Íslendingar allt í öllu í nýju myndbandi hjá Placebo 22. september 2006 13:30 Erna Erna Ómarsdóttir dansaði við Harry Dean Stanton í Los Angeles. Breska rokksveitin Placebo tók upp nýtt myndband fyrir skemmstu. Íslendingar voru afar áberandi við gerð myndbandsins. Félagarnir Stefán Árni og Siggi Kinski, fyrrum meðlimir Gus Gus, tóku nýverið upp myndband við lagið Follow the Cops Back Home með ensku rokksveitinni Placebo. Lagið var samið á Íslandi og upphaflega stóð til að taka það upp hér á landi en á endanum varð Los Angeles fyrir valinu. Með aðalhlutverk í myndbandinu fara Erna Ómarsdóttir dansari og Harry Dean Stanton, sem er m.a. þekktur fyrir hlutverk sín í Wild at Heart, The Green Mile, Repo Man og Paris, Texas. Auk þeirra koma leikstjórarnir sjálfir við sögu í myndbandinu. Erna var í tvo daga í Los Angeles við tökurnar og segir hún upplifunina hafa verið mjög sérstaka. Þetta er allt annar heimur en ég er í en það er mjög hollt að upplifa aðra hluti. Þetta var mjög skemmtilegt og upplífgandi, segir Erna. Í myndbandinu er sögð saga af stúlku, sem er leikin af Ernu, sem lítur út fyrir að hafa sloppið frá lögreglunni, sem Stefán Árni og Siggi leika. Fer hún að dansa um í handjárnum þar til Harry Dean Stanton nær í lykilinn að þeim og bjargar henni. Dansa þau síðan saman í lokin. Þetta var ekki leiðinlegt og hann kenndi mér nokkra góða takta, segir Erna um Harry Dean. Hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum og það var mjög gaman að dansa við hann. Hann er skemmtilegur karakter. Hann virkaði frekar þreytulegur í byrjun en svo lifnaði yfir honum þegar ég fór að kenna honum íslensku, segir hún. Erna er um þessar mundir búsett í Belgíu þar sem hún undirbýr m.a. sýningu með fjöllistahópnum Pony. Er hún einnig með annan fótinn á Íslandi. Hún er ekki ókunnug tónlistarmyndböndum því hún hefur áður leikið í myndbandi við Bjarkarlagið Where Is the Line? af plötunni Medúlla. Þar fór hún eftirminnilega með hlutverk djöfuls sem brýst út úr Björk. Stefán Árni og Siggi hafa áður tekið upp myndbönd fyrir sveitir á borð við Snow Patrol, Travis og Iggy Pop og eru því ýmsu vanir í bransanum. Einnig tóku þeir upp myndband við lag Sigur Rósar, Glósóli, sem var valið besta rokkmyndbandið á Sköpunar- og hönnunarverðlaununum sem voru afhent í Hammersmith Palais í London á dögunum. Menning Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Breska rokksveitin Placebo tók upp nýtt myndband fyrir skemmstu. Íslendingar voru afar áberandi við gerð myndbandsins. Félagarnir Stefán Árni og Siggi Kinski, fyrrum meðlimir Gus Gus, tóku nýverið upp myndband við lagið Follow the Cops Back Home með ensku rokksveitinni Placebo. Lagið var samið á Íslandi og upphaflega stóð til að taka það upp hér á landi en á endanum varð Los Angeles fyrir valinu. Með aðalhlutverk í myndbandinu fara Erna Ómarsdóttir dansari og Harry Dean Stanton, sem er m.a. þekktur fyrir hlutverk sín í Wild at Heart, The Green Mile, Repo Man og Paris, Texas. Auk þeirra koma leikstjórarnir sjálfir við sögu í myndbandinu. Erna var í tvo daga í Los Angeles við tökurnar og segir hún upplifunina hafa verið mjög sérstaka. Þetta er allt annar heimur en ég er í en það er mjög hollt að upplifa aðra hluti. Þetta var mjög skemmtilegt og upplífgandi, segir Erna. Í myndbandinu er sögð saga af stúlku, sem er leikin af Ernu, sem lítur út fyrir að hafa sloppið frá lögreglunni, sem Stefán Árni og Siggi leika. Fer hún að dansa um í handjárnum þar til Harry Dean Stanton nær í lykilinn að þeim og bjargar henni. Dansa þau síðan saman í lokin. Þetta var ekki leiðinlegt og hann kenndi mér nokkra góða takta, segir Erna um Harry Dean. Hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum og það var mjög gaman að dansa við hann. Hann er skemmtilegur karakter. Hann virkaði frekar þreytulegur í byrjun en svo lifnaði yfir honum þegar ég fór að kenna honum íslensku, segir hún. Erna er um þessar mundir búsett í Belgíu þar sem hún undirbýr m.a. sýningu með fjöllistahópnum Pony. Er hún einnig með annan fótinn á Íslandi. Hún er ekki ókunnug tónlistarmyndböndum því hún hefur áður leikið í myndbandi við Bjarkarlagið Where Is the Line? af plötunni Medúlla. Þar fór hún eftirminnilega með hlutverk djöfuls sem brýst út úr Björk. Stefán Árni og Siggi hafa áður tekið upp myndbönd fyrir sveitir á borð við Snow Patrol, Travis og Iggy Pop og eru því ýmsu vanir í bransanum. Einnig tóku þeir upp myndband við lag Sigur Rósar, Glósóli, sem var valið besta rokkmyndbandið á Sköpunar- og hönnunarverðlaununum sem voru afhent í Hammersmith Palais í London á dögunum.
Menning Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira