Lífið

Þær bestu áfram

Rónalíf Myndin Factotum sem byggir á verkum rithöfundarins Charles Bukowski er ein þeirra hátíðarmynda sem halda áfram í almennum sýningum.
Rónalíf Myndin Factotum sem byggir á verkum rithöfundarins Charles Bukowski er ein þeirra hátíðarmynda sem halda áfram í almennum sýningum.

Iceland Film Festival-kvikmyndahátíðinni lauk formlega í gær en nokkrar vinsælustu myndirnar á hátíðinni halda áfram á almennum sýningum.

The Proposition, sem gerð er eftir handriti tónlistarmannsins Nick Cave, var lokamynd hátíðarinnar en þeir sem komust ekki á þær fjórar sýningar sem boðið var upp á á hátíðinni þurfa ekki að örvænta þar sem almennar sýningar á henni hefjast í dag.

Bjólfskviða heldur sömuleiðis áfram, ásamt Volver eftir Pedro Almodóvar, Factotum og I"m Your Man, heimildarmyndinni um Leonard Cohen. Þá munu sýningar á hinni umtöluðu náttúruverndarmynd Als Gore, An Inconvenient Truth, halda áfram.

Franska teiknimyndin Renaissance og Down in the Valley með Edward Norton verða sýndar um helgina og unnið er hörðum höndum að því að koma Paris, je t‘aime og The Wind that Shakes the Barley sem fyrst í almennar sýningar en eftirspurnin eftir þeim er enn mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.