíðin stóð yfir í fyrra, sem gerir hana að best sóttu hátíð á Íslandi sé miðað við dagafjölda og Hrönn á von á því að fjöldinn verði enn meiri í ár. „Við vildum auka umfangið aðeins og hátíðin hefur því aldrei verið stærri. Úrvalið er mikið og við sýnum hverja mynd tvisvar til þrisvar sinnum þannig að það er um að gera að kynna sér dagskrána vel og skipuleggja sig svo fólk missi ekki af neinu. Öll miðasala verður á filmfest.is og midi.is.“Málþing og ráðstefnurAuk kvikmyndasýninganna verður á hátíðinni efnt til málþinga, ráðstefna og námskeiða um hina ýmsu anga kvikmyndanna. Þar ber einna hæst málþing með þremur fyrrverandi föngum í hinum alræmdu Guantanamo-fangabúðum á Kúbu en málþingið er haldið í samstarfi við Amnesty International á Íslandi í tengslum við sýningu heimildarmyndarinnar The Road to Guantanamo. Þá verða möguleikar Reykjavíkur til að verða kvikmyndaiðnaðarborg norðursins ræddir á sérstöku málþingi á vegum Reykjavikurborgar.Af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á má nefna námskeið um kvikmyndahátíðir við Háskóla Íslands sem felur í sér nokkurs konar starfsþjálfun í kvikmyndahátíðahaldi og námskeið í kvikmyndalestri fyrir almenning. Það verður því í nógu að snúast hjá kvikmyndaáhugafólki á næstunni.„Þetta verður mikið fjör, gleði og gaman,“ segir Hrönn, sem er enn að hnýta lokahnútana á dagskrá hátíðarinnar sem byrjar eftir viku.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira