Fleiri fréttir

Akta sjóðir hagnast um 1.700 milljónir og eignir í stýringu tvöfaldast

Hagnaður Akta sjóða, sem er að stærstum hluta í eigu sex starfsmanna, meira en tvöfaldaðist á síðasta ári og nam samtals 1.665 milljónum króna eftir skatta en félagið greiddi meira en 500 milljónir í skatta vegna afkomu ársins 2021. Umsýslu- og árangurstengdar þóknanir voru 2.554 milljónir og jukust um rúmlega 1.330 milljónir á milli ára.

Félag Reynis komið í hóp stærstu hluthafa Kviku

Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, hefur bæst við hóp stærstu hluthafa Kviku banka. Samkvæmt lista bankans yfir hluthafa sem eiga meira en eins prósents hlut fer félagið með 50 milljónir hluta, um 1,04 prósent, sem eru metnir á 1,1 milljarð króna miðað við núverandi markaðsvirði Kviku.

Hagar hafa mun meiri á­hyggjur af verð­hækkunum en vöru­skorti

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segist ekki hafa áhyggjur af því að skortur verði á ákveðnum vörutegundum hér á landi vegna hnökra í aðfangakeðjum. Helsta áhyggjuefni smásölufélagsins eru áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á ráðstöfunartekjur heimila. Þetta kom fram í máli Finns á uppgjörskynningu Haga í morgun.

Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi

Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum. 

Brýnt að innleiða skýrar leiðbeiningar fyrir samstarf fyrirtækja

Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld innleiði nýjar leiðbeiningar Evrópusambandsins um samstarf fyrirtækja eins fljótt og auðið er svo að Ísland verði ekki eftirbátur samanburðarríkja. Þetta segir Hallmundur Albertsson, meðeigandi lögmannastofunnar Deloitte Legal en hann, ásamt fleiri framsögumönnum, verður með erindi á sumarfundi lögmannastofunnar um samkeppnismál sem verður haldinn í Hörpu í hádeginu.

Marel ræðst í yfirtöku á bandaríska félaginu Wenger fyrir 70 milljarða

Marel hefur undirritað samning um kaup á bandaríska fyrirtækinu Wenger Manufacturing, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á hátæknilausnum fyrir matvælavinnslu fyrir gæludýr, plöntuprótein, og fóður fyrir fiskeldi. Heildarkaupverðið, sem verður greitt með reiðufé og lánalínum, er 540 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna.

Seldu úr sjóðum fyrir um þrjá milljarða samtímis óróa á mörkuðum

Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru um 1.640 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í mars en miklar sveiflur voru þá á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, vegna stríðsátakanna í Úkraínu og lækkaði Úrvalsítalan sem dæmi um sjö prósent á fyrstu átta dögum mánaðarins.

Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum

Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010.

SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut

Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut.

Skoða tvö­földun á fram­leiðslu­getu kísil­versins á Bakka

Stjórnendur kísilversins á Bakka hafa til skoðunar hvort ákjósanlegt sé að tvöfalda framleiðslugetu kísilversins á næstu árum í ljósi batnandi rekstrar og markaðsaðstæðna. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við Innherja.

Út­lána­skrið gæti hvatt Seðla­bankann enn frekar til að grípa fast í taumana

Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka.

Félag Bjarna bætti verulega við hlut sinn í Fáfni Offshore í fyrra

Sjávarsýn ehf., fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, og Hlér ehf., sem er í eigu Guðmundar Ásgeirssonar, bættu verulega við eignarhluti sína í Fáfni Offshore á síðasta ári þegar félögin keyptu út framtakssjóðinn Horn II og þrjá aðra hluthafa. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Fáfnis Offshore.

Stefnir byggir upp stöðu í Sýn, meðal tíu stærstu hluthafa

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis keyptu fyrr í þessum mánuði umtalsverðan eignarhlut í Sýn og fara núna samanlagt með um 3,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Í krafti þess eignarhlutar eru sjóðir Stefnis – Innlend hlutabréf hs. og ÍS 5 – áttundi stærsti hluthafinn í Sýn.

Nýjar tölur sýna sögulega mikinn útlánavöxt í mars

Nýjar tölur Seðlabanka Íslands fyrir marsmánuð sýna að hrein ný útlán íslenskra innlánsstofnana hafa aldrei verið jafnmikil í einum mánuði frá því að Seðlabankinn byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013. Mikill vöxtur var í útlánum til bæði fyrirtækja og heimila.

Ari og Magnús Ármann koma nýir í stjórn Stoða

Breytingar voru gerðar á stjórn Stoða á aðalfundi fjárfestingafélagsins fyrr í þessum mánuði þegar þeir Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, og Magnús Ármann, fjárfestir, voru kjörnir sem nýir stjórnarmenn.

15.000 prósenta vöxtur í komum skemmtiferðaskipa

Hagtölur á Covid tímum voru frekar fáránlegar. Gröf sem sýna breytingar milli ára síðustu árin sýna sitt á hvað 70% lækkun eða 300% hækkun. Mikilvægt er að blaðamenn og greinendur verði prósentufælnir því ef við pössum okkur ekki þá verða fréttir og fyrirsagnir um 1.721% eða jafnvel 15.000% vöxt á á vegi okkar innan tíðar.

Ný stefna minnkar pólitík í stjórnum borgarfyrirtækja

Ný eigandastefna Reykjavíkurborgar, sem er afrakstur þverpólitískrar vinnu og verður að öllum líkindum samþykkt fyrir næsta kjörtímabil, hefur þær breytingar í för með sér að stjórnir fyrirtækja sem borgin á eignarhlut í verða ekki alfarið pólitískt skipaðar heldur blanda af óháðum og pólítískum fulltrúum.

Tryggir sér 32 milljarða fjármögnun til að mæta mögulegum innlausnum fjárfesta

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, sem undirbýr nú tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og Íslandi sem verður að óbreyttu í næsta mánuði, hefur gengið frá samkomulagi við tvo bandaríska fjárfestingasjóði sem tryggir félaginu aðgang að fjármögnun fyrir allt að 250 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna.

Benedikt verður tryggingastærðfræðingur Gildis

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn til að sinna verkefnum tengdum tryggingastærðfræði hjá Gildi lífeyrissjóði en þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu sjóðsins.

Formaður Gildis segir stöðu sjóðsins ósjálfbæra til framtíðar

Staða Gildis lífeyrissjóð er ósjálfbær til framtíðar sem þýðir að yngri kynslóðum er lofað hærri lífeyrir en hægt er að standa við. Þetta kemur fram í ávarpi Gylfa Gíslasonar, stjórnarformanns Gildis og framkvæmdastjóra Jáverks, í nýbirtri árskýrslu sjóðsins en hann telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða svo að bregðast megi við þessu ójafnvægi.

Helgi með nærri eins milljarðs króna hlut í Stoðum

Félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, bættist við eigendahóp Stoða á seinni helmingi síðasta árs og er nú á meðal tíu stærstu hluthafa eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.

Vaxandi áhyggjur af netárásum birtast í kröftugum tekjuvexti Syndis

Mikill tekjuvöxtur hjá Syndis, sem hefur ráðandi markaðshlutdeild í netöryggislausnum hér á landi, endurspeglar sívaxandi áhyggjur íslenskra fyrirtækja af netárásum. „Eftirspurnin hefur aukist mikið og við eigum eftir að sjá enn stærra stökk árið 2022,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis.

Sjóður Frumtaks hagnast um 6 milljarða eftir miklar hækkanir á gengi Controlant

Vísissjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures og er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, skilaði um 6.050 milljónum króna í hagnað á árinu 2021 borið saman við rúmlega einn milljarð króna árið áður. Hagnaður sjóðsins kemur einkum til vegna stórs eignarhlutar í hátæknifyrirtækinu Controlant sem hefur margfaldast í virði og var metinn á tæplega átta milljarða í lok síðasta árs.

Hvenær verða upplýsingar að innherjaupplýsingum?

Nýlegur dómur Hæstaréttur Noregs þýðir að óbreyttu að norsk félög þurfa að birta – eða taka ákvörðun um að fresta að birta – upplýsingar um atburð sem jafnvel minni líkur en meiri eru á að verði að veruleika. Er dómurinn ekki til þess fallinn að draga úr þeirri óvissu sem ríkt hefur, ekki aðeins í Noregi heldur jafnframt í öðrum Evrópuríkjum sem fylgja ákvæðum MAR-reglugerðarinnar, um hvað teljast eigi til innherjaupplýsinga.

Þaulsætnir embættismenn í íslenskri stjórnsýslu

Innherji greindi frá því í síðustu viku að forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hefðu setið lengur í embætti en gengur og gerist á Norðurlöndum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu hefur setið í 20 ár, mun lengur en norrænir starfsbræður hans, og það sama gildir um Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sem hefur stýrt stofnuninni í nærri 17 ár.

Kristján snýr aftur til Kviku banka

Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi.

Ferða­þjónusta og sveitar­stjórnar­kosningar utan höfuð­borgar­svæðisins

Nú eru fáar vikur til sveitarstjórnarkosninga. Eitt af mikilvægustu hlutverkum sveitarstjórna, ekki síst í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, er að styðja við atvinnuuppbyggingu með ráðum og dáð. Í minni sveitarfélögum er atvinna iðulega undirstaða annarra þátta, því með auknum atvinnutækifærum koma fleiri íbúar, aukin fjárfesting, aukin þjónusta við íbúana og meiri gróska í sveitarfélagið.

Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða

Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020.

Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin

Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 

Hagfræðingur sem hefur rangt fyrir sér

Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka.

Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka

Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar.

Bankasýslan segist „fagna“ rannsókn FME á útboði Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“

Hæfir fjárfestar og útboð hlutabréfa

Ströng skilyrði eru fyrir því viðskiptavinur sem telst ekki sjálfkrafa fagfjárfestir sé flokkaður sem slíkur. Ástæðan er sú að fjárfestar sem falla í þann flokk njóta minni fjárfestaverndar en almenni fjárfestirinn, til dæmis varðandi upplýsingagjöf og fjárfestingarkosti.

Sjá næstu 50 fréttir