Fleiri fréttir

Miðasala á tónleika Larsens hafin

Miðasala á tónleika Kims Larsens hófst klukkan 10 í morgun en miðasala fer fram í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og á midi.is. Tónleikarnir fara fram á Nasa 26. og 27. ágúst. Fréttastofa Bylgjunnar hefur verið að reyna að ná sambandi við 12 Tóna í morgun en ekki náð í gegn og má þar af leiðandi gera ráð fyrir að sala hafi farið vel af stað.

Finna upp lyf gegn gleymsku

Ertu gleyminn? Þá er komin á markað pilla sem bjargar því. Lyfið CX717 eflir glútamat í heilanum, en það eykur getuna til að læra og muna. Rannsóknir í Bretlandi sýndu jafnframt að lyfið jók á árvekni svefnvana tilraunadýra. Þau voru látin gangast undir röð prófa um miðjan dag og svo aftur skömmu eftir miðnætti. Þau sem fengu lyfið stóðu sig margfalt betur.

Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald

Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón.

Uppselt á fyrri tónleika Larsens

Miðar á tónleika Kims Larsens hreinlega spænast út en opnað var fyrir sölu klukkan 10 í morgun. Uppselt er á fyrri tónleikana þann 26. ágúst og rétt í kringum 150 miðar eru eftir á þá seinni. Fólk sem ætlar sér á Kim Larsen ætti að kaupa sér miða strax því ekki er gert ráð fyrir aukatónleikum. Miðar eru seldir á á midi.is og í 12 Tónum við Skólavörðustíg.

Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur

Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu.

Eurovision 2005 - Dagur 1 - Eldglæringar

Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum.

Dís til Kína

Kvikmyndin Dís í leikstjórn Silju Hauksdóttur hefur verið valin til sýningar á hinni alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Sjanghaí sem fram fer 11.-19. júní. Hátíðin er eina árlega alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Kína.

Textuð útgáfa Litlu lirfunnar

Teiknimyndinni <em>Kötu – litlu lirfunni ljótu</em> hefur verið dreift inn á flest heimili á landinu undir slagorðinu „Sumar gjafir skipta öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju og UNICEF“. Viðbrögð almennings lofa góðu og hefur verið ráðist í að texta sérútgáfu vegna vinsamlegra ábendinga til þess að heyrnarskertir geti notið ævintýrisins um Kötu litlu.

Stones rúlla áfram

Rokkkóngarnir í Rolling Stones eru enn í fullu fjöri. Hljómsveitin tilkynnti í gær að fyrir dyrum stæði að fara í tónleikaferðalag um heiminn. Ferðalagið mun alls taka heilt ár og hefst í Boston og New York seinni hlutann í ágúst á þessu ári.

Stella hannar fyrir H&M

Stella McCartney, dóttir Pauls, hins þekkta tónlistarmanns, mun hanna haustlínu Hennes og Mauritz í kvenfatnaði. Hún fetar þar í fótspor annars þekkts hönnuðar, Karls Lagerfelds, sem hannaði karlfatnað fyrirtækisins í fyrra.

Handsaumar stúdentshúfur

Á næstu vikum setja stúdentarnir upp sína hvítu kolla. Annríki er því þessa dagana í húfugerð Péturs J. Eyfeld sem sér alfarið um saumaskapinn á stúdentshúfunum. </font /></b />

Máttur kvenna kemur sér vel

Yfir eitt hundrað konur hafa útskrifast frá Bifröst úr ellefu vikna rekstranámi sem ber yfirskriftina Máttur kvenna. </font /></b />

Máttur kvenna kemur sér vel

Yfir eitt hundrað konur hafa útskrifast frá Bifröst úr ellefu vikna rekstranámi sem ber yfirskriftina Máttur kvenna. </font /></b />

Stjörnustríðið hefst á Vestfjörðum

Það verða Patreksfirðingar sem verða fyrstir til að sjá sjöttu og síðustu Star Wars myndina, <em>The Revenge of The Sith</em>, en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsinu Skjaldborg á Patreksfirði þann 18. maí, degi fyrir heimsfrumsýningu myndarinnar. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta.

Football Manager 2006

SEGA Europe Ltd kynnir með stolti næsta skref Sports Interactive í hinni stórkostlegu Football Manager seríu. Leikurinn inniheldur fjölda nýrra og uppfærðra möguleika, en leikurinn Football Manager 2006 er væntanlegur á markaðinn fyrir bæði PC og Mac í haust.  Fyrstu nýjungarnar sem eru kynntar hér eru aðeins brot af þeim nýjungum sem verða í endanlegri útgáfu leiksins.  Football Manager 2006 mun innihalda fjöldan allan af nýjungum sem verða kynntar reglulega fram á haust.

Football Manager 2006 fyrir PSP

SEGA Europe Ltd, og Sports Interactive kynna með stolti Football Manager 2006 fyrir PSP. Leikurinn er sérhannaður fyrir nýju leikjatölvuna frá Sony eða PSP, þannig að nú geta aðdáendur Foorball Manager leikjanna spilað leikinn hvar sem og hvenær sem er.

