Lífið

Diaz kærir ljósmyndara

Diaz og Timberlake Komust í hann krappann þegar ljósmyndari brást illa við eftir að parið neitaði honum um myndatöku.
Diaz og Timberlake Komust í hann krappann þegar ljósmyndari brást illa við eftir að parið neitaði honum um myndatöku. MYND/Getty

Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú kæru sem leikkonan Cameron Diaz lagði fram gegn ljósmyndara en þar sakar hún hann um að hafa ógnað lífi sínu og limum. Atvkið átti sér stað fyrir utan hús vinar Diaz og unnustu hennar Justin Timberlake og segir Diaz að þegar parið hafi verið að fara heim hafi ljósmyndari komið aðvífandi og viljað taka myndir af skötuhjúunum en fékk ekki.

Samkvæmt skýrslu sem tekin var af Diaz lét ljósmyndarinn ekki segjast, settist upp í bílinn sinn og ók í átt að þeim þannig að Diaz neyddist að hoppa frá til að verða ekki fyrir bifreiðinni.

Samkvæmt talsmanni lögreglunnar, April Harding, er rannsókn nú á frumstigi en ríkisstjórinn í Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, hefur tilkynnt um hertar refsingar gagnvart svokölluðum paparazzi - ljósmyndurum ef þeir stofna lífi fræga fólksins í hættu þegar ná á myndum. Þegar hafa leikkonurnar Lindsay Lohan og Scarlett Johannson lent í smávægilegum slysum vegna þess að þær voru að eigin sögn að flýja undan ljósmyndurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.