Eitthvað pólskt fyrir alla 22. september 2006 11:00 Anna Wojtynska og Marta Macuga Segja tíma kominn til að vekja athygli á framlagi Pólverja og veru þeirra hér á landi. MYND/Vilhelm Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi og tvær hugsjónakonur ákváðu að tími væri kominn til þess að kynna menningu Póllands betur hér á landi. Í næstu viku verður haldin fjölbreytt pólsk menningarhátíð í Reykjavík þar sem pólskt listafólk úr öllum menningargeirum mun stíga á stokk og kynna starf sitt og heimaland. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Mörtu Macuga og Önnu Wojtynska sem láta nú draum sinn rætast en hugmyndin er búin að vera í gerjun býsna lengi. Við byrjuðum að skipuleggja hátíðina fyrir tveimur árum. Okkur fannst tími til kominn að kynna Íslendingum pólska menningu, Pólverjar eru til dæmis stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi, útskýrir Marta. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru um 300 Pólverjar búsettir hér á landi en Marta bendir á að þeir séu mun fleiri eftir að opnað var fyrir frjálst flæði vinnuafls um Evrópska efnahagssvæðið í vor. Pólverjar hafa sig ekki mikið í frammi, margir sem koma hingað eru í erfiðri líkamlegri vinnu og hafa lítinn tíma fyrir nýjan kunningsskap eða félagslíf. Við vildum taka málin í okkar eigin hendur og gera eitthvað til þess að vekja athygli á framlagi þeirra og veru hér á landi. Dagskráin hefst næstkomandi fimmtudag en von er á fjölmörgum góðum gestum frá Póllandi auk þess sem pólskir listamenn hérlendis munu gleðja gesti hátíðarinnar. Fyrsti viðburðurinn verður opnun á listasýningu eftir Ireneusz Jankous, segir Marta, hann er algjör elska og málar fallegar myndir innblásnar af Póllandi. Hann er ekki menntaður málari heldur vinnur hann í byggingarvinnu og málar í frístundum sínum. Verk Jankous verða til sýnis á Kaffi Kúltúr við Hverfisgötu en sýningin er sett upp í samstarfi við Alþjóðahúsið. Síðan verður athöfn í Háskólabíói þar sem forseti Íslands opnar hátíðina og í kjölfarið leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn pólska tónskáldsins Krzysztofs Penderecki. Sinfónían hefur stutt vel við bakið á okkur en Penderecki er eitt þekktasta pólska tónskáld samtímans. Hann mun stýra sveitinni í flutningi á tveimur af verkum hans. Flestar listgreinar fá sitt rými á hátíðinni; auk tónlistar og myndlistar koma bókmenntir við sögu því pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk verður gestur hátíðarinnar en sérstök dagskrá verður haldin henni til heiðurs næstkomandi mánudag þar sem rithöfundurinn Sjón mun kynna hana og verk hennar fyrir íslenskum áheyrendum. Á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins mun látbragðsleikarinn Ireneusz Krosny sýna verk sitt One Mime Theatre. Látbragðsleikur er mjög tengdur Póllandi og þessi magnaði listamaður er einn af þeim snjöllustu. Hann verður með þrjár sýningar í Þjóðleikhúsinu sem er skemmtun fyrir alla aldurshópa sem allir skilja því vitanlega er ekkert talað í sýningunni, segir Marta. Kvikmyndalistinni verður einnig sinnt því í von er á listaparinu Dorotu Kedzierzawska og Arthur Reinhart með milligöngu kvikmyndahátíðarinnar RIFF en mynd Kedzierzawska Ég er verður sýnd á hátíðinni. Rúmlega þrjátíu gestir koma frá Póllandi; auk listamannanna koma háskólanemar frá Varsjá sem ætla að fræða áhugasama um menningu og pólska tungu og efna til pólsks diskóteks á Nasa. Pólsk nýlist og ljósmyndun fær sinn sess og tónlistin vitanlega einnig. Það eru fjölmargir pólskir tónlistarmenn búsettir hér á landi, útskýrir Marta en á sunnudaginn verða sérstakir minningartónleikar um einn þeirra, fiðluleikarann og tónskáldið Szymon Kuran. Pólskur djass og flautumúsík munu hljóma en söngkonan Magga Stína mun líka veita liðsinni sitt og flytja þekkt pólsk lög með enskum og íslenskum texta. Marta útskýrir að hátíðinni sé ætlað að efla samvinnu og skilning en viðburðir sem þessir virki auðvitað í báðar áttir. Það kom mér á óvart hversu mikið Íslendingar vita um Pólland og það hefur auðvitað verið mjög hjálplegt. Þetta er frábært tækifæri til að efla samskipti og því má ekki gleyma að íslensk menning er mjög áhugaverð í augum Pólverja og samskiptin ganga í báðar áttir. Ég veit ekki hvort þetta verður árlegur viðburður, þessi skipulagning tók tvö ár en við höfum áætlanir fyrir næsta ár. Kannski gerum við eitthvað aðeins minna næst. Ég held að við stefnum meira á ólympískt fyrirkomulag og kannski hátíð á fjögurra ára fresti, segir Marta hlæjandi að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni www.polska.is. