Lífið

600 þúsund manns í Gay Pride

Yfir 600 þúsund manns komu saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að taka þátt í tíundu Gay Pride hátíðinni sem haldin var í gær. Líklega hafa sjaldan svo margir tekið þátt í hátíðinni.  Framkvæmdastjóri hennar, Claudio Nascimento, sagðist vona að hátíðin flýtti fyrir lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra og að menn væru bjartsýnir um að svo myndi gerast. Enn á þó eftir að kjósa um þetta málefni innan þingsins, sem hefur verið til umræðu síðustu tíu árin, en leiðtogar kirkjunnar hafa barist hart gegn því að svo verði. Hátíðin er ein sú vinsælasta í landinu og hefur farið stækkandi ár frá ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.