Klinkið

Ari og Magnús Ármann koma nýir í stjórn Stoða

Ritstjórn Innherja skrifar
Ari er einn hluthafa Helgafells sem er á meðal stærstu hluthafa Stoða í gegnum eignarhaldsfélagið S121 sem á samtals tæplega 60 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu.
Ari er einn hluthafa Helgafells sem er á meðal stærstu hluthafa Stoða í gegnum eignarhaldsfélagið S121 sem á samtals tæplega 60 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu.

Breytingar voru gerðar á stjórn Stoða á aðalfundi fjárfestingafélagsins fyrr í þessum mánuði þegar þeir Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, og Magnús Ármann, fjárfestir, voru kjörnir sem nýir stjórnarmenn.

Úr stjórninni fara hins vegar þeir Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, og Örvar Kjærnested, fjárfestir, en Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri PayAnalytics, er enn í stjórn fjárfestingafélagsins og gegnir stjórnarformennsku eins og hann hefur gert frá því í apríl í fyrra.

Ari er einn hluthafa fjárfestingafélagsins Helgafells sem er á meðal stærstu hluthafa Stoða í gegnum eignarhaldsfélagið S121 sem á samtals tæplega 60 prósenta hlut í Stoðum. Magnús Ármann er einnig í hópi hluthafa í S121 auk þess sem félagið M&M Capital, sem er í eigu hans og Þorsteins M. Jónssonar, fer með um 2,74 prósenta hlut í Stoðum í eigin nafni.

Stoðir eru eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins en helstu eignir þess eru hlutir í Símanum, Kviku banka, Arion, Play, Bláa lóninu og Landeldi.

Hagnaður Stoða á síðasta ári nam 20 milljörðum króna og stóð eigið fé félagsins í 51 milljarði króna í árslok 2021. Hefur það þrefaldast frá því í ársbyrjun 2019.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.