Miðasala á tónleika Kim Larsen hefst í fyrramálið

Miðasala á tónleika Kim Larsen og Kjukken hefst í fyrramálið, föstudaginn 13. maí. Kim Larsen og Kjukken halda tvenna tónleika á Nasa 26. ágúst og 27. ágúst n.k. Komu Kim Larsen hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og má búast við að það takmarkaða magn miða sem er í boði seljist fljótlega.

World of Warcraft

World of Warcraft er svokallaður MMORPG eða Massive multiplayer online role playing game, þetta mætti þýða sem fjölhlutverkaleikur á internetinu svona í fljótu bragði. Leikurinn er spilaður í risastórum heimi byggður á Warcraft leikjunum, sem eru herkænsku ævintýraleikir þar sem menn börðust við orca og allskyns skrímsli.

"Stelpustrákur" á blæjubíl

Sólrún Dröfn Helgadóttir ekur um á brjálæðislega flottum sportbíl með blæju. Fólk rekur upp stór augu þegar það sér stelpu undir stýri. </font /></b />

Áhuginn vaknaði í tölvuleik

Bílar og sport er nýlegt bílatímarit sem kemur út mánaðarlega. Birgir Þór Harðarsson er aðeins fimmtán ára en skrifar um Formúlu 1 í blaðinu enda algjör formúlufræðingur. Birgir hefur í nógu að snúast enda kann hann ekki að segja nei. </font /></b />

TIlfinningar tengdar golfinu

Stöðugt fjölgar þeim sem stunda golf. Því þarf alltaf fleiri og fleiri velli og líka að fjölga brautum á þeim sem fyrir eru. Þá er gott að hafa golfvallarhönnuði. Einn þeirra er Edwin R. Rögnvaldsson. </font /></b />

Allt er hægt að flísaleggja

Það ráku ef til vill margir upp stór augu við áhorf sjónvarpsþáttarins The Block á Stöð 2 ekki fyrir svo löngu þegar eitt parið í þættinum, Steven og Richard, ákváðu að flísaleggja ísskápinn sinn í stíl við eldhúsinnréttinguna. Fréttablaðið ákvað að fara á stúfana og athuga hvort að þessi þjónusta sé í boði á Íslandi. </font /></b />

Fær harðsperrur af hlátri

Bjarni Þór Grétarsson, einn af þáttastjórnendum Zúber á FM 95,7, heldur andanum ungum og frískum með því að hlæja og grínast sem mest. </font /></b />

Skótískan fer illa með fætur

Fólk í nútímasamfélagi hefur tilhneigingu til að hugsa illa um fæturna á sér en fótaaðgerðafræðingar geta bæði lagað það sem aflaga hefur farið og ráðlagt um forvarnir. </font /></b />

Fundu 2000 ára leðurskó

Fornleifafræðingar í Bretlandi segjast hafa fundið skó sem þeir telja þann elsta í sögu landsins. Um er að ræða 30 sentímetra langan leðurskó sem talinn er frá því snemma á járnöld, en hann er þá 2000 ára gamall. Skórinn, sem fannst í holum trjábol sem notaður var sem brunnur, er í svo góðu ásigkomulagi að enn má sjá göt fyrir reimar, en talið er að hann hafi varðveist svo vel vegna þess að hann var vatnsósa í brunninum.

Deilt um sannleiksgildi fingrasögu

Fátt hefur fangað athygli Bandaríkjamanna eins vel upp á síðkastið og frásögn konu af því hvernig hún beit í fingur þegar hún var að borða chili-rétt á Wendys-skyndibitastað. Konan var leidd fyrir dómara í dag því grunur leikur á að frásögn hennar sé uppspuni og Wendys-hamborgarakeðjan sé alsaklaus.

Ný tónlistarhátíð í sumar

Rock 2005 er ný, alþjóðleg tónlistarhátíð sem halda á hér á landi nú í sumar og eins og aðstandendurnir orða það, um ókomna tíð. Þetta árið eigum við von á hljómsveitum á borð við Duran Duran og Foo Fighters.

Slepptu gíslum fyrir pítsur

Fjörutíu klukkustunda umsátri við öryggisfangelsi í borginni Hobart á eynni Tasmaníu lauk á heldur óvenjulegan hátt. Um tuttugu fangar höfðu gert uppreisn og tekið fangavörð og nokkra fanga í gíslingu og fóru m.a. fram á betri aðbúnað í fangelsinu og aukna starfsmöguleika. Yfirvöldum á eyjunni tókst hins vegar að semja við hópinn og var fangavörðurinn fenginn laus gegn 15 pítsum.

Lærir að skjóta, strauja og bursta

Harry prins, yngri sonur Karls og Díönu, verður brátt leikinn í meðhöndlun skotfæra, sem og straujárns og skóbursta. Prinsinn mætti á heimavist Sandhurst-herskólans í Bretlandi í fyrsta sinn í dag en hann hyggur þar á nám næstu mánuðina.

