Erlend staða íslenska þjóðarbúsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu

Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar.
Tengdar fréttir

Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi
Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023.

Erum nánast háð því að lífeyrissjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári
Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.

Ísland eigi enn inni „töluvert mikið“ af hækkunum á lánshæfismati
Nýleg hækkun á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins hjá S&P ætti að hafa mikil jákvæð áhrif í för með sér fyrir þjóðarbúið, einkum fjármálakerfið, að sögn seðlabankastjóra sem telur Ísland eiga skilið enn meiri hækkun á lánshæfismatinu. Matsfyrirtækið hefur fram til þessa greint aukna hagræna áhættu hjá bönkunum sem hefur haft áhrif á áætlanir um mögulegt umfram eigið fé þeirra.