Meira geggjað gleðipopp 22. september 2006 15:00 Scissor Sisters Önnur plata hljómsveitarinnar er í stíl við þá fyrstu og nú spilar Elton John sjálfur á píanó í nokkrum lögum. Ein af þeim plötum sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu á árinu 2006 er önnur plata New York-sveitarinnar Scissor Sisters, Ta-Dah, sem kom út í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson athugaði hvernig sveitinni hefði tekist að fylgja eftir fyrri plötunni, sem kom út fyrir tveimur árum. Fyrsta plata Scissor Sisters er ein af skemmtilegutsu poppplötum síðustu ára. Hún kom út fyrir tveimur árum og innihélt smelli á borð við Take Your Mama, Laura, Filthy Gorgeous, Tits on the Radio og útgáfu af Pink Floyd-laginu Comfortably Numb. Platan, sem hét einfaldlega Scissor Sisters, fékk fína dóma og seldist mjög vel, var m.a. mest selda platan í Bretlandi árið 2004. Það var þess vegna mikil pressa á sveitinni að standa sig á nýju plötunni, Ta-Dah, sem er nýkomin í verslanir.Erfið fæðingScissor SistersAð gera þessa plötu er það erfiðasta sem ég hef gert fyrir utan að sættast við kynhneigð mína, segir Jake Shears söngvari í nýlegu viðtali. Og hann segir að sveitin hafi þrælað sér út í hljóðverinu. Ég vildi sjá til þess að öll lögin væru frábær. Ég hef ekki hugmynd um hvort það tókst. Ég veit ekki hvort þetta er góð plata þó að mér finnist öll lögin góð. Ég er ekki fullkomlega sáttur við hana, en ég var heldur ekki fulkomlega sáttur við fyrstu plötuna... B-hliðin sló í gegnScissor Sisters (nafnið er heiti á ákveðinni lesbískri samfarastellingu) var stofnuð í New York árið 2001 af fyrrnefndum Jake Shears, söngvara og lagasmið, og Babydaddy, gítarleikara og lagasmið. Fljótlega bættust söngkonan Ana Matronic, gítarleikarinn Del Marquis og trommuleikarinn Paddy Boom í hópinn. Sveitin gat sér gott orð á klúbbasenunni í New York, en það var ekki fyrr en hún setti sína sýrðu diskóútgáfu af Pink Floyd-klassíkinni Comfortably Numb á bakhlið fyrstu smáskífunnar sinnar Electrobix seint á árinu 2003 sem sveitin fór að vekja einhverja athygli að ráði. Popp og diskóTónlistin á fyrstu plötunni sótti mikið í popp og diskótónlist áttunda áratugarins. Elton John-áhrifin voru áberandi og eins minnti falsettusöngur Jakes mikið á Bee Gees. Scissor Sisters setti þessi áhrif í nútíma dans- og popptónlistarbúning og útkoman varð geggjað gleðipopp sem enginn vissi hvort almenningur hefði smekk fyrir eða ekki. Skrautlegir búningar og sérstaklega lífleg og litrík frammistaða sveitarinnar á tónleikum hafði sitt að segja og þegar upp var staðið elskuðu eiginlega allir Scissor Sisters, nema nokkrir spældir Pink Floyd-aðdáendur sem þoldu ekki meðferðina á Comfortably Numb. Meira af því samaTónlistin á nýju plötunni er í stíl við fyrstu plötuna. Bee Gees-áhrifin eru enn til staðar, en svo er líka smá ragtime-stemning í nokkrum lögum. Elton John spilar sem gestur á píanó í nokkrum lögum, þ.á m. fyrsta smáskífulaginu I Dont Feel Like Dancing og önnur gömul hetja, gítarleikarinn Carlos Alomar sem er þekktastur fyrir að hafa spilað með David Bowie, spilar í nokkrum lög um, þ.á m. hinu frábæra Transistor sem minnir einmitt á David Bowie eins og hann hljómaði á Scary Monsters. Það eru mörg lög á Ta-Dah sem gætu orðið smáskífulög. þ.