Harmi slegin yfir aðstæðunum

Hollywood-leikkonan Angelina Jolie er harmi slegin yfir þeim aðstæðum sem afganskir flóttamenn búa við. Jolie var á ferð um Pakistan sem sérstakur velgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.

Shadows trylltu lýðinn

Hinar öldnu hetjur í Shadows trylltu íslenska tónlistaraðdáendur á ýmsum aldri í Kaplakrika í gærkvöldi. Hljómsveitin, sem verið hefur við lýði frá því á sjötta áratugnum, lék lög frá ýmsum tímum ferilsins.

Lokamyndin fær glimrandi dóma

Nýjasta myndin í Stjörnustríðsröðinni, Hefnd sithanna, fær glimrandi dóma í kvikmyndatímaritinu <em>Variety</em> í dag. Fyrri myndirnar tvær fengu heldur lélega dóma en kvikmyndarýnir blaðsins segir þriðju myndina í nýju röðinni vera bestu myndina frá lokamynd fyrri raðarinnar sem kom út fyrir tveimur áratugum.

Shattered Union

Take 2 Interactive hefur tilkynnt um útgáfu á leiknum Shattered Union, nýjasti leikurinn frá PopTop Software. Leikurinn gerist í tilbúinni veröld þar sem Bandaríkin eru í rúst eftir borgarastyrjöld, en Shattered Union er “turn-based” hernaðarleikur stútfullur af hasar og kemur hann út á PC og leikjatölvurnar. 

Sushi - því oftar því betra

Gunnhildur Helga Ólafsdóttir elskar engan mat eins og sushi. Súrt slátur er hins vegar algjörlega út úr myndinni. </font /></b />

Afríkutilbrigði við íslenskt lamb

Anna Þóra Steinþórsdóttir og Harry Mashinkila blanda á skemmtilegan hátt saman íslenskum og afrískum uppskriftum.</font /></b />

Leikjavefurinn Geim

Velkomin á leikjavefinn Geim. Þetta er spánýr vefur sem mun sinna leikjasamfélaginu. Vefurinn mun bjóða uppá nýjustu leikjafréttirnar, leikjadóma, topplista, útgáfuáætlanir og svindl.

Stjörnstríðshetjur í nýjum störfum

Síðasta Stjörnustríðsmyndin hefur ekki enn verið frumsýnd en aðalpersónurnar virðast samt allar hafa fundið sér nýjan starfa - í auglýsingabransanum. Aðstoðarflugmaðurinn Loðinn er til að mynda upptekinn við að búa til hringitóna fyrir bandarískt farsímafyrirtæki, Jóda er orðinn háður Diet-Pepsi og Svarthöfði berst við þá sem borða Kornflexið sitt með geislaskeið sem er náskyld geislasverðum stjörnustríðshetjanna.

Nevolution hitar upp fyrir Maiden

Liðsmenn Iron Maiden hafa valið akureyrsku þungarokkssveitina Nevolution sem aðalupphitunarhljómsveit tónleika sinna sem fram fara í Egilshöll þann 7. júní.

List án landamæra í Iðnó

Mikið fjör var við opnun Listahátíðar fatlaðra og ófatlaðra í Iðnó í dag þar sem boðið var upp á tónlitstaratriði og upplestur, þar á meðal M&M-dúettinn.

Risaborgari vekur athygli

Risaborgarinn Beer Barrel Belly Buster er heldur óvenjulegur. Hann er dulítið stærri en hefðbundnir hamborgarar, eða á sjöunda kíló. Í honum eru tvö og hálft kíló af hakki, 25 ostsneiðar, heill kálhaus, þrír tómatar og tveir laukar. Við það bætist tæpur hálfur lítri af majónesi, tómatsósa, sinnep og bananar. Þetta er auðvitað stærsti og líkast til ógirnilegasti hamborgari heims.

Pallbílarnir frá Henríettu

Nú er það vísindalega sannað mál að menn sem eru andlega séð frekar litlir karlar, þeir hneigjast til að fá sér stóra bíla. Þetta segi ég ekki af fordómum eða af því ég öfundist útí þá sem eiga stærri bíla en ég - þetta er ósköp einfaldlega sannað mál ... vísindalega. Og áður en ég sæti of miklum árásum karla sem eru búnir að fá sér stóra pallbíla, þá er best að taka fram að þetta er auðvitað ekki alveg algilt - gildir ekki um alveg alla.

Var í tíu ár á leiðinni til Hóla

Nemendur á fyrsta ári hrossaræktarbrautar á Hólum ljúka prófum í þessari viku. Meðal þeirra er Guðrún Rut Hreiðarsdóttir úr Reykjavík. </font /></b />

Nám til að styrkja stöðu öryrkja

Hjá Hringsjá er boðið upp á nám og endurhæfingu. Kennd eru öll almenn fög og nú er verið að skrá nemendur á haustön </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir