Lífið

J-Lo í tæknifrjóvgun

Jennifer Lopez Er tilbúin að gera hvað sem er til að verða móðir. Hún hefur nú sett stefnuna á að fara í tæknifrjóvgun.
Jennifer Lopez Er tilbúin að gera hvað sem er til að verða móðir. Hún hefur nú sett stefnuna á að fara í tæknifrjóvgun. MYND/Getty

Jennifer Lopez hefur ákveðið að fara í tæknifrjóvgun til að draumur hennar um að eignast börn geti ræst. Söng- og leikkonan kunna er gift söngvaranum Marc Anthony og hafa þau sett stefnuna á að eignast tvö börn saman. J-Lo hefur heimsótt heilsugæslustöð í Los Angeles sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum og rætt við starfsfólk og sjúklinga þar.

„Jennifer segir að hún sé þegar farin að undirbúa sig fyrir tæknifrjóvgunina og að hún geti ekki beðið eftir því að stofna fjölskyldu,“ sagði heimildarmaður á heilsugæslustöðinni við breska blaðið The Sun.

J-Lo er orðin 37 ára gömul og lýsti því yfir fyrir skemmstu að hún væri tilbúin að gera hvað sem er til að verða ólétt. Hún er nú farin að borða spínat til að verða frjósamari. Að ráði læknis síns borðar hún spínat þrisvar á dag. „Ef spínatið hjálpar mér ekki við að eignast börn ætti ég þó að fá vöðva eins og Stjáni blái í staðinn,“ sagði J-Lo létt á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.