á m. Shes My Man, Kiss You Off og Paul McCartney. Í fyrstu er platan fáanleg bæði einföld og í tvöfaldri viðhafnarútgáfu, en aukadiskurinn í þeim pakka hefur að geyma 6 lög. Menning Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Ein af þeim plötum sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu á árinu 2006 er önnur plata New York-sveitarinnar Scissor Sisters, Ta-Dah, sem kom út í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson athugaði hvernig sveitinni hefði tekist að fylgja eftir fyrri plötunni, sem kom út fyrir tveimur árum. Fyrsta plata Scissor Sisters er ein af skemmtilegutsu poppplötum síðustu ára. Hún kom út fyrir tveimur árum og innihélt smelli á borð við Take Your Mama, Laura, Filthy Gorgeous, Tits on the Radio og útgáfu af Pink Floyd-laginu Comfortably Numb. Platan, sem hét einfaldlega Scissor Sisters, fékk fína dóma og seldist mjög vel, var m.a. mest selda platan í Bretlandi árið 2004. Það var þess vegna mikil pressa á sveitinni að standa sig á nýju plötunni, Ta-Dah, sem er nýkomin í verslanir.Erfið fæðingScissor SistersAð gera þessa plötu er það erfiðasta sem ég hef gert fyrir utan að sættast við kynhneigð mína, segir Jake Shears söngvari í nýlegu viðtali. Og hann segir að sveitin hafi þrælað sér út í hljóðverinu. Ég vildi sjá til þess að öll lögin væru frábær. Ég hef ekki hugmynd um hvort það tókst. Ég veit ekki hvort þetta er góð plata þó að mér finnist öll lögin góð. Ég er ekki fullkomlega sáttur við hana, en ég var heldur ekki fulkomlega sáttur við fyrstu plötuna... B-hliðin sló í gegnScissor Sisters (nafnið er heiti á ákveðinni lesbískri samfarastellingu) var stofnuð í New York árið 2001 af fyrrnefndum Jake Shears, söngvara og lagasmið, og Babydaddy, gítarleikara og lagasmið. Fljótlega bættust söngkonan Ana Matronic, gítarleikarinn Del Marquis og trommuleikarinn Paddy Boom í hópinn. Sveitin gat sér gott orð á klúbbasenunni í New York, en það var ekki fyrr en hún setti sína sýrðu diskóútgáfu af Pink Floyd-klassíkinni Comfortably Numb á bakhlið fyrstu smáskífunnar sinnar Electrobix seint á árinu 2003 sem sveitin fór að vekja einhverja athygli að ráði. Popp og diskóTónlistin á fyrstu plötunni sótti mikið í popp og diskótónlist áttunda áratugarins. Elton John-áhrifin voru áberandi og eins minnti falsettusöngur Jakes mikið á Bee Gees. Scissor Sisters setti þessi áhrif í nútíma dans- og popptónlistarbúning og útkoman varð geggjað gleðipopp sem enginn vissi hvort almenningur hefði smekk fyrir eða ekki. Skrautlegir búningar og sérstaklega lífleg og litrík frammistaða sveitarinnar á tónleikum hafði sitt að segja og þegar upp var staðið elskuðu eiginlega allir Scissor Sisters, nema nokkrir spældir Pink Floyd-aðdáendur sem þoldu ekki meðferðina á Comfortably Numb. Meira af því samaTónlistin á nýju plötunni er í stíl við fyrstu plötuna. Bee Gees-áhrifin eru enn til staðar, en svo er líka smá ragtime-stemning í nokkrum lögum. Elton John spilar sem gestur á píanó í nokkrum lögum, þ.á m. fyrsta smáskífulaginu I Dont Feel Like Dancing og önnur gömul hetja, gítarleikarinn Carlos Alomar sem er þekktastur fyrir að hafa spilað með David Bowie, spilar í nokkrum lög um, þ.á m. hinu frábæra Transistor sem minnir einmitt á David Bowie eins og hann hljómaði á Scary Monsters. Það eru mörg lög á Ta-Dah sem gætu orðið smáskífulög. þ.á m. Shes My Man, Kiss You Off og Paul McCartney. Í fyrstu er platan fáanleg bæði einföld og í tvöfaldri viðhafnarútgáfu, en aukadiskurinn í þeim pakka hefur að geyma 6 lög.
Menning Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira