Foreldrar taka ekki mark á ELSPA 23. júní 2005 00:01 Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Svissneska fyrirtækið Modulum gerði fyrir ELSPA sýnir að foreldrar taka ekki mark á merkingum sem banna leiki. Foreldrar eru meðvitaðir um merkingarnar en nota þær frekar til hliðsjónar en ekki sem viðvörun um innihald leikja sem eru bannaðir börnum. Þessar niðurstöður voru birtar af framkvæmdastjóra Modulum, Jurgen Freund á ELSPA International Games Summit í London fyrr í vikunni. Samkvæmt Jurgen eru foreldrar og börn almennt meðvituð um merkingar en foreldrar eru síður strangari á að banna börnum sínum að kaupa leiki sem innihalda ofbeldi. Jurgen sagði að foreldrar sjá merkingarnar sem leiðbeinandi hlut frekar en að fara algjörlega eftir þeim. Hann sagði einnig að þótt foreldrar væru ekki á eitt sátt með að börnin spiluðu ofbeldisleiki væru fáir sem tækju beina afstöðu gagnvart ofbeldisleikjum. Stærra málefni fyrir foreldrana er að krakkar eyði meiri tíma í tölvuleikjum frekar en að stunda aðra afþreyingu og því ekki eins áhyggjufullir af innihaldi leikja. Flestir foreldrar í könnuninni þóttu börnin sín nógu þroskuð til að spila ofbeldisfulla leiki. Könnunin sýndi að 18+ merkingar virkuðu frekar sem söluhvetjandi fyrir leiki frekar en að vera fráhrindandi vörn. http://www.elspa.com/ Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Svissneska fyrirtækið Modulum gerði fyrir ELSPA sýnir að foreldrar taka ekki mark á merkingum sem banna leiki. Foreldrar eru meðvitaðir um merkingarnar en nota þær frekar til hliðsjónar en ekki sem viðvörun um innihald leikja sem eru bannaðir börnum. Þessar niðurstöður voru birtar af framkvæmdastjóra Modulum, Jurgen Freund á ELSPA International Games Summit í London fyrr í vikunni. Samkvæmt Jurgen eru foreldrar og börn almennt meðvituð um merkingar en foreldrar eru síður strangari á að banna börnum sínum að kaupa leiki sem innihalda ofbeldi. Jurgen sagði að foreldrar sjá merkingarnar sem leiðbeinandi hlut frekar en að fara algjörlega eftir þeim. Hann sagði einnig að þótt foreldrar væru ekki á eitt sátt með að börnin spiluðu ofbeldisleiki væru fáir sem tækju beina afstöðu gagnvart ofbeldisleikjum. Stærra málefni fyrir foreldrana er að krakkar eyði meiri tíma í tölvuleikjum frekar en að stunda aðra afþreyingu og því ekki eins áhyggjufullir af innihaldi leikja. Flestir foreldrar í könnuninni þóttu börnin sín nógu þroskuð til að spila ofbeldisfulla leiki. Könnunin sýndi að 18+ merkingar virkuðu frekar sem söluhvetjandi fyrir leiki frekar en að vera fráhrindandi vörn. http://www.elspa.com/
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira