Lífið

Fundu 2000 ára leðurskó

Fornleifafræðingar í Bretlandi segjast hafa fundið skó sem þeir telja þann elsta í sögu landsins. Um er að ræða 30 sentímetra langan leðurskó sem talinn er frá því snemma á járnöld, en hann er þá 2000 ára gamall. Skórinn, sem fannst í holum trjábol sem notaður var sem brunnur, er í svo góðu ásigkomulagi að enn má sjá göt fyrir reimar, en talið er að hann hafi varðveist svo vel vegna þess að hann var vatnsósa í brunninum. Sérfræðingar munu nú rannsaka leðurskóinn nánar og reyna að komast að því hvernig hann var gerður og af hvaða skepnu leðrið er.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.