Lífið

5000 manns á Kirkjudögum

Um 5000 manns á öllum aldri sóttu Kirkjudaga 2005 en biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sleit hátíðinni á Skólavörðuholti á miðnætti. Kirkjudagar hófust á föstudagskvöld og fór fram viðamikil dagskrá úti og inni í Iðnskólanum og í Hallgrímskirkju. Vegna rigningar og hvassviðris þurfti að færa ýmsa atburði sem áttu að vera utanhúss, ýmist í kirkjuna eða í íþróttahús Vörðuskóla. Eigi að síður voru söngleikir fluttir á útisviði og þar voru einnig tónleikar í gærkvöldi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.