Lífið

Minnkandi bjartsýni landsmanna

Heldur dró úr bjartsýni landsmanna í síðasta mánuði og lækkaði væntingavísitala Gallups um rúmlega níu stig frá maímánuði. Væntingar mældust þó heldur meiri en í júní í fyrra, en töluvert undir meðaltali síðustu tólf mánaða. Væntingar til næstu sex mánaða lækka um 13 stig og þverrandi bjartsýni gætir á efnahagslíf og atvinnulíf. Þess gætir í öllum aldursflokkum nema í aldursflokknum 25 til 34 ára, en þar standa væntingar nánast í stað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.