Lífið

Lærir að skjóta, strauja og bursta

Harry prins, yngri sonur Karls og Díönu, verður brátt leikinn í meðhöndlun skotfæra, sem og straujárns og skóbursta. Prinsinn mætti á heimavist Sandhurst-herskólans í Bretlandi í fyrsta sinn í dag en hann hyggur þar á nám næstu mánuðina. Talsmaður skólayfirvalda sagði í samtali við BBC-sjónvarpsstöðina að Harry fengi enga sérmeðferð þrátt fyrir að vera konungborinn og hann kæmi til með að þurfa að læra að strauja fatnað sinn og bursta skóna, engu síður en aðrir verðandi hermenn innan skólans. Ein regla beygist þó nokkurn veginn ósjálfrátt þegar kemur að prinsinum. Nemendur mega nefnilega aðeins hafa eina mynd af fjölskyldumeðlimum á heimavistinni. Myndir af ömmu prinsins, Elísabetu Bretdrottningu, þekja hins vegar flesta veggi skólans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.