Lífið

Hringferð Japananna lokið

Tveggja vikna hringferð japanska Vetnislundans um Ísland er lokið og eru Japanarnir ánægðir með hvernig til tókst. Vetnislundinn er nokkurskonar þríhjól sem fimm japanskir áhugamenn um nýtingu hreinnar orku fluttu til landsins til hringferðarinnar. Einn þeirra, Kenji Bamba, segir þá hafa notið ferðarinnar í kringum Ísland. Hann segir hópinn hafa sannað sig og þetta sé því merkileg stund fyrir þá. Japanarnir segja að umferðin hafi verið ágæt í ferðinni og ekki farið að þyngjast fyrr en þeir nálguðust Reykjavík. Þeir segja hjól sem þessi eiga sér bjarta framtíð og að það hafi reynst vel á íslensku vegunum. Bamba segir minniháttar vandamál hafa komið upp sem þeir hafi ávallt getað leyst upp á eigin spýtur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.