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi og tvær hugsjónakonur ákváðu að tími væri kominn til þess að kynna menningu Póllands betur hér á landi. Í næstu viku verður haldin fjölbreytt pólsk menningarhátíð í Reykjavík þar sem pólskt listafólk úr öllum menningargeirum mun stíga á stokk og kynna starf sitt og heimaland. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Mörtu Macuga og Önnu Wojtynska sem láta nú draum sinn rætast en hugmyndin er búin að vera í gerjun býsna lengi. Við byrjuðum að skipuleggja hátíðina fyrir tveimur árum. Okkur fannst tími til kominn að kynna Íslendingum pólska menningu, Pólverjar eru til dæmis stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi, útskýrir Marta. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru um 300 Pólverjar búsettir hér á landi en Marta bendir á að þeir séu mun fleiri eftir að opnað var fyrir frjálst flæði vinnuafls um Evrópska efnahagssvæðið í vor. Pólverjar hafa sig ekki mikið í frammi, margir sem koma hingað eru í erfiðri líkamlegri vinnu og hafa lítinn tíma fyrir nýjan kunningsskap eða félagslíf. Við vildum taka málin í okkar eigin hendur og gera eitthvað til þess að vekja athygli á framlagi þeirra og veru hér á landi. Dagskráin hefst næstkomandi fimmtudag en von er á fjölmörgum góðum gestum frá Póllandi auk þess sem pólskir listamenn hérlendis munu gleðja gesti hátíðarinnar. Fyrsti viðburðurinn verður opnun á listasýningu eftir Ireneusz Jankous, segir Marta, hann er algjör elska og málar fallegar myndir innblásnar af Póllandi. Hann er ekki menntaður málari heldur vinnur hann í byggingarvinnu og málar í frístundum sínum. Verk Jankous verða til sýnis á Kaffi Kúltúr við Hverfisgötu en sýningin er sett upp í samstarfi við Alþjóðahúsið. Síðan verður athöfn í Háskólabíói þar sem forseti Íslands opnar hátíðina og í kjölfarið leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn pólska tónskáldsins Krzysztofs Penderecki. Sinfónían hefur stutt vel við bakið á okkur en Penderecki er eitt þekktasta pólska tónskáld samtímans. Hann mun stýra sveitinni í flutningi á tveimur af verkum hans. Flestar listgreinar fá sitt rými á hátíðinni; auk tónlistar og myndlistar koma bókmenntir við sögu því pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk verður gestur hátíðarinnar en sérstök dagskrá verður haldin henni til heiðurs næstkomandi mánudag þar sem rithöfundurinn Sjón mun kynna hana og verk hennar fyrir íslenskum áheyrendum. Á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins mun látbragðsleikarinn Ireneusz Krosny sýna verk sitt One Mime Theatre. Látbragðsleikur er mjög tengdur Póllandi og þessi magnaði listamaður er einn af þeim snjöllustu. Hann verður með þrjár sýningar í Þjóðleikhúsinu sem er skemmtun fyrir alla aldurshópa sem allir skilja því vitanlega er ekkert talað í sýningunni, segir Marta. Kvikmyndalistinni verður einnig sinnt því í von er á listaparinu Dorotu Kedzierzawska og Arthur Reinhart með milligöngu kvikmyndahátíðarinnar RIFF en mynd Kedzierzawska Ég er verður sýnd á hátíðinni. Rúmlega þrjátíu gestir koma frá Póllandi; auk listamannanna koma háskólanemar frá Varsjá sem ætla að fræða áhugasama um menningu og pólska tungu og efna til pólsks diskóteks á Nasa. Pólsk nýlist og ljósmyndun fær sinn sess og tónlistin vitanlega einnig. Það eru fjölmargir pólskir tónlistarmenn búsettir hér á landi, útskýrir Marta en á sunnudaginn verða sérstakir minningartónleikar um einn þeirra, fiðluleikarann og tónskáldið Szymon Kuran. Pólskur djass og flautumúsík munu hljóma en söngkonan Magga Stína mun líka veita liðsinni sitt og flytja þekkt pólsk lög með enskum og íslenskum texta. Marta útskýrir að hátíðinni sé ætlað að efla samvinnu og skilning en viðburðir sem þessir virki auðvitað í báðar áttir. Það kom mér á óvart hversu mikið Íslendingar vita um Pólland og það hefur auðvitað verið mjög hjálplegt. Þetta er frábært tækifæri til að efla samskipti og því má ekki gleyma að íslensk menning er mjög áhugaverð í augum Pólverja og samskiptin ganga í báðar áttir. Ég veit ekki hvort þetta verður árlegur viðburður, þessi skipulagning tók tvö ár en við höfum áætlanir fyrir næsta ár. Kannski gerum við eitthvað aðeins minna næst. Ég held að við stefnum meira á ólympískt fyrirkomulag og kannski hátíð á fjögurra ára fresti, segir Marta hlæjandi að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni www.polska.is.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira