Klinkið

Benedikt verður tryggingastærðfræðingur Gildis

Ritstjórn Innherja skrifar
Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur. 
Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur.  Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn til að sinna verkefnum tengdum tryggingastærðfræði hjá Gildi lífeyrissjóði en þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu sjóðsins.

Nýlega lét Vigfús Ásgeirsson, sem hefur við tryggingastærðfræðingur Gildis frá stofnun sjóðsins árið 2005, af störfum sökum aldurs og fyllir Benedikt í skarð hans. Benedikt var eins og kunnugt er formaður Viðreisnar og alþingismaður á árunum 2016 til 2017, og fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017.

Benedikt, sem er stærðfræðingur að mennt, gerði úttekt á lífeyriskerfinu í fyrra þar sem hann spáði því að lífeyrir á hvern ellilífeyrisþega gæti fjórfaldast á næstu 50 árum sökum kaupmáttaraukningar á tímabilinu og hærri iðgjalda. Samkvæmt spánni verða ellilífeyrisþegar 2,5 sinnum fleiri árið 2070 en þeir eru í dag en yfir sama tímabil mun ellilífeyrir tífaldast.

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar mátti skilja sem svo að Benedikt hefði verið ráðinn sem starfmaður Gildis. Beðist er velvirðingar á ónákvæmu orðalagi. 


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×