Lífið

Tók upp millinafnið Náttmörður

Benjamín náttvörður árnason Skálaði í kampavíni ásamt vinum sínum eftir nafnabreytinguna.
Benjamín náttvörður árnason Skálaði í kampavíni ásamt vinum sínum eftir nafnabreytinguna. MYND/anton

Ég þurfti að berjast við skrifræðið í heilt ár áður en ég fékk þetta samþykkt, segir hinn 21 árs gamli Benjamín Náttmörður Árnason, sem fékk hinu sérstaka millinafni bætt við nafn sitt í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í gær.

Náttmörður er í hljómsveitinni Man Behind the Wheel og segir mikilvægt að hafa grípandi nafn í rokkbransanum. Tilurð nafnsins má einmitt rekja til tónleikaferðalags hljómsveitarinnar í Bandaríkjunum í fyrra. Við vorum að túra þar og einsog gerist þegar maður dvelur fjarri heimahögunum er auðvelt að ruglast í ríminu. Einu sinni vaknaði ég af slæmum svefni og ruglaði saman orðinu martröð og enska orðinu nightmare og sagði stundarhátt: Strákar, ég fékk hrikalegan náttmörð.

Eftir það var Benjamín ekki kallaður annað en Náttmörður. Þetta er líka flott nafn og fellur vel að íslenskunni, þannig ég dreif mig upp í ráðuneyti og sótti um að fá því bætt við nafnið mitt.

Þá tók við það sem Náttmörður kallar búrókratískt stríð við dómsmálaráðuneytið, sem lauk á miðvikudag þegar hann fékk bréf frá ráðuneytinu þess efnis að nafnið hefði verið samþykkt. Náttmörður mætti í dómsmálaráðuneytið í gær, ásamt fríðu föruneyti, og skrifaði undir gjörninginn. Eftir á var skálað í kampavíni enda heimsfrægð í seilingarfjarlægð. Með svona flott nafn verður ekkert mál að sigra heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.