Lífið

Endurkoma Molanna vekur athygli

Sykurmolarnir Njóta greinilega mikilla vinsælda í Danmörku og á Bretlandi því fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað um endurkomu þeirra í Reykjavík.
Sykurmolarnir Njóta greinilega mikilla vinsælda í Danmörku og á Bretlandi því fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað um endurkomu þeirra í Reykjavík.

Endurkoma Sykurmolanna hefur vakið mikla athygli hér heima og nú hafa erlendir fjölmiðlar komist á snoðir um þessa fyrstu tónleika sveitarinnar í fjórtán ár. Vefútgáfa danska blaðsins Politiken greinir frá tónleikunum á forsíðu sinni og vísar til opinberrar vefsíðu Bjarkar, bjork.com. „Það er með stolti að við kynnum tónleika í tilefni af 20 ára afmæli smáskífunnar Birthday í Reykjavík hinn 17. nóvember,“ skrifar Politiken og hleypur á hundavaði yfir feril sveitarinnar og þá fjallar vefur norska dagblaðsins Dagbladet einnig um endurkomuna.

Á vef tónlistartímaritsins NME er einnig sagt frá tónleikum sveitarinnar, sem vekja greinilega mikla athygli en tímaritið var dyggur aðdáandi sveitarinnar á sínum tíma. „Hin áhrifamikla indie-hljómsveit Sugarcubes snýr aftur í Reykjavík til að fagna afmæli smáskífunnar Birthday,“ stendur í frétt vefsins, sem lætur þess jafnframt getið að Sugarcubes hafi rutt brautina fyrir íslenska tónlist á erlendum vettvangi og þá gerir fréttastofa MTV tónleikunum einnig skil á vefsíðu sinni auk annarra smærri vefja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.