Lífið

Dís til Kína

Kvikmyndin Dís í leikstjórn Silju Hauksdóttur hefur verið valin til sýningar á hinni alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Sjanghaí sem fram fer 11.-19. júní. Hátíðin er eina árlega alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Kína. Dís verður ekki í keppninni sjálfri þar sem myndir frumsýndar fyrir 1. janúar 2005 eru ekki gjaldgengar, en myndin verður sýnd í Panorama-hluta hátíðarinnar. Silja verður viðstödd frumsýningu myndarinnar í Kína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.